Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 17:14 Íslendingar þekkja Júlíönu Sara sem annan helming gríntvíeykisins Þær tvær sem voru bæði með samnefnda sketsaþætti og grínþættina Venjulegt fólk. Hi Beauty Júlíana Sara Gunnarsdóttir, leikkona og grínisti, mun taka við af Ásu Ninnu Pétursdóttur sem umsjónarmaður Bakarísins á Bylgjunni og stýra þáttunum ásamt Svavari Erni Svavarssyni. Ása Ninna Pétursdóttir hefur unnið við dagskrárgerð á Bylgjunni síðustu þrjú ár og stjórnað Bakaríinu á laugardagsmorgnum en tilkynnti í lok júlí að hún myndi kveðja útvarpsstöðina í sumarlok. Mikil eftirvænting ríkti því yfir því hver myndi taka við af Ásu og var það gert undir lok síðasta þáttar Bakarísins á laugardag. „Við ætlum að kynna inn arftaka stólsins og mæksins, ekki af verri gerðinni og þá ætla ég að fá lag undir,“ sagði Ása Ninna og valdi lagið „Tilbrigði við fegurð“ til að spilast undir. „Við ætlum að kynna til leiks: hún er ljóshærð, hún er falleg, hún er fyndin,“ sagði Ása svo áður en Svavar bætti við: „Júlíana Sara,“ við mikil fagnaðarlæti í stúdíóinu. Ása og Júlíana féllust í kjölfarið í faðma áður en Ása færði sig í viðmælandastólinn og Júlíana settist í umsjónarmannssætið. „Hvernig er tilfinningin að vera komin í annan stól?“ spurði Svavar síðan. „Hún er bara góð,“ svaraði Ása og bætti við: „Núna get ég farið að segja svona alls konar óviðeigandi hluti, nei djók.“ Flugfreyja, grínisti og höfundur ófárra grínþátta „Við þurfum aðeins að leyfa hlustendum að kynnast þér áður en þú byrjar fyrir haustið. Hvað ertu að brasa þessa dagana?“ spurði Ása svo arftaka sinn. „Ég er búin að vera að fljúga í sumar hjá Icelandair,“ svaraði Júlíana. „Og ég er búin að vera að skrifa líka í sumar. Og var að skrifa spennu-drama.“ „Eitthvað sem þú mátt segja frá,“ spurði Ása. „Ekki strax. En ég pásaði síðan aðeins það verkefni af því mér fannst svo mikið kómískt vera að gerast í fluginu, þannig ég byrjaði að skrifa aðeins meiri kómík. Þannig það eru margar hugmyndir sem koma þegar maður er í fluginu,“ sagði Júlíana. „Nú ert þú búin að skrifa heilu þáttaraðirnar og verið líka einn af höfundum. Þarftu ekki að bjóða þig fram sem sérstakur ráðgjafi fyrir áramótaskaupið,“ spurði Svavar nýjan kollega sinn. „Nei, mér fannst það ofboðslega gaman en ég held að það sé líka ótrúlega mikilvægt að breyta um þessa höfundahópa á hverju ári. Ég held það sé hollt að breyta til,“ sagði Júlíana. Þau ræddu síðan um grínið og flugfreyjustarfið, Helgu Bragadóttur, framhaldið í Bakaríinu og fleira skemmtilegt sem má heyra hér í spilaranum að ofan. Bakaríið Bylgjan Vistaskipti Tímamót Grín og gaman Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Ása Ninna Pétursdóttir hefur unnið við dagskrárgerð á Bylgjunni síðustu þrjú ár og stjórnað Bakaríinu á laugardagsmorgnum en tilkynnti í lok júlí að hún myndi kveðja útvarpsstöðina í sumarlok. Mikil eftirvænting ríkti því yfir því hver myndi taka við af Ásu og var það gert undir lok síðasta þáttar Bakarísins á laugardag. „Við ætlum að kynna inn arftaka stólsins og mæksins, ekki af verri gerðinni og þá ætla ég að fá lag undir,“ sagði Ása Ninna og valdi lagið „Tilbrigði við fegurð“ til að spilast undir. „Við ætlum að kynna til leiks: hún er ljóshærð, hún er falleg, hún er fyndin,“ sagði Ása svo áður en Svavar bætti við: „Júlíana Sara,“ við mikil fagnaðarlæti í stúdíóinu. Ása og Júlíana féllust í kjölfarið í faðma áður en Ása færði sig í viðmælandastólinn og Júlíana settist í umsjónarmannssætið. „Hvernig er tilfinningin að vera komin í annan stól?“ spurði Svavar síðan. „Hún er bara góð,“ svaraði Ása og bætti við: „Núna get ég farið að segja svona alls konar óviðeigandi hluti, nei djók.“ Flugfreyja, grínisti og höfundur ófárra grínþátta „Við þurfum aðeins að leyfa hlustendum að kynnast þér áður en þú byrjar fyrir haustið. Hvað ertu að brasa þessa dagana?“ spurði Ása svo arftaka sinn. „Ég er búin að vera að fljúga í sumar hjá Icelandair,“ svaraði Júlíana. „Og ég er búin að vera að skrifa líka í sumar. Og var að skrifa spennu-drama.“ „Eitthvað sem þú mátt segja frá,“ spurði Ása. „Ekki strax. En ég pásaði síðan aðeins það verkefni af því mér fannst svo mikið kómískt vera að gerast í fluginu, þannig ég byrjaði að skrifa aðeins meiri kómík. Þannig það eru margar hugmyndir sem koma þegar maður er í fluginu,“ sagði Júlíana. „Nú ert þú búin að skrifa heilu þáttaraðirnar og verið líka einn af höfundum. Þarftu ekki að bjóða þig fram sem sérstakur ráðgjafi fyrir áramótaskaupið,“ spurði Svavar nýjan kollega sinn. „Nei, mér fannst það ofboðslega gaman en ég held að það sé líka ótrúlega mikilvægt að breyta um þessa höfundahópa á hverju ári. Ég held það sé hollt að breyta til,“ sagði Júlíana. Þau ræddu síðan um grínið og flugfreyjustarfið, Helgu Bragadóttur, framhaldið í Bakaríinu og fleira skemmtilegt sem má heyra hér í spilaranum að ofan.
Bakaríið Bylgjan Vistaskipti Tímamót Grín og gaman Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira