„Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2025 09:32 Jack Osbourne var ekki par sáttur við orð Roger Waters um Ozzy Osbourne. EPA/Getty Fúkyrðin fengu að flæða í færslu Jacks Osbourne, sonar þungarokkarans Ozzy Osbourne, um Roger Waters, tónlistarmann og bassaleikara Pink Floyd, í kjölfar ummæla Waters um Ozzy heitinn. Waters var til viðtals í pólitíska hlaðvarpinu Independent Ink um miðjan síðasta mánuð og ræddi þar um það hvernig dægurmenning getur truflað umræðuna um pólitísk málefni. Roger Waters var bassaleikari Pink Floyr og hefur átt farsælan sólóferil eftir að hljómsveitin lagði upp laupana.EPA „Hvernig getum við ýtt þessu til hliðar?“ spurði Waters í hlaðvarpinu og svaraði því sjálfur: „Ég veit hvernig við gerum það! Við gerum það með Taylor Swift eða tyggigúmmíi eða rassi Kim Kardashian.“ Waters tók þungarokkarann Ozzy Osbourne, sem lést 22. júlí síðastliðinn, sérstaklega fyrir: „Ozzy Osbourne, sem er nýdáinn, guð blessi hann í hvaða ásigkomulagi sem hann var alla sína ævi.“ „Þó svo hann hafi verið í sjónvarpinu í mörg hundrað ár, með asnaskap sinn og vitleysu. Tónlistin, ég hef ekki hugmynd um hana. Mér gæti ekki verið meira sama. Mér er sama um Black Sabbath, var það alltaf. Ég hef engan áhuga á að bíta höfuðin af hænum eða hvað það var sem þeir gerðu,“ sagði Waters. Sakaður um að æla út úr sér kjaftæði Viðtalið var smá tíma að berast til fjölmiðlamannsins Jack Osbourne, sonar Ozzy, því hann brást ekki við ummælum Waters fyrr en á þriðjudaginn, 2. september, með samfélagsmiðlafærslu. „Hey Roger Waters. Fokkaðu þér,“ skrifaði Osbourne í færslunni. „Hve aumkunarverður og gamaldags þú ert orðinn. Eina leiðin sem þú virðist fá athygli þessa dagana er með því æla út úr þér kjaftæði í fjölmiðlum,“ sagði jafnframt. „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það.“ Osbourne endaði færsluna á trúða-tjákni og skrifaði svo við hana #fuckrogerwaters. Glímukappi fékk á baukinn Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barn Ozzy lendir í netkarpi eftir dauða þungarokkarans. Kelly Osbourne urðaði yfir WWE-glímukappann Becky Lynch eftir að hún hafði talað um dauða þungarokkarans á viðburðinum WWE Raw í Birmingham. „Ég mun ekki glíma í Birmingham. Það eina góða sem hefur komið héðan dó fyrir mánuði síðan,“ sagði Lynch á viðburðinum. „Til að gæta fyllstu sanngirni gagnvart Ozzy Osbourne þá hafði hann vit á því að flytja til LA, alvöru borgar. Því ef ég byggi í Birmingham myndi ég líka deyja.“ Kelly brást illa við og svaraði glímukonunni á samfélagsmiðlum. „Þú ert ókurteis drullusokkur! Birmingham myndi ekki pissa á þig þó kviknað væri í þér. #birminghamforever. WWE ætti að skammast sín fyrir að leyfa orðum sem þessum að viðgangast um föður minn og heimili hans!!!“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Fleiri fréttir Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Sjá meira
Waters var til viðtals í pólitíska hlaðvarpinu Independent Ink um miðjan síðasta mánuð og ræddi þar um það hvernig dægurmenning getur truflað umræðuna um pólitísk málefni. Roger Waters var bassaleikari Pink Floyr og hefur átt farsælan sólóferil eftir að hljómsveitin lagði upp laupana.EPA „Hvernig getum við ýtt þessu til hliðar?“ spurði Waters í hlaðvarpinu og svaraði því sjálfur: „Ég veit hvernig við gerum það! Við gerum það með Taylor Swift eða tyggigúmmíi eða rassi Kim Kardashian.“ Waters tók þungarokkarann Ozzy Osbourne, sem lést 22. júlí síðastliðinn, sérstaklega fyrir: „Ozzy Osbourne, sem er nýdáinn, guð blessi hann í hvaða ásigkomulagi sem hann var alla sína ævi.“ „Þó svo hann hafi verið í sjónvarpinu í mörg hundrað ár, með asnaskap sinn og vitleysu. Tónlistin, ég hef ekki hugmynd um hana. Mér gæti ekki verið meira sama. Mér er sama um Black Sabbath, var það alltaf. Ég hef engan áhuga á að bíta höfuðin af hænum eða hvað það var sem þeir gerðu,“ sagði Waters. Sakaður um að æla út úr sér kjaftæði Viðtalið var smá tíma að berast til fjölmiðlamannsins Jack Osbourne, sonar Ozzy, því hann brást ekki við ummælum Waters fyrr en á þriðjudaginn, 2. september, með samfélagsmiðlafærslu. „Hey Roger Waters. Fokkaðu þér,“ skrifaði Osbourne í færslunni. „Hve aumkunarverður og gamaldags þú ert orðinn. Eina leiðin sem þú virðist fá athygli þessa dagana er með því æla út úr þér kjaftæði í fjölmiðlum,“ sagði jafnframt. „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það.“ Osbourne endaði færsluna á trúða-tjákni og skrifaði svo við hana #fuckrogerwaters. Glímukappi fékk á baukinn Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barn Ozzy lendir í netkarpi eftir dauða þungarokkarans. Kelly Osbourne urðaði yfir WWE-glímukappann Becky Lynch eftir að hún hafði talað um dauða þungarokkarans á viðburðinum WWE Raw í Birmingham. „Ég mun ekki glíma í Birmingham. Það eina góða sem hefur komið héðan dó fyrir mánuði síðan,“ sagði Lynch á viðburðinum. „Til að gæta fyllstu sanngirni gagnvart Ozzy Osbourne þá hafði hann vit á því að flytja til LA, alvöru borgar. Því ef ég byggi í Birmingham myndi ég líka deyja.“ Kelly brást illa við og svaraði glímukonunni á samfélagsmiðlum. „Þú ert ókurteis drullusokkur! Birmingham myndi ekki pissa á þig þó kviknað væri í þér. #birminghamforever. WWE ætti að skammast sín fyrir að leyfa orðum sem þessum að viðgangast um föður minn og heimili hans!!!“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Fleiri fréttir Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Sjá meira