Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson og Abdullah Arif skrifa 1. september 2025 14:31 Stefna Háskóla Íslands fyrir árin 2021-2026 ber yfirskriftina „Betri háskóli – betra samfélag“ og áherslur í starfi skólans er að hann skuli vera opinn og alþjóðlegur. Atburðir undanfarinna daga sýna að háskólinn sé alls ekki opinn og alþjóðlegur. Háskólinn hefur stillt alþjóðlegum nemendum sem hafa fengið samþykkta námsumsókn algjörlega upp við vegg. Vegna tafa, seinagangs og lélegra vinnubragða Útlendingastofnunar hafa umsóknir margra alþjóðanema ekki verið afgreiddar og þeir hafa því ekki fengið dvalarleyfi. HÍ hefur tilkynnt nemendunum að ef þeir mæti ekki fyrir 1. september verði inntaka þeirra í nám við skólann felld úr gildi. Þetta hefur leitt til þess að stór hluti alþjóðanema er í hættu á því að missa pláss sitt í skólanum og verið vísað úr landi þrátt fyrir að hafa skilað inn umsóknum sínum um dvalarleyfi á réttum tíma. Hvaða áhrif hefur þetta á erlenda nemendur sem bíða eftir svörum? Í fyrsta lagi hafa þeir ekki aðgang að námsefni, fyrirlestrum og verkefnum í þeim áföngum sem þau eru skráð í. Í öðru lagi setur þetta akademíska framtíð þeirra í alvarlega hættu. Umsóknarfrestur allflestra háskóla er löngu liðinn og ef HÍ neitar þeim um skólagöngu þá hafa þeir einfaldlega ekki möguleikann á því að stunda háskólanám þessa önn. Í þriðja lagi leiðir þetta til gífurlegs fjárhagslegs tjóns þar sem nemendurnir hafa flestir eytt fjármagni í flugmiða og íbúðaleigu. Ef námsinntaka þeirra er felld úr gildi og þeim vísað úr landi eru þau neydd til þess að eyða enn frekara fjármagni í flugmiða og hafa jafnvel ekki húsnæðisaðstöðu til þess að snúa aftur í þar sem að fyrri leigusamningum hefur verið sagt upp. Er þetta ásættanlegt fyrir Háskóla Íslands? Alþjóðanemar eru stór hluti af flóru starfsfólks og nema við háskólann. Í raun sinna alþjóðanemar mikilvægu hlutverki innan háskólans líkt og rannsóknarvinnu, kennslu, framsækni og nýsköpun. Án alþjóðanema væri lítil sem engin fjölbreytni til staðar í háskólasamfélaginu og í raun myndi háskólinn sem þekkingarsetur staðna. Alþjóðanemar hafa einnig fjárhagslegt mikilvægt hlutverk innan háskólans, sérstaklega eftir að fyrrverandi háskólamálaráðherra breytti fjármögnunarlíkani háskólans á þann hátt að það sé árangurstengt. Í þessu nýja líkani fá deildir háskólans fjárhagslega úthlutun út frá loknum einingum og brautskráningu nemenda. Útskriftir úr meistaranámi fengu þar sérstaklega aukið vægi. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á litlar deildir háskólans, til dæmis við hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Ákveðnar námsleiðir á þessum sviðum reiða á alþjóðanema þar sem þeir eru oft stór hluti af nemendum þessara námsleiða. Töf á afgreiðslu dvalarleyfa getur því haft stórfenglega slæm áhrif á ólíkar námsleiðir innan háskólans. Ef töfin leiðir til þess að alþjóðlegir nemendur fá ekki að stunda nám við háskólann þá mun það einnig leiða til vanfjármögnunar námsleiða og deilda sem reiða sig á alþjóðanema. Meðhöndlun háskólans og útlendingastofnununar á dvalarleyfisumsóknum eru því ekki háskólanum eingöngu til háborinnar skammar, heldur hefur það einnig bein neikvæð áhrif á gæði háskólans. Gildi háskólans halda því fram að jafnrétti sé leiðarljós í starfi skólans og að háskólinn stuðli að skapandi þekkingarleit, víðsýni og framsækni. Með því að fella námsinntöku margra alþjóðanema úr gildi er Háskóli Íslands að svíkja sín eigin gildi. Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, krefst þess að stjórnendur Háskóla Íslands taki ábyrgð á vegum háskólasamfélagsins og finna lausnir á þessu alvarlega vandamáli alþjóðanema. Styrmir er fulltrúi meistaranema í stjórn Röskvu og Abdullah er alþjóðafulltrúi Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stefna Háskóla Íslands fyrir árin 2021-2026 ber yfirskriftina „Betri háskóli – betra samfélag“ og áherslur í starfi skólans er að hann skuli vera opinn og alþjóðlegur. Atburðir undanfarinna daga sýna að háskólinn sé alls ekki opinn og alþjóðlegur. Háskólinn hefur stillt alþjóðlegum nemendum sem hafa fengið samþykkta námsumsókn algjörlega upp við vegg. Vegna tafa, seinagangs og lélegra vinnubragða Útlendingastofnunar hafa umsóknir margra alþjóðanema ekki verið afgreiddar og þeir hafa því ekki fengið dvalarleyfi. HÍ hefur tilkynnt nemendunum að ef þeir mæti ekki fyrir 1. september verði inntaka þeirra í nám við skólann felld úr gildi. Þetta hefur leitt til þess að stór hluti alþjóðanema er í hættu á því að missa pláss sitt í skólanum og verið vísað úr landi þrátt fyrir að hafa skilað inn umsóknum sínum um dvalarleyfi á réttum tíma. Hvaða áhrif hefur þetta á erlenda nemendur sem bíða eftir svörum? Í fyrsta lagi hafa þeir ekki aðgang að námsefni, fyrirlestrum og verkefnum í þeim áföngum sem þau eru skráð í. Í öðru lagi setur þetta akademíska framtíð þeirra í alvarlega hættu. Umsóknarfrestur allflestra háskóla er löngu liðinn og ef HÍ neitar þeim um skólagöngu þá hafa þeir einfaldlega ekki möguleikann á því að stunda háskólanám þessa önn. Í þriðja lagi leiðir þetta til gífurlegs fjárhagslegs tjóns þar sem nemendurnir hafa flestir eytt fjármagni í flugmiða og íbúðaleigu. Ef námsinntaka þeirra er felld úr gildi og þeim vísað úr landi eru þau neydd til þess að eyða enn frekara fjármagni í flugmiða og hafa jafnvel ekki húsnæðisaðstöðu til þess að snúa aftur í þar sem að fyrri leigusamningum hefur verið sagt upp. Er þetta ásættanlegt fyrir Háskóla Íslands? Alþjóðanemar eru stór hluti af flóru starfsfólks og nema við háskólann. Í raun sinna alþjóðanemar mikilvægu hlutverki innan háskólans líkt og rannsóknarvinnu, kennslu, framsækni og nýsköpun. Án alþjóðanema væri lítil sem engin fjölbreytni til staðar í háskólasamfélaginu og í raun myndi háskólinn sem þekkingarsetur staðna. Alþjóðanemar hafa einnig fjárhagslegt mikilvægt hlutverk innan háskólans, sérstaklega eftir að fyrrverandi háskólamálaráðherra breytti fjármögnunarlíkani háskólans á þann hátt að það sé árangurstengt. Í þessu nýja líkani fá deildir háskólans fjárhagslega úthlutun út frá loknum einingum og brautskráningu nemenda. Útskriftir úr meistaranámi fengu þar sérstaklega aukið vægi. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á litlar deildir háskólans, til dæmis við hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Ákveðnar námsleiðir á þessum sviðum reiða á alþjóðanema þar sem þeir eru oft stór hluti af nemendum þessara námsleiða. Töf á afgreiðslu dvalarleyfa getur því haft stórfenglega slæm áhrif á ólíkar námsleiðir innan háskólans. Ef töfin leiðir til þess að alþjóðlegir nemendur fá ekki að stunda nám við háskólann þá mun það einnig leiða til vanfjármögnunar námsleiða og deilda sem reiða sig á alþjóðanema. Meðhöndlun háskólans og útlendingastofnununar á dvalarleyfisumsóknum eru því ekki háskólanum eingöngu til háborinnar skammar, heldur hefur það einnig bein neikvæð áhrif á gæði háskólans. Gildi háskólans halda því fram að jafnrétti sé leiðarljós í starfi skólans og að háskólinn stuðli að skapandi þekkingarleit, víðsýni og framsækni. Með því að fella námsinntöku margra alþjóðanema úr gildi er Háskóli Íslands að svíkja sín eigin gildi. Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, krefst þess að stjórnendur Háskóla Íslands taki ábyrgð á vegum háskólasamfélagsins og finna lausnir á þessu alvarlega vandamáli alþjóðanema. Styrmir er fulltrúi meistaranema í stjórn Röskvu og Abdullah er alþjóðafulltrúi Röskvu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar