Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar 24. ágúst 2025 10:33 Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta. Undirritaður tók þátt í að innleiða og keyra þetta kerfi í nokkra skóla og þekkir því kerfið eins og lófann á sér. Hundruðum klukkustunda var eytt í kynningar, námskeið, eftirfylgni og stuðning en aldrei var meirihlutinn með kerfið á hreinu og svo gott sem engin eftirspurn var eftir því enda kerfi sem skaðar meira en það gefur. Menntamálaráðherra heldur því fram að foreldrar verði bara að leggja sig meira fram og þetta komi allt á endanum. Samfylkingin og Viðreisn eru um borð með ráðherra og verja kerfið með kjafti og klóm. Þetta óskiljanlega kerfi er hluti af því að kennarar eru óvissir með vinnu sína enda námsmat stór partur af námi og kennslu. Þessi óvissa eykur álag verulega í grunnskólanum á alla. Einkunnin B spannar frá 3,5 - 8,4 í tölukerfinu, skv. samræmdum könnunarprófum, og það er augljóst að hvatinn til að standa sig vel er svo gott sem enginn. Meginþorri nemenda er með sömu einkunn, skv aðalnámskrá, þrátt fyrir að þeir viti að munurinn á milli þeirra sé verulegur. Enginn fullorðin myndi láta bjóða sér þetta, en ríkisstjórninni finnst það gott að jafna alla niður á við og halda nemendum og foreldrum í myrkrinu hvað námsstöðu barna þeirra varðar. Þá geta foreldrar síður gagnrýnt stöðuna þegar upplýsingar eru klæddar í óskiljanlegan búning. Þessi tilraun er búin að standa í 10 ár og kominn tími til að upplýsa foreldra um námsstöðu barna sinna í stað þess að bjóða þeim upp á þessa þvælu sem núverandi einkunnakerfi er. Það verður að létta þessari óværu af komandi kynslóðum strax, ekki með einni stefnunni enn eða tískuhugtökum meirihlutans. Það þarf nýtt skiljanlegt, markvisst kerfi sem allir geta unnið eftir og skilar árangri. Einkunnakerfið er ekki fyrir menntamálaráðherra eða forvígismenn Samfylkingar og Viðreisnar heldur nemendur, foreldra og kennara. Menntamál eru grunnur lífsgæða allra landa og skólar góð jöfnunartæki. Tölfræðin sýnir okkur hins vegar að á Íslandi eru nemendur ekki með jöfn tækifæri eftir grunnskólann. Einn mesti ójöfnuður námsárangurs mælist á milli nemenda innan íslenskra skóla skv. OECD. Þá er hentugt að hafa einkunnakerfi þannig að ,,allir“ fái bara B. Að ójöfnuðurinn sé falinn í handónýtu einkunnakerfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa engan áhuga á menntamálum og hafa útvistað málaflokknum til ráðherra sem nennir ekki að kynna sér málin og vill láta foreldra vinna vinnuna sína, dæmigert. Setjum börn í fyrsta sæti, setjum framtíðina í fyrsta sæti og setjum menntamál í fyrsta sæti, þau snerta okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta. Undirritaður tók þátt í að innleiða og keyra þetta kerfi í nokkra skóla og þekkir því kerfið eins og lófann á sér. Hundruðum klukkustunda var eytt í kynningar, námskeið, eftirfylgni og stuðning en aldrei var meirihlutinn með kerfið á hreinu og svo gott sem engin eftirspurn var eftir því enda kerfi sem skaðar meira en það gefur. Menntamálaráðherra heldur því fram að foreldrar verði bara að leggja sig meira fram og þetta komi allt á endanum. Samfylkingin og Viðreisn eru um borð með ráðherra og verja kerfið með kjafti og klóm. Þetta óskiljanlega kerfi er hluti af því að kennarar eru óvissir með vinnu sína enda námsmat stór partur af námi og kennslu. Þessi óvissa eykur álag verulega í grunnskólanum á alla. Einkunnin B spannar frá 3,5 - 8,4 í tölukerfinu, skv. samræmdum könnunarprófum, og það er augljóst að hvatinn til að standa sig vel er svo gott sem enginn. Meginþorri nemenda er með sömu einkunn, skv aðalnámskrá, þrátt fyrir að þeir viti að munurinn á milli þeirra sé verulegur. Enginn fullorðin myndi láta bjóða sér þetta, en ríkisstjórninni finnst það gott að jafna alla niður á við og halda nemendum og foreldrum í myrkrinu hvað námsstöðu barna þeirra varðar. Þá geta foreldrar síður gagnrýnt stöðuna þegar upplýsingar eru klæddar í óskiljanlegan búning. Þessi tilraun er búin að standa í 10 ár og kominn tími til að upplýsa foreldra um námsstöðu barna sinna í stað þess að bjóða þeim upp á þessa þvælu sem núverandi einkunnakerfi er. Það verður að létta þessari óværu af komandi kynslóðum strax, ekki með einni stefnunni enn eða tískuhugtökum meirihlutans. Það þarf nýtt skiljanlegt, markvisst kerfi sem allir geta unnið eftir og skilar árangri. Einkunnakerfið er ekki fyrir menntamálaráðherra eða forvígismenn Samfylkingar og Viðreisnar heldur nemendur, foreldra og kennara. Menntamál eru grunnur lífsgæða allra landa og skólar góð jöfnunartæki. Tölfræðin sýnir okkur hins vegar að á Íslandi eru nemendur ekki með jöfn tækifæri eftir grunnskólann. Einn mesti ójöfnuður námsárangurs mælist á milli nemenda innan íslenskra skóla skv. OECD. Þá er hentugt að hafa einkunnakerfi þannig að ,,allir“ fái bara B. Að ójöfnuðurinn sé falinn í handónýtu einkunnakerfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa engan áhuga á menntamálum og hafa útvistað málaflokknum til ráðherra sem nennir ekki að kynna sér málin og vill láta foreldra vinna vinnuna sína, dæmigert. Setjum börn í fyrsta sæti, setjum framtíðina í fyrsta sæti og setjum menntamál í fyrsta sæti, þau snerta okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar