Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð 1. september 2025 08:45 Samgönguáætlun er lögbundin langtímaáætlun ríkisins um samgöngur og fjarskipti og er samþykkt af Alþingi. Hún skiptist í annars vegar tólf ára stefnumarkandi áætlun, þar sem sett eru fram markmið og áherslur stjórnvalda, og hins vegar fjögurra ára framkvæmdaáætlun. Markmið hennar er að tryggja að uppbygging innviða sé markviss, samræmd og fjármögnuð. Hún er þannig grundvallartæki til að tengja saman framtíðarsýn, stefnumótun og fjármögnun í innviðauppbyggingu. Það hlýtur því að teljast ámælisvert þegar ráðherra gefur í skyn að samgönguáætlun sé fyrst og fremst pólitískt plagg sem megi breyta eftir hentugleikum eða jafnvel nota sem verkfæri í kjördæmapoti. Með slíkum málflutningi er dregið í efa að verkefnum sé raðað eftir faglegri og ígrundaðri forgangsröðun og gefið til kynna að fyrri ákvarðanir Alþingis skipti ekki máli þegar nýir ráðherrar kjósa að fara aðra leið. Dæmi um þetta má sjá í umræðunni um Fjarðarheiðargöng. Þau hafa verið hluti af samgönguáætlun frá árinu 2011, voru jafnframt inni í áætluninni árið 2016 og eru nú á gildandi samgönguáætlun, sem var samþykkt samhljóða á Alþingi með stuðningi allra flokka. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar með þeim hætti hlýtur almenningur og sveitarfélög að mega vænta þess að aðgerðir fylgi í kjölfarið. Það hlýtur einnig að vekja spurningar um traust sveitarfélaga gagnvart ríkinu þegar stjórnvöld sýna slíkan sveigjanleika í afstöðu sinni. Það er ekki trúverðugt að hrósa Múlaþingi fyrir farsæla sameiningu og lýsa henni sem fyrirmynd annarra, en ætla síðan ekki að standa við þau loforð sem voru grundvallarforsenda sameiningarinnar og staðfest í samgönguáætlun. Frá árinu 2013 hafa bókanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi verið skýrar: næstu jarðgöng á Austurlandi skulu verða Fjarðarheiðargöng. Þau eru fyrsti áfangi í hringtengingu Austurlands – innviðaverkefni sem sambandið hefur kallað eftir í áratugi. Það er óásættanlegt að sveitarstjórnarráðherra, sem ber ábyrgð á samskiptum ríkis og sveitarfélaga, sýni sveitarstjórnum þá óvirðingu að hunsa samhljóða og langvarandi kröfur um forgangsröðun framkvæmda. Samgönguáætlun er ekki hugmyndaskjal sem má víkja til hliðar að hentugleikum. Hún er skuldbinding Alþingis og stjórnvalda gagnvart almenningi og sveitarfélögum landsins. Það er því lágmarkskrafa að hún sé virt og framkvæmd í samræmi við þann trúnað sem liggur til grundvallar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Brynjólfsdóttir Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Samgönguáætlun er lögbundin langtímaáætlun ríkisins um samgöngur og fjarskipti og er samþykkt af Alþingi. Hún skiptist í annars vegar tólf ára stefnumarkandi áætlun, þar sem sett eru fram markmið og áherslur stjórnvalda, og hins vegar fjögurra ára framkvæmdaáætlun. Markmið hennar er að tryggja að uppbygging innviða sé markviss, samræmd og fjármögnuð. Hún er þannig grundvallartæki til að tengja saman framtíðarsýn, stefnumótun og fjármögnun í innviðauppbyggingu. Það hlýtur því að teljast ámælisvert þegar ráðherra gefur í skyn að samgönguáætlun sé fyrst og fremst pólitískt plagg sem megi breyta eftir hentugleikum eða jafnvel nota sem verkfæri í kjördæmapoti. Með slíkum málflutningi er dregið í efa að verkefnum sé raðað eftir faglegri og ígrundaðri forgangsröðun og gefið til kynna að fyrri ákvarðanir Alþingis skipti ekki máli þegar nýir ráðherrar kjósa að fara aðra leið. Dæmi um þetta má sjá í umræðunni um Fjarðarheiðargöng. Þau hafa verið hluti af samgönguáætlun frá árinu 2011, voru jafnframt inni í áætluninni árið 2016 og eru nú á gildandi samgönguáætlun, sem var samþykkt samhljóða á Alþingi með stuðningi allra flokka. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar með þeim hætti hlýtur almenningur og sveitarfélög að mega vænta þess að aðgerðir fylgi í kjölfarið. Það hlýtur einnig að vekja spurningar um traust sveitarfélaga gagnvart ríkinu þegar stjórnvöld sýna slíkan sveigjanleika í afstöðu sinni. Það er ekki trúverðugt að hrósa Múlaþingi fyrir farsæla sameiningu og lýsa henni sem fyrirmynd annarra, en ætla síðan ekki að standa við þau loforð sem voru grundvallarforsenda sameiningarinnar og staðfest í samgönguáætlun. Frá árinu 2013 hafa bókanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi verið skýrar: næstu jarðgöng á Austurlandi skulu verða Fjarðarheiðargöng. Þau eru fyrsti áfangi í hringtengingu Austurlands – innviðaverkefni sem sambandið hefur kallað eftir í áratugi. Það er óásættanlegt að sveitarstjórnarráðherra, sem ber ábyrgð á samskiptum ríkis og sveitarfélaga, sýni sveitarstjórnum þá óvirðingu að hunsa samhljóða og langvarandi kröfur um forgangsröðun framkvæmda. Samgönguáætlun er ekki hugmyndaskjal sem má víkja til hliðar að hentugleikum. Hún er skuldbinding Alþingis og stjórnvalda gagnvart almenningi og sveitarfélögum landsins. Það er því lágmarkskrafa að hún sé virt og framkvæmd í samræmi við þann trúnað sem liggur til grundvallar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar