Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 16:24 Íslensk gagnaver eru ekki misnotuð meira en í öðrum ríkjum, samkvæmt Samtökum gagnavera á Íslandi. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Samtaka gagnavera og Samtaka iðnaðarins hafna alfarið ummælum forstöðumanns netöryggissveitar Íslands, CERT-IS, um að íslenskur gagnversiðnaður og íslensk gagnaver séu meira aðlaðandi en önnur fyrir peningaþvætti. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá samtökunum segir að allir félagsmenn Samtaka gagnvera, sem reki alhliða gagnaver, hafi sótt sér alþjóðlegar öryggisvottanir. Þá sé sterk öryggismenning forsenda þess að hægt sé að reka öfluga gagnaversstarfsemi hér á landi. „Gagnaver á Íslandi starfa í nánu samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir til að koma í veg fyrir misnotkun og taka málefni sem varða netöryggi mjög alvarlega. Samstarf við íslensk lögregluyfirvöld er mjög traust. Tilvik eða einstök atvik þar sem innviðir kunna að vera misnotaðir í glæpsamlegum tilgangi heyra til algjörra undantekninga en í slíkum tilfellum taka við skýrir verkferlar og viðbrögð í samstarfi við yfirvöld,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að samtökin hafi fengið staðfest frá lögregluyfirvöldum að það tilfelli sem hafi verið til umræðu í gær tengist ekki námugreftri rafmynta í búnaði í íslensku gagnaveri. Þess í stað tengist það alþjóðlegri glæpastarfsemi sem hafi meðal annars verið hýst á netþjóni leigðum frá íslensku hýsingarfyrirtæki. Forsvarsmenn þess hafi verið grandalausir um að eitthvað saknæmt væri að eiga sér stað. Að öðru leyti tengist málið Íslandi ekki neitt. Meðal annars er verið að vísa til viðtals við Guðmund Arnar Sigmundsson, frá CERT-IS, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Svo virðist sem forstöðumaður CERT-IS hafi stigið inn í umræðuna byggt á misskilningi um málsatvik, eðli þeirrar starfsemi sem rannsóknin beindist að og tengsl hennar við íslensk fyrirtæki og íslenska innviði. Samtökin telja ummæli forstöðumanns CERT-IS um málið í heild sinni óábyrg og byggð á röngum forsendum, meðal annars um raforkuverð á Íslandi og meint auðvelt aðgengi að íslenskum gagnaverum, sem eru í engu samræmi við raunveruleikann hér á landi. Það er mikill ábyrgðarhluti að fram komi fullyrðingar frá íslensku stjórnvaldi, sem gegnir hlutverki viðbragðsteymis við ógnum, atvikum og áhættu á sviði net- og upplýsingaöryggis, að Ísland sé útsettara og því fýsilegri kostur en önnur lönd fyrir glæpastarfsemi, sérstaklega í ljósi þess að því fer víðs fjarri.“ Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir Birni Brynjólfssyni, formanni Samtaka gagnavera, að iðnaðurinn hér á landi hafi ríka hagsmuni af því að tryggja að Ísland sé ábyrgur hýsingarstaður. „Íslensk gagnaver innan vébanda Samtaka gagnavera búa við ríka öryggismenningu og starfa á alþjóðlegum markaði. Íslenskur gagnaversiðnaður byggir á traustum alþjóðlegum og viðurkenndum öryggis- og gæðastöðlum þar sem daglega er unnið að því að tryggja örugga og ábyrga hýsingu gagna. Viðskiptavinir þurfa að fara í gegnum sérstakt áreiðanleikamat og fylgja skýrum notendareglum sem eiga að koma í veg fyrir alla ólöglega starfsemi. Óskiljanlegt er að gefið hafi verið til kynna að gagnaversiðnaðar í landinu sé með einhverjum hætti fýsilegur kostur fyrir glæpastarfsemi. Við höfnum slíkum fullyrðingum algjörlega. Þar að auki standast fullyrðingar um ódýra orku til handa gagnaverum á Íslandi enga skoðun.“ Gagnaver Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þá sé sterk öryggismenning forsenda þess að hægt sé að reka öfluga gagnaversstarfsemi hér á landi. „Gagnaver á Íslandi starfa í nánu samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir til að koma í veg fyrir misnotkun og taka málefni sem varða netöryggi mjög alvarlega. Samstarf við íslensk lögregluyfirvöld er mjög traust. Tilvik eða einstök atvik þar sem innviðir kunna að vera misnotaðir í glæpsamlegum tilgangi heyra til algjörra undantekninga en í slíkum tilfellum taka við skýrir verkferlar og viðbrögð í samstarfi við yfirvöld,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að samtökin hafi fengið staðfest frá lögregluyfirvöldum að það tilfelli sem hafi verið til umræðu í gær tengist ekki námugreftri rafmynta í búnaði í íslensku gagnaveri. Þess í stað tengist það alþjóðlegri glæpastarfsemi sem hafi meðal annars verið hýst á netþjóni leigðum frá íslensku hýsingarfyrirtæki. Forsvarsmenn þess hafi verið grandalausir um að eitthvað saknæmt væri að eiga sér stað. Að öðru leyti tengist málið Íslandi ekki neitt. Meðal annars er verið að vísa til viðtals við Guðmund Arnar Sigmundsson, frá CERT-IS, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Svo virðist sem forstöðumaður CERT-IS hafi stigið inn í umræðuna byggt á misskilningi um málsatvik, eðli þeirrar starfsemi sem rannsóknin beindist að og tengsl hennar við íslensk fyrirtæki og íslenska innviði. Samtökin telja ummæli forstöðumanns CERT-IS um málið í heild sinni óábyrg og byggð á röngum forsendum, meðal annars um raforkuverð á Íslandi og meint auðvelt aðgengi að íslenskum gagnaverum, sem eru í engu samræmi við raunveruleikann hér á landi. Það er mikill ábyrgðarhluti að fram komi fullyrðingar frá íslensku stjórnvaldi, sem gegnir hlutverki viðbragðsteymis við ógnum, atvikum og áhættu á sviði net- og upplýsingaöryggis, að Ísland sé útsettara og því fýsilegri kostur en önnur lönd fyrir glæpastarfsemi, sérstaklega í ljósi þess að því fer víðs fjarri.“ Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir Birni Brynjólfssyni, formanni Samtaka gagnavera, að iðnaðurinn hér á landi hafi ríka hagsmuni af því að tryggja að Ísland sé ábyrgur hýsingarstaður. „Íslensk gagnaver innan vébanda Samtaka gagnavera búa við ríka öryggismenningu og starfa á alþjóðlegum markaði. Íslenskur gagnaversiðnaður byggir á traustum alþjóðlegum og viðurkenndum öryggis- og gæðastöðlum þar sem daglega er unnið að því að tryggja örugga og ábyrga hýsingu gagna. Viðskiptavinir þurfa að fara í gegnum sérstakt áreiðanleikamat og fylgja skýrum notendareglum sem eiga að koma í veg fyrir alla ólöglega starfsemi. Óskiljanlegt er að gefið hafi verið til kynna að gagnaversiðnaðar í landinu sé með einhverjum hætti fýsilegur kostur fyrir glæpastarfsemi. Við höfnum slíkum fullyrðingum algjörlega. Þar að auki standast fullyrðingar um ódýra orku til handa gagnaverum á Íslandi enga skoðun.“
Gagnaver Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira