Lífið

Lil Nas X hand­tekinn og vistaður á sjúkra­húsi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Vinsælasta lag Lil Nas X var hip hop-kántrí-slagarinn Old Town Road.
Vinsælasta lag Lil Nas X var hip hop-kántrí-slagarinn Old Town Road. EPA

Bandaríski tónlistarmaðurinn Lil Nas X hefur verið handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi. Það mun hafa gerst eftir atvik þar sem hann sást ráfa lítið klæddur um götur Los Angeles-borgar.

NBC hefur eftir lögreglunni að þegar hana hafi borið að garði hafi Nas X ráðist að lögreglumönnum. Fram kemur að nú sé til rannsóknar hvort hann hafi slegið að eða kýlt lögregluþjóna sem hafi síðan ýtt honum til jarðar og handtekið hann. Fram kemur að lögregluþjónarnir sluppu ómeiddir.

Lögreglan mun hafa óskað eftir aðstoð sjúkraflutningamanna vegna ótta um að hann hefði tekið of stóran skammt fíkniefna.

TMZ hefur birt myndband af Lil Nas X sem sýnir hann fáklæddan ganga um götur Los Angeles að því er virðist í undarlegu ástandi.


Lil Nas X skaust upp á stjörnuhimininn þegar lag hans Old Town Road naut geysivinsælda. Um er að ræða eitt allra vinsælasta popplag síðustu ára.

Lagið var heilar nítján vikur á toppi bandaríska Billboard-listans, lengur en nokkuð annað lag frá því að listinn var settur á laggirnar árið 1958.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.