Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 08:02 Sveindís Jane Jónsdóttir tók gleði sína á ný þegar hún fagnaði með hinni brasilísku Maiara Niehues sem skoraði sigurmark Angel City. Skjáskot/CBS Sports Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Angel City eru byrjaðar að rétta úr kútnum eftir þrautagöngu og hafa nú unnið tvo leiki í röð í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þær virðast hins vegar vera að missa einn sinn besta leikmann. Angel City vann grannaslaginn við Bay FC í gær, 2-1, og lék Sveindís allan leikinn. Hún var dugleg við að koma sér í færi í leiknum en greinilega ósátt við sjálfa sig eftir að hafa ekki náð að nýta þau. Sveindís var óhemju nálægt því að skora eftir hálftíma leik þegar hún nýtti hraðann sinn til að komast inn í sendingu aftur á markvörð Bay FC, en hún pikkaði boltanum rétt framhjá markinu. Hún átti svo þrjú önnur mjög hættuleg skot í leiknum en inn vildi boltinn ekki og virtist íslenska landsliðskonan afar vonsvikin eftir skot í hliðarnetið úr góðu færi á 70. mínútu, og sparkaði þá meðal annars í auglýsingaskilti. Riley Tiernan hafði komið Angel City yfir á 12. mínútu eftir magnaðan sprett en Rachel Hill jafnað metin. Það var svo á 77. mínútu sem hin brasilíska Maiara Niehues skoraði sigurmarkið með skalla eins og sjá má hér að neðan og þá tók Sveindís gleði sína á ný. Þetta var sætur sigur fyrir Angel City sem þurfti að spila án bandaríska landsliðsframherjans Alyssu Thompson. Thompson, sem skorað hefur sex mörk á leiktíðinni, var utan hóps í gærkvöld vegna þess að Englandsmeistarar Chelsea eru að reyna að festa kaup á henni áður en félagaskiptaglugginn lokast á fimmtudagskvöld. Talið er að hún muni ekki kosta minna en eina milljón Bandaríkjadala en met var slegið á dögunum þegar Orlando Pride greiddi mexíkóska félaginu Tigres 1,5 milljón dala fyrir Lizbeth Ovalle. En án Thompson fagnaði Angel City samt sigri eins og fyrr segir, og hefur nú ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið nálgast sæti í átta liða úrslitakeppninni en er enn í 9. sæti, með 23 stig eftir 18 umferðir af 26, aðeins stigi á eftir Gotham en þessi lið mætast á sunnudaginn. Bay FC er með 17 stig í 12. sæti af fjórtán liðum deildarinnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Sjá meira
Angel City vann grannaslaginn við Bay FC í gær, 2-1, og lék Sveindís allan leikinn. Hún var dugleg við að koma sér í færi í leiknum en greinilega ósátt við sjálfa sig eftir að hafa ekki náð að nýta þau. Sveindís var óhemju nálægt því að skora eftir hálftíma leik þegar hún nýtti hraðann sinn til að komast inn í sendingu aftur á markvörð Bay FC, en hún pikkaði boltanum rétt framhjá markinu. Hún átti svo þrjú önnur mjög hættuleg skot í leiknum en inn vildi boltinn ekki og virtist íslenska landsliðskonan afar vonsvikin eftir skot í hliðarnetið úr góðu færi á 70. mínútu, og sparkaði þá meðal annars í auglýsingaskilti. Riley Tiernan hafði komið Angel City yfir á 12. mínútu eftir magnaðan sprett en Rachel Hill jafnað metin. Það var svo á 77. mínútu sem hin brasilíska Maiara Niehues skoraði sigurmarkið með skalla eins og sjá má hér að neðan og þá tók Sveindís gleði sína á ný. Þetta var sætur sigur fyrir Angel City sem þurfti að spila án bandaríska landsliðsframherjans Alyssu Thompson. Thompson, sem skorað hefur sex mörk á leiktíðinni, var utan hóps í gærkvöld vegna þess að Englandsmeistarar Chelsea eru að reyna að festa kaup á henni áður en félagaskiptaglugginn lokast á fimmtudagskvöld. Talið er að hún muni ekki kosta minna en eina milljón Bandaríkjadala en met var slegið á dögunum þegar Orlando Pride greiddi mexíkóska félaginu Tigres 1,5 milljón dala fyrir Lizbeth Ovalle. En án Thompson fagnaði Angel City samt sigri eins og fyrr segir, og hefur nú ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið nálgast sæti í átta liða úrslitakeppninni en er enn í 9. sæti, með 23 stig eftir 18 umferðir af 26, aðeins stigi á eftir Gotham en þessi lið mætast á sunnudaginn. Bay FC er með 17 stig í 12. sæti af fjórtán liðum deildarinnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Sjá meira