Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 29. ágúst 2025 13:01 Áætlað er að einn af hverjum tíu þjáist af félagsfælni sem samsvarar ríflega 40.000 manns hérlendis. Vandinn einkennist af endalausum áhyggjum af áliti annarra og hamlandi kvíða í félagslegu samhengi, til dæmis þegar halda þarf fyrirlestur, leika á tónleikum eða taka til máls. Sumir hræðast aðeins afmarkaðar aðstæður eins og að halda fyrirlestra en mun fleiri hræðast hinar og þessar aðstæður, formlegar sem óformlegar. Það eitt að þurfa að mæta í fjölskylduboð getur orðið kvöl og pína. Eins og gefur að skilja hefur félagsfælni, sem oftast hefst á unglingsárum, gríðarleg áhrif á lífshlaup fólks, fái það ekki viðeigandi aðstoð. Hún getur gert það að verkum að flosnar upp úr skóla, einangrar sig, nær minni framgöngu í vinnu og á erfitt með að finna sér lífsförunaut. Fólk missir af tækifærum og þróar oft með sér þunglyndi og stundum misnotkun á vímugjöfum. Það sem er hvað mest eyðileggjandi við félagsfælnina, er að fá ekki notið sín meðal annarra, meðan maður virðist manns gaman hjá flestum öðrum. Leynda kvíðaröskunin Félagsfælni hefur verið nefnd leynda kvíðaröskunin því fólk ber vandann sjaldnast með sér (þótt því finnist sjálfu að félagskvíðinn standi skrifaður á ennið á því). Þetta er heldur ekki, eins og gefur að skilja, hávær hópur sem vekur athygli á málefnum sínum. Fólk þjáist í hljóði, skammast sín og telur vandann jafnvel hluta af persónuleika sínum. Raunin er hins vegar sú að félagsfælni er kvíðaröskun sem vel má ná tökum á með réttri meðferð. Hugræn atferlismeðferð ber sérlega góðan árangur og má áætla að 80% fólks nái árangri á um það bil tíu meðferðartímum hjá sálfræðingi. Flest höfum við þó einhvern félagskvíða enda stuðlar hóflegur félagskvíði að því að við vöndum okkur í samskiptum og vörumst að særa aðra. Það breytir öllu að fá rétta meðferð við félagsfælni og dregur oft verulega úr þunglyndi sem tilkomið er vegna fælninnar. Áhyggjur af vaxandi félagskvíða Meðferð við félagsfælni snýr að því að rjúfa vítahring fælninnar, meðal annars þjálfa fólk í því að beina athyglinni frá sér svo það verði minna upptekið af eigin frammistöðu. Eins að draga úr forðun og láta á það reyna hvað gerist ef maður bregst öðruvísi við öðrum. Hins vegar hafa samfélagslegar breytingar undanfarinna ára (auk áhrifa Covid-19) gert það að verkum að mun auðveldara er orðið að komast hjá samneyti við aðra. Afla má upplýsinga á netinu í stað þess að slá á þráðinn, senda má rafrænar afmæliskveðjur, dvelja langtímum saman í sýndarveruleika og spjalla við gervigreindina um ýmis málefni. Með gervigreindinni má búa sér til hinn „fullkomna“ vin eða maka, sem stendur og situr eins og maður vill. Vissulega hefur þessi þróun sína kosti og hentar sumum vel. Hins vegar er hætt við því að hún ýti undir félagsfælni og dragi smám saman úr færni okkar til samskipta í raunheimum. Einsemd og þunglyndi fara vaxandi á heimsvísu og er það því varhugaverð þróun að fólk sem á þarf að halda hafi sífellt skertari aðgengi að mannlegri nærveru og nánd. Svo ekki sé minnst á takmarkað aðgengi fólks að öflugri sálfræðimeðferð sökum fjárhags, þar sem hægt væri að snúa þessari þróun við. Ómeðhöndluð félagsfælni er gríðarlega kostnaðarsamur vandi á öllum sviðum, fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Fólk öðlast nýtt líf sem nær tökum á vandanum og hæfileikar þess fá betur notið sín, svo allir njóti góðs af. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Áætlað er að einn af hverjum tíu þjáist af félagsfælni sem samsvarar ríflega 40.000 manns hérlendis. Vandinn einkennist af endalausum áhyggjum af áliti annarra og hamlandi kvíða í félagslegu samhengi, til dæmis þegar halda þarf fyrirlestur, leika á tónleikum eða taka til máls. Sumir hræðast aðeins afmarkaðar aðstæður eins og að halda fyrirlestra en mun fleiri hræðast hinar og þessar aðstæður, formlegar sem óformlegar. Það eitt að þurfa að mæta í fjölskylduboð getur orðið kvöl og pína. Eins og gefur að skilja hefur félagsfælni, sem oftast hefst á unglingsárum, gríðarleg áhrif á lífshlaup fólks, fái það ekki viðeigandi aðstoð. Hún getur gert það að verkum að flosnar upp úr skóla, einangrar sig, nær minni framgöngu í vinnu og á erfitt með að finna sér lífsförunaut. Fólk missir af tækifærum og þróar oft með sér þunglyndi og stundum misnotkun á vímugjöfum. Það sem er hvað mest eyðileggjandi við félagsfælnina, er að fá ekki notið sín meðal annarra, meðan maður virðist manns gaman hjá flestum öðrum. Leynda kvíðaröskunin Félagsfælni hefur verið nefnd leynda kvíðaröskunin því fólk ber vandann sjaldnast með sér (þótt því finnist sjálfu að félagskvíðinn standi skrifaður á ennið á því). Þetta er heldur ekki, eins og gefur að skilja, hávær hópur sem vekur athygli á málefnum sínum. Fólk þjáist í hljóði, skammast sín og telur vandann jafnvel hluta af persónuleika sínum. Raunin er hins vegar sú að félagsfælni er kvíðaröskun sem vel má ná tökum á með réttri meðferð. Hugræn atferlismeðferð ber sérlega góðan árangur og má áætla að 80% fólks nái árangri á um það bil tíu meðferðartímum hjá sálfræðingi. Flest höfum við þó einhvern félagskvíða enda stuðlar hóflegur félagskvíði að því að við vöndum okkur í samskiptum og vörumst að særa aðra. Það breytir öllu að fá rétta meðferð við félagsfælni og dregur oft verulega úr þunglyndi sem tilkomið er vegna fælninnar. Áhyggjur af vaxandi félagskvíða Meðferð við félagsfælni snýr að því að rjúfa vítahring fælninnar, meðal annars þjálfa fólk í því að beina athyglinni frá sér svo það verði minna upptekið af eigin frammistöðu. Eins að draga úr forðun og láta á það reyna hvað gerist ef maður bregst öðruvísi við öðrum. Hins vegar hafa samfélagslegar breytingar undanfarinna ára (auk áhrifa Covid-19) gert það að verkum að mun auðveldara er orðið að komast hjá samneyti við aðra. Afla má upplýsinga á netinu í stað þess að slá á þráðinn, senda má rafrænar afmæliskveðjur, dvelja langtímum saman í sýndarveruleika og spjalla við gervigreindina um ýmis málefni. Með gervigreindinni má búa sér til hinn „fullkomna“ vin eða maka, sem stendur og situr eins og maður vill. Vissulega hefur þessi þróun sína kosti og hentar sumum vel. Hins vegar er hætt við því að hún ýti undir félagsfælni og dragi smám saman úr færni okkar til samskipta í raunheimum. Einsemd og þunglyndi fara vaxandi á heimsvísu og er það því varhugaverð þróun að fólk sem á þarf að halda hafi sífellt skertari aðgengi að mannlegri nærveru og nánd. Svo ekki sé minnst á takmarkað aðgengi fólks að öflugri sálfræðimeðferð sökum fjárhags, þar sem hægt væri að snúa þessari þróun við. Ómeðhöndluð félagsfælni er gríðarlega kostnaðarsamur vandi á öllum sviðum, fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Fólk öðlast nýtt líf sem nær tökum á vandanum og hæfileikar þess fá betur notið sín, svo allir njóti góðs af. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun