Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2025 08:32 Los Angeles Clippers náði í Kawhi Leonard til að vinna loksins NBA titilinn en hefur verið langt frá því á tíma hans með liðinu. EPA/ALLISON DINNER Los Angeles Clippers og eigandi þess Steve Ballmer virðast hafa svindlað á launaþakinu til að tryggja sér áfram þjónustu stórstjörnunnar Kawhi Leonard á sínum tíma. Leonard skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Clippers haustið 2021. Hann tryggði sér með því 176,3 milljónir dollara sem var það mesta sem hann gat fengið undir launaþakinu á þeim tíma. Það lítur hins vegar út fyrir það Ballmer hafi fundið leið til að borga honum enn meira. ESPN segir frá. The LA Clippers reportedly are accused of circumventing the NBA's salary cap by paying $28 million to Kawhi Leonard for a "no-show job."@PabloTorre reported on his podcast Wednesday that the Clippers paid Leonard through a now-bankrupt company owned by Clippers owner Steve… pic.twitter.com/9CnxW14DWM— ESPN (@espn) September 3, 2025 Níu mánuðum seinna, eða í apríl 2022, skrifaði Leonard undir samstarfssamning við KL2 Aspire. Hann fékk fyrir það 28 milljónir dollara eða tæpa þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna en skyldur Leonard voru engar. Hann fékk allan þennan pening án nokkurrar vinnu og nú halda menn því fram að Ballmer hafi með þessu svindlað á launaþakinu. Þetta hafi í raun verið aukabónus fyrir það að spila áfram með Clippers. Í samningnum stóð meðal annars að Kawhi myndi aðeins fá borgað ef hann spilaði með Clippers. This story is WILD. There is a clause that says Kawhi Leonard only gets paid as long as he is still with the Clippers. Great work @pablofindsout. https://t.co/mUcRvn0YaI pic.twitter.com/k0dos0FpIP— Kevin O'Connor (@KevinOConnor) September 3, 2025 Ásakanirnar komu fyrst fram í hlaðvarpsþætti Pablo Torre. Fyrirtækið sem réði Leonard er nú farið á hausinn en hinn moldríki Ballmer fjárfesti ríkulega í því fyrir nokkrum árum. NBA segist vita af þessu máli og sé að rannsaka það betur. Clippers hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið neitar sök. Tími Kawhi Leonard hjá Clippers hefur verið mikil vonbrigði enda hann mikið meiddur. Liðið hefur enn ekki tekist að komast langt í úrslitakeppninni og litla liðið í Los Angeles er því enn að bíða eftir fyrsta meistaratitlinum, þeim sama og nágrannar þeirra í Lakers hafa unnið sautján sinnum. Leonard hefur spilað 266 leiki með Clippers og er með 24,4 stig, 6,4 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim. NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Leonard skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Clippers haustið 2021. Hann tryggði sér með því 176,3 milljónir dollara sem var það mesta sem hann gat fengið undir launaþakinu á þeim tíma. Það lítur hins vegar út fyrir það Ballmer hafi fundið leið til að borga honum enn meira. ESPN segir frá. The LA Clippers reportedly are accused of circumventing the NBA's salary cap by paying $28 million to Kawhi Leonard for a "no-show job."@PabloTorre reported on his podcast Wednesday that the Clippers paid Leonard through a now-bankrupt company owned by Clippers owner Steve… pic.twitter.com/9CnxW14DWM— ESPN (@espn) September 3, 2025 Níu mánuðum seinna, eða í apríl 2022, skrifaði Leonard undir samstarfssamning við KL2 Aspire. Hann fékk fyrir það 28 milljónir dollara eða tæpa þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna en skyldur Leonard voru engar. Hann fékk allan þennan pening án nokkurrar vinnu og nú halda menn því fram að Ballmer hafi með þessu svindlað á launaþakinu. Þetta hafi í raun verið aukabónus fyrir það að spila áfram með Clippers. Í samningnum stóð meðal annars að Kawhi myndi aðeins fá borgað ef hann spilaði með Clippers. This story is WILD. There is a clause that says Kawhi Leonard only gets paid as long as he is still with the Clippers. Great work @pablofindsout. https://t.co/mUcRvn0YaI pic.twitter.com/k0dos0FpIP— Kevin O'Connor (@KevinOConnor) September 3, 2025 Ásakanirnar komu fyrst fram í hlaðvarpsþætti Pablo Torre. Fyrirtækið sem réði Leonard er nú farið á hausinn en hinn moldríki Ballmer fjárfesti ríkulega í því fyrir nokkrum árum. NBA segist vita af þessu máli og sé að rannsaka það betur. Clippers hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið neitar sök. Tími Kawhi Leonard hjá Clippers hefur verið mikil vonbrigði enda hann mikið meiddur. Liðið hefur enn ekki tekist að komast langt í úrslitakeppninni og litla liðið í Los Angeles er því enn að bíða eftir fyrsta meistaratitlinum, þeim sama og nágrannar þeirra í Lakers hafa unnið sautján sinnum. Leonard hefur spilað 266 leiki með Clippers og er með 24,4 stig, 6,4 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim.
NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira