Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar 25. ágúst 2025 14:03 Þann 6. ágúst síðastliðin var fyrirlestur Gil Epsteins prófessors stöðvaður vegna hrópa og háreisti hóps mótmælenda. Í kjölfarið hefur skapast umræða um akademískt frelsi, einkum á milli mín og Finns Dellsén, prófessors í heimspeki. Síðasta innlegg Finns var birt í skoðanagrein á Vísi þann 14. ágúst síðastliðinn. Ég hef látið það dragast úr hófi fram að svara grein Finns en í henni kynnir hann til leiks hugtakið akademíska kurteisi til að undirbyggja þá afstöðu sína að akademísk frelsi beri að skilgreina þröngt. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að aðgreiningin á milli akademísks frelsis og akademískrar kurteisi byggi á misskilningi á því hvernig prinsipp virka. Frelsi og kurteisi Eins og ég skildi málflutning Finns fram að birtingu téðrar greinar var hann að verja rétt starfsfólk Háskólans til að koma í veg fyrir opinbera fyrirlestra ef þau teldu sig hafa einhverja ástæðu til. Núna er ég ekki svo viss. Finnur vill skilgreina akademískt frelsi þröngt. Þó hann fari þar gegn stefnu flestra samtaka og stofnana sem láta sig akademískt frelsi varða þýðir það ekki þar með að hann hafi rangt fyrir sér. Kannski að slíkir aðilar séu komnir fram úr sér. Það verður að meta málflutning Finns sem slíkan en ekki út frá sjónarmiðum annarra. Þó Finnur telji þöggunartilburði mótmælenda ekki brjóta gegn akademísku frelsi í þeim þrönga skilningi sem hann leggur í hugtakið virðist hann engu að síður telja að þau hafi gert eitthvað rangt. Til að ná utan um það kynnir hann til sögunnar hugtakið „akademísk kurteisi“. Gil Epstein var, að mati Finns, sýnd akademísk ókurteisi sem sé kannski ekki gott en þó ekki eins alvarlegt og ef það var brotið gegn akademísku frelsi hans. Kurteisi í siðareglum Háskóla Íslands Það er þessi kurteisisvinkill sem fær mig til að efast um að markmið Finns hafi verið að verja starfsfólk Háskóla Íslands sem tók þátt í þögguninni. Ég hefði að minnsta kosti ekki tekið þessa línu ef megin markmið mitt væri að bera blak af þeim einfaldlega vegna þess að siðareglur skólans fjalla á nokkuð skýran hátt um kurteisi, sbr. grein nr. 2.1: „Við komum fram við aðra af kurteisi, réttsýni og virðingu ...“ Að mati Finns var Gil Epstein sýnd ókurteisi og ef það er rétt þá má færa rök fyrir því að starfsfólk Háskólans sem stöðvaði fyrirlestur hans hafi gerst brotlegt við ofangreint ákvæði siðareglna. Finnur fríar því téð starfsfólk ekki ábyrgð gagnvart siðareglunum en skilgreinir hugsanlega hvaða ákvæði þau kunna að hafa brotið gegn. Gildi og prinsipp En hvers vegna vill Finnur takmarka inntak akademísks frelsis? Ég held við getum svarað því með því að leggja út af þessum orðum Finns: „Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum.“ Finnur hefur rétt fyrir sér um að ósamrýmanleg gildi þarf oft að vega og meta. Við Finnur erum líka sammála um að akademískt frelsi sé prinsipp fremur en gildi. Raunar má segja að ágreiningur okkar snúist að nokkru leyti um hvort akademísk kurteisi falli undir akademískt frelsi eða hvort hún sé eitthvað annað og léttvægara. Ég túlka til dæmis ákvæði 3.1 í siðareglum Háskóla Íslands „Við virðum frelsi hvers annars til rannsókna og tjáningar á fræðilegri þekkingu og sannfæringu okkar“ þannig að það nái til þöggunar fyrirlesara en þetta er fyrsta ákvæðið í 3. kafla siðareglnanna en sá kafli ber einmitt yfirskriftina „Akademískt frelsi“. Ég get vissulega fallist á að framganga mótmælenda hafi einkennst af ókurteisi og falli þannig einnig undir ákvæði 2.1 en ég tel að ókurteisin hafi jafnframt brotið gegn akademísku Gils Epsteins. Finnur telur hins vegar akademíska kurteisi vera annars eðlis, vera gildi sem verði að vega og meta á móti öðrum gildum. Sumsé, prinsipp eru ófrávíkjanleg, gildi eru umsemjanleg. Núningslaus prinsipp Finnur segir það ekki berum orðum, en eina leiðin sem ég finn til að láta þessa pælingu hans ganga upp er að það þurfi að skilgreina akademískt frelsi þröngt svo það rekist ekki á við önnur prinsipp. Það er hérna sem ég lendi í vandræðum því mér finnst augljóst að prinsipp geti rekist á hvert annað og geri það reglulega í lífi prinsippfólks sem þarf þá að gera upp á milli þeirra. Ég held að aðgreining Finns á gildum og prinsippum sé einfaldlega röng: bæði gildi og prinsipp þarf stundum að vega og meta á móti öðrum slíkum. Ég held að rétta leiðin til að greina á milli gilda og prinsippa sé að líta á gildi eins og áttavita og prinsipp eins og kort. Gildi eru almennt óhlutbundnar hugmundir um rétt og rangt, gott og vont og svo framvegis. Prinsipp byggja á gildum og eru hins vegar einhverslags reglur um hvernig við hegðum okkur til samræmis við þau gildi sem við aðhyllumst. Gildi segja til um hvert við stefnum, prinsippin sýna og okkur leiðina þangað (ef þau byggja á réttum forsendum). Af því prinsipp hvíla á gildum, sem geta rekist á, er ljóst að prinsipp sem leiða af ólíkum gildum geta einnig rekist á. Þess vegna er sérkennilegt að þrengja akademískt frelsi með þeim rökum að það megi ekki rekast á önnur prinsipp. Slík þrenging byggir á misskilningi um hvað prinsipp eru og grefur undan þeirri vernd sem akademískt frelsi á að tryggja. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 6. ágúst síðastliðin var fyrirlestur Gil Epsteins prófessors stöðvaður vegna hrópa og háreisti hóps mótmælenda. Í kjölfarið hefur skapast umræða um akademískt frelsi, einkum á milli mín og Finns Dellsén, prófessors í heimspeki. Síðasta innlegg Finns var birt í skoðanagrein á Vísi þann 14. ágúst síðastliðinn. Ég hef látið það dragast úr hófi fram að svara grein Finns en í henni kynnir hann til leiks hugtakið akademíska kurteisi til að undirbyggja þá afstöðu sína að akademísk frelsi beri að skilgreina þröngt. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að aðgreiningin á milli akademísks frelsis og akademískrar kurteisi byggi á misskilningi á því hvernig prinsipp virka. Frelsi og kurteisi Eins og ég skildi málflutning Finns fram að birtingu téðrar greinar var hann að verja rétt starfsfólk Háskólans til að koma í veg fyrir opinbera fyrirlestra ef þau teldu sig hafa einhverja ástæðu til. Núna er ég ekki svo viss. Finnur vill skilgreina akademískt frelsi þröngt. Þó hann fari þar gegn stefnu flestra samtaka og stofnana sem láta sig akademískt frelsi varða þýðir það ekki þar með að hann hafi rangt fyrir sér. Kannski að slíkir aðilar séu komnir fram úr sér. Það verður að meta málflutning Finns sem slíkan en ekki út frá sjónarmiðum annarra. Þó Finnur telji þöggunartilburði mótmælenda ekki brjóta gegn akademísku frelsi í þeim þrönga skilningi sem hann leggur í hugtakið virðist hann engu að síður telja að þau hafi gert eitthvað rangt. Til að ná utan um það kynnir hann til sögunnar hugtakið „akademísk kurteisi“. Gil Epstein var, að mati Finns, sýnd akademísk ókurteisi sem sé kannski ekki gott en þó ekki eins alvarlegt og ef það var brotið gegn akademísku frelsi hans. Kurteisi í siðareglum Háskóla Íslands Það er þessi kurteisisvinkill sem fær mig til að efast um að markmið Finns hafi verið að verja starfsfólk Háskóla Íslands sem tók þátt í þögguninni. Ég hefði að minnsta kosti ekki tekið þessa línu ef megin markmið mitt væri að bera blak af þeim einfaldlega vegna þess að siðareglur skólans fjalla á nokkuð skýran hátt um kurteisi, sbr. grein nr. 2.1: „Við komum fram við aðra af kurteisi, réttsýni og virðingu ...