El Mayo sagður ætla að játa sekt Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2025 10:06 Handtaka Ismael Zambada, eða El Mayo, leiddi til umfangsmikilla átaka í Mexíkó sem standa enn yfir. Getty/Luis Antonio Rojas Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada. Hann stendur frammi fyrir sautján ákærum sem tengjast fíkniefnasölu, skotvopnum og fjárþvætti en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða brotum hann ætlar að gangast við. Fíkniefnabarónninn fyrrverandi er 77 ára gamall og var handtekinn í Texas í fyrra, þegar sonur Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“ plataði hann til Bandaríkjanna. Þá hafði sonur El Chapo gert samkomulag við yfirvöld í Bandaríkjunum en síðan þá hafa blóðug átök um yfirráð Sinaloa-samtakanna staðið yfir, milli stuðningsmanna El Mayo annars vegar og tveggja annarra sona El Chapo, sem situr einnig í fangelsi í Bandaríkjunum, hins vegar. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. Átök eru talin hafa veikt stöðu samtakanna verulega. Meðlimir annarra glæpasamtaka hafa reynt að nýta sér þessa stöðu. Þau samtök bera nafnið Cártel de Jalisco Nueca Generación eða CJNG. Þau samtök eru leidd af manni sem heitir Nemesio Oseguera Cervantes og er kallaður „El Mencho“. El Chapo var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2019, í sama dómsal og El Mayo mun mæta í í dag. Á hátindi þeirra, ef svo má segja, stjórnuðu þeir mjög áhrifa- og valdamiklum samtökum. Gusmán og Zambada stýrðu þungvopnuðum einkaher og undirmenn þeirra hafa verið sakaðir um fjölmörg mannrán og morð, auk pyntinga og annarra glæpa. Mexíkó Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Hann stendur frammi fyrir sautján ákærum sem tengjast fíkniefnasölu, skotvopnum og fjárþvætti en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða brotum hann ætlar að gangast við. Fíkniefnabarónninn fyrrverandi er 77 ára gamall og var handtekinn í Texas í fyrra, þegar sonur Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“ plataði hann til Bandaríkjanna. Þá hafði sonur El Chapo gert samkomulag við yfirvöld í Bandaríkjunum en síðan þá hafa blóðug átök um yfirráð Sinaloa-samtakanna staðið yfir, milli stuðningsmanna El Mayo annars vegar og tveggja annarra sona El Chapo, sem situr einnig í fangelsi í Bandaríkjunum, hins vegar. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. Átök eru talin hafa veikt stöðu samtakanna verulega. Meðlimir annarra glæpasamtaka hafa reynt að nýta sér þessa stöðu. Þau samtök bera nafnið Cártel de Jalisco Nueca Generación eða CJNG. Þau samtök eru leidd af manni sem heitir Nemesio Oseguera Cervantes og er kallaður „El Mencho“. El Chapo var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2019, í sama dómsal og El Mayo mun mæta í í dag. Á hátindi þeirra, ef svo má segja, stjórnuðu þeir mjög áhrifa- og valdamiklum samtökum. Gusmán og Zambada stýrðu þungvopnuðum einkaher og undirmenn þeirra hafa verið sakaðir um fjölmörg mannrán og morð, auk pyntinga og annarra glæpa.
Mexíkó Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira