Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 08:02 Sveindís Jane Jónsdóttir tók gleði sína á ný þegar hún fagnaði með hinni brasilísku Maiara Niehues sem skoraði sigurmark Angel City. Skjáskot/CBS Sports Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Angel City eru byrjaðar að rétta úr kútnum eftir þrautagöngu og hafa nú unnið tvo leiki í röð í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þær virðast hins vegar vera að missa einn sinn besta leikmann. Angel City vann grannaslaginn við Bay FC í gær, 2-1, og lék Sveindís allan leikinn. Hún var dugleg við að koma sér í færi í leiknum en greinilega ósátt við sjálfa sig eftir að hafa ekki náð að nýta þau. Sveindís var óhemju nálægt því að skora eftir hálftíma leik þegar hún nýtti hraðann sinn til að komast inn í sendingu aftur á markvörð Bay FC, en hún pikkaði boltanum rétt framhjá markinu. Hún átti svo þrjú önnur mjög hættuleg skot í leiknum en inn vildi boltinn ekki og virtist íslenska landsliðskonan afar vonsvikin eftir skot í hliðarnetið úr góðu færi á 70. mínútu, og sparkaði þá meðal annars í auglýsingaskilti. Riley Tiernan hafði komið Angel City yfir á 12. mínútu eftir magnaðan sprett en Rachel Hill jafnað metin. Það var svo á 77. mínútu sem hin brasilíska Maiara Niehues skoraði sigurmarkið með skalla eins og sjá má hér að neðan og þá tók Sveindís gleði sína á ný. Þetta var sætur sigur fyrir Angel City sem þurfti að spila án bandaríska landsliðsframherjans Alyssu Thompson. Thompson, sem skorað hefur sex mörk á leiktíðinni, var utan hóps í gærkvöld vegna þess að Englandsmeistarar Chelsea eru að reyna að festa kaup á henni áður en félagaskiptaglugginn lokast á fimmtudagskvöld. Talið er að hún muni ekki kosta minna en eina milljón Bandaríkjadala en met var slegið á dögunum þegar Orlando Pride greiddi mexíkóska félaginu Tigres 1,5 milljón dala fyrir Lizbeth Ovalle. En án Thompson fagnaði Angel City samt sigri eins og fyrr segir, og hefur nú ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið nálgast sæti í átta liða úrslitakeppninni en er enn í 9. sæti, með 23 stig eftir 18 umferðir af 26, aðeins stigi á eftir Gotham en þessi lið mætast á sunnudaginn. Bay FC er með 17 stig í 12. sæti af fjórtán liðum deildarinnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Angel City vann grannaslaginn við Bay FC í gær, 2-1, og lék Sveindís allan leikinn. Hún var dugleg við að koma sér í færi í leiknum en greinilega ósátt við sjálfa sig eftir að hafa ekki náð að nýta þau. Sveindís var óhemju nálægt því að skora eftir hálftíma leik þegar hún nýtti hraðann sinn til að komast inn í sendingu aftur á markvörð Bay FC, en hún pikkaði boltanum rétt framhjá markinu. Hún átti svo þrjú önnur mjög hættuleg skot í leiknum en inn vildi boltinn ekki og virtist íslenska landsliðskonan afar vonsvikin eftir skot í hliðarnetið úr góðu færi á 70. mínútu, og sparkaði þá meðal annars í auglýsingaskilti. Riley Tiernan hafði komið Angel City yfir á 12. mínútu eftir magnaðan sprett en Rachel Hill jafnað metin. Það var svo á 77. mínútu sem hin brasilíska Maiara Niehues skoraði sigurmarkið með skalla eins og sjá má hér að neðan og þá tók Sveindís gleði sína á ný. Þetta var sætur sigur fyrir Angel City sem þurfti að spila án bandaríska landsliðsframherjans Alyssu Thompson. Thompson, sem skorað hefur sex mörk á leiktíðinni, var utan hóps í gærkvöld vegna þess að Englandsmeistarar Chelsea eru að reyna að festa kaup á henni áður en félagaskiptaglugginn lokast á fimmtudagskvöld. Talið er að hún muni ekki kosta minna en eina milljón Bandaríkjadala en met var slegið á dögunum þegar Orlando Pride greiddi mexíkóska félaginu Tigres 1,5 milljón dala fyrir Lizbeth Ovalle. En án Thompson fagnaði Angel City samt sigri eins og fyrr segir, og hefur nú ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið nálgast sæti í átta liða úrslitakeppninni en er enn í 9. sæti, með 23 stig eftir 18 umferðir af 26, aðeins stigi á eftir Gotham en þessi lið mætast á sunnudaginn. Bay FC er með 17 stig í 12. sæti af fjórtán liðum deildarinnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira