Fótbolti

Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Andri Sigurgeirsson er búinn að gefa sjö stoðsendingar í sænsku deildinni í sumar.
Ísak Andri Sigurgeirsson er búinn að gefa sjö stoðsendingar í sænsku deildinni í sumar. @isak_andri

Íslendingaliðið Norrköping vann góðan útisigur í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld og hann var líka langþráður.

Norrköping vann 2-1 sigur á Öster sem situr í fallsæti deildarinnar. Norrköping fór upp í tíunda sætið með þessum sigri.

Norrköping hafði fyrir leikinn leikið leiki þrjá leiki í röð án sigurs og tapað tveimur þeim síðustu. Þetta var fyrsti deildarsigur liðsins í meira en mánuð eða síðan 21. júlí.

David Moberg Karlsson skoraði bæði mörk Norrköping en það síðara, á 53. mínútu leiksins, kom eftir stoðsendingu frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni.

Ísak Andri var í byrjunarliðinu alveg eins og Arnór Ingvi Traustason. Jónatan Guðni Arnarsson sat á bekknum. Arnór var tekinn af velli á 79. mínútu og þremur mínútum síðar minnkaði Öster muninn. Nær komust þeir ekki og Norrköping tók öll þrjú stigin með sér heim. Ísak fór af velli á 88. mínútu.

Þetta er sjöunda stoðsending Ísaks á tímabilinu og tíunda markið sem hann á þátt í. Ísak er í hópi stoðsendingahæstu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×