„Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2025 21:11 Aron Pálmarsson kvaddi handboltaferilinn í kvöld. Vísir/Anton Brink Aron Pálmarsson batt enda á langan og farsælan handboltaferil í sérstökum kveðjuleik í Kaplakrika í kvöld þar sem FH tók á móti ungverska stórliðinu Veszprém. Þetta var leikur þaar sem úrslitin skiptu nákvæmlega engu máli, en fyrir áhugasama vann Veszprém tíu marka sigur, 22-32. Stúkurnar tvær í Kaplakrika voru troðfullar á leik kvöldsins og líklega er óhætt að fullyrða að hver einasti gestur í húsinu hafi verið mættur til að kveðja goðsögnina Aron Pálmarsson, frekar en að greina leik FH og Veszprém fyrir komandi tímabil. „Þetta var frekar óraunverulegt,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi eftir leik. „Fyrst þegar var ákveðið að halda þennan leik hérna þá gerði maður sér aldrei grein fyrir því að við myndum selja upp. Svo er maður aðeins búinn að átta sig á þessu síðustu daga, hvað maður hefur skilið eftir og snert marga,“ bætti Aron við. „Þetta var bara mikið stress, spenna og gleði og pínu sorg. Bara geðveikt, sko.“ Hann þvertekur einnig fyrir það að draga skóna fram á nýjan leik í vetur, þrátt fyrir að hafa haft virkilega gaman að því að mæta til leiks í kvöld. „Maður er ekki það barnalegur,“ sagði Aron. „En þetta var samt virkilega gaman. Kannski var þetta svona gaman af því að ég vissi að þetta var síðasti leikurinn. En nei, þetta kítlaði ekki neitt.“ „Þetta var bara stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld. Leikurinn var líka skemmtilegur, og þá sérstaklega seinni hálfleikur. Það var gaman að fá alvöru leik. Það var ekkert svona grín eitthvað þó það hafi verið ein djók sókn og eitthvað þannig. Þetta var bara ógeðslega skemmtilegt og ég er þvílíkt stoltur að klára þetta svona.“ Aron lék nokkrar sóknir í treyju Veszprém.Vísir/Anton Brink Skiptir máli að skilja eitthvað jákvætt eftir sig Þá kom Aron einnig til skila skilaboðum til ungra leikmanna sem hafa litið upp til hans í gegnum tíðina og stefna á atvinnumannaferil í handbolta, en sjálfur lék Aron í rúm fimmtán ár í atvinnumennsku. „Það sem ég hef tekið eftir síðustu tvo daga er að maður er að fá mikið af skilaboðum frá fólki og félögum og annað sem eru ekkert endilega að tala mikið um gæðin í handboltanum. Þó svo að þau tali um að það segi sig sjálft, en þau tala mikið um persónuna og hvað maður skildi mikið eftir þar. Það er eiginlega það sem ég er fáránlega stoltur af,“ sagði Aron. „Mig grunaði það ekki neitt. Þó svo að maður reyni alltaf að vera kurteis og haga sér almennilega. Það finnst mér alveg magnað að sjá að kannski 90 prósent af kveðjunum snúast um það og ég er ekkert smá stoltur af því. Titlarnir og öll gleðin sem þeim fylgja, maður eiginlega pælir ekkert í því núna. Kannski þarf maður að sjá það á blaði.“ „En það er eiginlega bara þetta. Að vera góð manneskja og svo er þetta bara eins og í öllu að það þarf að leggja mikið á sig. Engar afsakanir.“ Ólympíuleikarnir standa upp úr Nú þegar ferli Arons er formlega lokið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. Óhætt er að segja að ferill Arons hafi verið farsæll og titlarnir sem hann hefur unnið eru í raun of margir til að fara að telja upp hér. Hann segir það þó ekki vera titil sem standi upp úr á ferlinum. „Það er í rauninni ekki titill, það eru Ólympíuleikarnir. Þó að þeir hafi ekki farið eins og við vildum þá var það bara að fá að upplifa það,“ sagði Aron. „Ef það eru einhverjir titlar sem standa upp úr þá er það auðvitað Meistaradeildin og allt það, en ég verð að segja titillinn sem við unnum á markatölu í Þýskalandi. Hann var eiginlega sá sætasti.“ „Svo auðvitað að koma heim og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það var allt öðruvísi að vinna titilinn með áhugamannaliði þar sem er kannski meiri ástríða og það var bara geðveikt að fá að upplifa þetta. Og að fá að upplifa þetta á svona marga vegu,“ sagði Aron að lokum. FH Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Sjá meira
Þetta var leikur þaar sem úrslitin skiptu nákvæmlega engu máli, en fyrir áhugasama vann Veszprém tíu marka sigur, 22-32. Stúkurnar tvær í Kaplakrika voru troðfullar á leik kvöldsins og líklega er óhætt að fullyrða að hver einasti gestur í húsinu hafi verið mættur til að kveðja goðsögnina Aron Pálmarsson, frekar en að greina leik FH og Veszprém fyrir komandi tímabil. „Þetta var frekar óraunverulegt,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi eftir leik. „Fyrst þegar var ákveðið að halda þennan leik hérna þá gerði maður sér aldrei grein fyrir því að við myndum selja upp. Svo er maður aðeins búinn að átta sig á þessu síðustu daga, hvað maður hefur skilið eftir og snert marga,“ bætti Aron við. „Þetta var bara mikið stress, spenna og gleði og pínu sorg. Bara geðveikt, sko.“ Hann þvertekur einnig fyrir það að draga skóna fram á nýjan leik í vetur, þrátt fyrir að hafa haft virkilega gaman að því að mæta til leiks í kvöld. „Maður er ekki það barnalegur,“ sagði Aron. „En þetta var samt virkilega gaman. Kannski var þetta svona gaman af því að ég vissi að þetta var síðasti leikurinn. En nei, þetta kítlaði ekki neitt.“ „Þetta var bara stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld. Leikurinn var líka skemmtilegur, og þá sérstaklega seinni hálfleikur. Það var gaman að fá alvöru leik. Það var ekkert svona grín eitthvað þó það hafi verið ein djók sókn og eitthvað þannig. Þetta var bara ógeðslega skemmtilegt og ég er þvílíkt stoltur að klára þetta svona.“ Aron lék nokkrar sóknir í treyju Veszprém.Vísir/Anton Brink Skiptir máli að skilja eitthvað jákvætt eftir sig Þá kom Aron einnig til skila skilaboðum til ungra leikmanna sem hafa litið upp til hans í gegnum tíðina og stefna á atvinnumannaferil í handbolta, en sjálfur lék Aron í rúm fimmtán ár í atvinnumennsku. „Það sem ég hef tekið eftir síðustu tvo daga er að maður er að fá mikið af skilaboðum frá fólki og félögum og annað sem eru ekkert endilega að tala mikið um gæðin í handboltanum. Þó svo að þau tali um að það segi sig sjálft, en þau tala mikið um persónuna og hvað maður skildi mikið eftir þar. Það er eiginlega það sem ég er fáránlega stoltur af,“ sagði Aron. „Mig grunaði það ekki neitt. Þó svo að maður reyni alltaf að vera kurteis og haga sér almennilega. Það finnst mér alveg magnað að sjá að kannski 90 prósent af kveðjunum snúast um það og ég er ekkert smá stoltur af því. Titlarnir og öll gleðin sem þeim fylgja, maður eiginlega pælir ekkert í því núna. Kannski þarf maður að sjá það á blaði.“ „En það er eiginlega bara þetta. Að vera góð manneskja og svo er þetta bara eins og í öllu að það þarf að leggja mikið á sig. Engar afsakanir.“ Ólympíuleikarnir standa upp úr Nú þegar ferli Arons er formlega lokið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. Óhætt er að segja að ferill Arons hafi verið farsæll og titlarnir sem hann hefur unnið eru í raun of margir til að fara að telja upp hér. Hann segir það þó ekki vera titil sem standi upp úr á ferlinum. „Það er í rauninni ekki titill, það eru Ólympíuleikarnir. Þó að þeir hafi ekki farið eins og við vildum þá var það bara að fá að upplifa það,“ sagði Aron. „Ef það eru einhverjir titlar sem standa upp úr þá er það auðvitað Meistaradeildin og allt það, en ég verð að segja titillinn sem við unnum á markatölu í Þýskalandi. Hann var eiginlega sá sætasti.“ „Svo auðvitað að koma heim og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það var allt öðruvísi að vinna titilinn með áhugamannaliði þar sem er kannski meiri ástríða og það var bara geðveikt að fá að upplifa þetta. Og að fá að upplifa þetta á svona marga vegu,“ sagði Aron að lokum.
FH Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Sjá meira