“ Að mati Finns var Gil Epstein sýnd ókurteisi og ef það er rétt þá má færa rök fyrir því að starfsfólk Háskólans sem stöðvaði fyrirlestur hans hafi gerst brotlegt við ofangreint ákvæði siðareglna. Finnur fríar því téð starfsfólk ekki ábyrgð gagnvart siðareglunum en skilgreinir hugsanlega hvaða ákvæði þau kunna að hafa brotið gegn. Gildi og prinsipp En hvers vegna vill Finnur takmarka inntak akademísks frelsis? Ég held við getum svarað því með því að leggja út af þessum orðum Finns: „Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum.“ Finnur hefur rétt fyrir sér um að ósamrýmanleg gildi þarf oft að vega og meta. Við Finnur erum líka sammála um að akademískt frelsi sé prinsipp fremur en gildi. Raunar má segja að ágreiningur okkar snúist að nokkru leyti um hvort akademísk kurteisi falli undir akademískt frelsi eða hvort hún sé eitthvað annað og léttvægara. Ég túlka til dæmis ákvæði 3.1 í siðareglum Háskóla Íslands „Við virðum frelsi hvers annars til rannsókna og tjáningar á fræðilegri þekkingu og sannfæringu okkar“ þannig að það nái til þöggunar fyrirlesara en þetta er fyrsta ákvæðið í 3. kafla siðareglnanna en sá kafli ber einmitt yfirskriftina „Akademískt frelsi“. Ég get vissulega fallist á að framganga mótmælenda hafi einkennst af ókurteisi og falli þannig einnig undir ákvæði 2.1 en ég tel að ókurteisin hafi jafnframt brotið gegn akademísku Gils Epsteins. Finnur telur hins vegar akademíska kurteisi vera annars eðlis, vera gildi sem verði að vega og meta á móti öðrum gildum. Sumsé, prinsipp eru ófrávíkjanleg, gildi eru umsemjanleg. Núningslaus prinsipp Finnur segir það ekki berum orðum, en eina leiðin sem ég finn til að láta þessa pælingu hans ganga upp er að það þurfi að skilgreina akademískt frelsi þröngt svo það rekist ekki á við önnur prinsipp. Það er hérna sem ég lendi í vandræðum því mér finnst augljóst að prinsipp geti rekist á hvert annað og geri það reglulega í lífi prinsippfólks sem þarf þá að gera upp á milli þeirra. Ég held að aðgreining Finns á gildum og prinsippum sé einfaldlega röng: bæði gildi og prinsipp þarf stundum að vega og meta á móti öðrum slíkum. Ég held að rétta leiðin til að greina á milli gilda og prinsippa sé að líta á gildi eins og áttavita og prinsipp eins og kort. Gildi eru almennt óhlutbundnar hugmundir um rétt og rangt, gott og vont og svo framvegis. Prinsipp byggja á gildum og eru hins vegar einhverslags reglur um hvernig við hegðum okkur til samræmis við þau gildi sem við aðhyllumst. Gildi segja til um hvert við stefnum, prinsippin sýna og okkur leiðina þangað (ef þau byggja á réttum forsendum). Af því prinsipp hvíla á gildum, sem geta rekist á, er ljóst að prinsipp sem leiða af ólíkum gildum geta einnig rekist á. Þess vegna er sérkennilegt að þrengja akademískt frelsi með þeim rökum að það megi ekki rekast á önnur prinsipp. Slík þrenging byggir á misskilningi um hvað prinsipp eru og grefur undan þeirri vernd sem akademískt frelsi á að tryggja. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar