Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar 27. ágúst 2025 07:31 Hugsaðu þér ef þú vaknaðir einn morgunn og áttaðir þig á því að íþróttir væru ekki til og hefðu aldrei verið. Þig hefði bara dreymt þessa vitleysu. Enginn vill hugsa til enda það sem gerast myndi ef íþróttir væru frá okkur teknar. Hver kann ekki sögur af fólki sem átt hefur ungmennafélaginu sínu eða íþróttafélaginu allt að þakka? Þar fékk það uppörvun, styrk og veganesti út í lífið sem veitti því kjark og úthald. Á heimasíðu Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) las ég frábæra umfjöllun um börn með yfirskriftinni Allir með - Farsælt samfélag fyrir alla. Með tilvísun í ályktun frá Sameinuðu þjóðunum er lögð sú áhersla að öll börn skuli eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap. Við vitum að íþróttir móta fólk til góðs. Í sálgæslustarfi mínu hef ég marg séð hvernig reynt íþróttafólk byggir árangur sinn stig af stigi. Íþróttir kenna fólki að þrauka án þess að örvænta. Þær kenna okkur að vinna með öðrum. Grípa boltann og gefa hann áfram. Fagna velgengni og þola ósigra með reisn. Þess vegna otum við börnum okkar í átt að hverfisfélaginu og vonum að áhuginn vakni. Íþróttalífið í landinu er mál okkar allra og þegar landsliði er teflt fram á alþjóðlegu móti tekur þjóðarsálin undir þjóðsönginn svo jafnvel blika tár á hvarmi. Íþróttagreinar eru margar en íþróttin er ein. Innbyrðis erum við ólík en þjóðin er ein. Því er það ekkert einkamál hvar og hvenær við teflum fram okkar landsliðum. Þjóðin í samvinnu við ÍSÍ Þegar kvennalandslið í handbolta lék við Ísraela í aprílbyrjun var mikill samhljómur meðal okkar í þá veru að þátttakan væri siðferðilega vafasöm. Landsliðskonur fundu sína leið til að andæfa og sýna stuðning við Palestínu með því að halda fyrir merki ísraelsks innheimtufyrirtækis á treyjum sínum við hópmyndatöku. Nú, að áliðnu sumri, þegar alheimur veit að Ísraelsk stjórnvöld meina það sem þau hafa sagt allan tímann, að þau hyggist ryðja íbúum Gaza burt af landakortinu, þá leikur íslenskt landslið við Ísraela undir ærandi þögn. Hvað er tignarlegra en þriggja stiga karfa í hröðum leik? Á sama tíma er lagt upp úr því að tryggja velferð þátttakenda sem best með því að árekstrar eru ekki beinn þáttur í leiknum enda reglur um snertingar skýrari en í mörgum öðrum hópíþróttum. Það að við skulum senda landslið í körfuknattleik til að leika við Ísraelsmenn rétt á meðan þeir keppast við að útrýma Gazabúum er skelfileg siðferðisleg uppgjöf. Fyrirhugaður leikur er í raun félagspólitísk staðfesting á því að þjóðarmorð sé ásættanlegt eftir allt saman. Í þessu máli og öðrum viðlíka sem upp munu koma þarf þjóðin að taka afstöðu í samvinnu við ÍSÍ. Afstöðuleysi okkar í hádeginu á morgun er gargandi þriggja stiga þögn. Höfundur er prestur og siðfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hugsaðu þér ef þú vaknaðir einn morgunn og áttaðir þig á því að íþróttir væru ekki til og hefðu aldrei verið. Þig hefði bara dreymt þessa vitleysu. Enginn vill hugsa til enda það sem gerast myndi ef íþróttir væru frá okkur teknar. Hver kann ekki sögur af fólki sem átt hefur ungmennafélaginu sínu eða íþróttafélaginu allt að þakka? Þar fékk það uppörvun, styrk og veganesti út í lífið sem veitti því kjark og úthald. Á heimasíðu Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) las ég frábæra umfjöllun um börn með yfirskriftinni Allir með - Farsælt samfélag fyrir alla. Með tilvísun í ályktun frá Sameinuðu þjóðunum er lögð sú áhersla að öll börn skuli eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap. Við vitum að íþróttir móta fólk til góðs. Í sálgæslustarfi mínu hef ég marg séð hvernig reynt íþróttafólk byggir árangur sinn stig af stigi. Íþróttir kenna fólki að þrauka án þess að örvænta. Þær kenna okkur að vinna með öðrum. Grípa boltann og gefa hann áfram. Fagna velgengni og þola ósigra með reisn. Þess vegna otum við börnum okkar í átt að hverfisfélaginu og vonum að áhuginn vakni. Íþróttalífið í landinu er mál okkar allra og þegar landsliði er teflt fram á alþjóðlegu móti tekur þjóðarsálin undir þjóðsönginn svo jafnvel blika tár á hvarmi. Íþróttagreinar eru margar en íþróttin er ein. Innbyrðis erum við ólík en þjóðin er ein. Því er það ekkert einkamál hvar og hvenær við teflum fram okkar landsliðum. Þjóðin í samvinnu við ÍSÍ Þegar kvennalandslið í handbolta lék við Ísraela í aprílbyrjun var mikill samhljómur meðal okkar í þá veru að þátttakan væri siðferðilega vafasöm. Landsliðskonur fundu sína leið til að andæfa og sýna stuðning við Palestínu með því að halda fyrir merki ísraelsks innheimtufyrirtækis á treyjum sínum við hópmyndatöku. Nú, að áliðnu sumri, þegar alheimur veit að Ísraelsk stjórnvöld meina það sem þau hafa sagt allan tímann, að þau hyggist ryðja íbúum Gaza burt af landakortinu, þá leikur íslenskt landslið við Ísraela undir ærandi þögn. Hvað er tignarlegra en þriggja stiga karfa í hröðum leik? Á sama tíma er lagt upp úr því að tryggja velferð þátttakenda sem best með því að árekstrar eru ekki beinn þáttur í leiknum enda reglur um snertingar skýrari en í mörgum öðrum hópíþróttum. Það að við skulum senda landslið í körfuknattleik til að leika við Ísraelsmenn rétt á meðan þeir keppast við að útrýma Gazabúum er skelfileg siðferðisleg uppgjöf. Fyrirhugaður leikur er í raun félagspólitísk staðfesting á því að þjóðarmorð sé ásættanlegt eftir allt saman. Í þessu máli og öðrum viðlíka sem upp munu koma þarf þjóðin að taka afstöðu í samvinnu við ÍSÍ. Afstöðuleysi okkar í hádeginu á morgun er gargandi þriggja stiga þögn. Höfundur er prestur og siðfræðingur
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun