„Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 14:00 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Sigurjón Eftir átta leiki í röð án sigurs eru Íslandsmeistarar Breiðabliks þó í þeirri stöðu að geta með góðum úrslitum í kvöld tekið stórt skref í átt að aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson segir menn staðráðna í að gera betur en að undanförnu. Mótherji kvöldsins á Kópavogsvelli er lið Virtus frá San Marínó og liðin eigast svo við aftur ytra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hundruð milljóna króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð Crystal Palace og Fiorentina. „Menn eru bara staðráðnir í að eiga hörku kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli [í kvöld]. Ég finn þannig stemningu hjá liðinu, að henda í alvöru frammistöðu á Kópavogsvelli,“ segir Höskuldur en Blikar hafa tapað tveimur leikjum á síðustu sjö dögum á vellinum - fyrir Zrinjski Mostar síðasta fimmtudag og fyrir FH á sunnudag. Það er þróun sem Blikar freista að breyta í kvöld. „Við viljum snúa því við og stoppa í það gat sem fyrst. Það er ekki eitthvað sem maður hefur verið vanur hérna undanfarin ár eða eitthvað sem við ætlum að venjast yfirhöfuð. Það er bara tilvalið tækifæri að koma taktinum aftur í gang,“ segir Höskuldur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Höskuldur ræðir sigurleysið, Kópavogsvöllinn og leik kvöldsins „Blessunarlega er það stutt á milli verkefni að þú hefur ekki tíma til að fara of langt niður eftir töp. Ekki það að við lítum ekki á þau og lærum ekki af þeim. En það er fínt að fá tækifæri í Evrópukeppninni til að fá smá innspýtingu og jákvæðni á Kópavogsvöll, fyrir okkar stuðningsmenn og til frambúðar inn í haust,“ segir Höskuldur. Virtus er lægra skrifað en Blikar og kveðst Höskuldur ekki þekkja liðið sérlega vel. Sem geti komið sér ágætlega. „Það er oft fínt að vera ekkert að pæla of mikið í því hvernig andstæðingurinn er – fyrir utan eitthvað strategískt. Að fókusa bara á að gera það sem við getum gert upp á okkar besta. Að vera með sterka sjálfsmynd; kraftmikla og orkumikla. Í því tilfelli er gott að vita ekki of mikið um andstæðinginn heldur einblína bara á okkur sjálfa,“ segir Höskuldur en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Mótherji kvöldsins á Kópavogsvelli er lið Virtus frá San Marínó og liðin eigast svo við aftur ytra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hundruð milljóna króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð Crystal Palace og Fiorentina. „Menn eru bara staðráðnir í að eiga hörku kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli [í kvöld]. Ég finn þannig stemningu hjá liðinu, að henda í alvöru frammistöðu á Kópavogsvelli,“ segir Höskuldur en Blikar hafa tapað tveimur leikjum á síðustu sjö dögum á vellinum - fyrir Zrinjski Mostar síðasta fimmtudag og fyrir FH á sunnudag. Það er þróun sem Blikar freista að breyta í kvöld. „Við viljum snúa því við og stoppa í það gat sem fyrst. Það er ekki eitthvað sem maður hefur verið vanur hérna undanfarin ár eða eitthvað sem við ætlum að venjast yfirhöfuð. Það er bara tilvalið tækifæri að koma taktinum aftur í gang,“ segir Höskuldur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Höskuldur ræðir sigurleysið, Kópavogsvöllinn og leik kvöldsins „Blessunarlega er það stutt á milli verkefni að þú hefur ekki tíma til að fara of langt niður eftir töp. Ekki það að við lítum ekki á þau og lærum ekki af þeim. En það er fínt að fá tækifæri í Evrópukeppninni til að fá smá innspýtingu og jákvæðni á Kópavogsvöll, fyrir okkar stuðningsmenn og til frambúðar inn í haust,“ segir Höskuldur. Virtus er lægra skrifað en Blikar og kveðst Höskuldur ekki þekkja liðið sérlega vel. Sem geti komið sér ágætlega. „Það er oft fínt að vera ekkert að pæla of mikið í því hvernig andstæðingurinn er – fyrir utan eitthvað strategískt. Að fókusa bara á að gera það sem við getum gert upp á okkar besta. Að vera með sterka sjálfsmynd; kraftmikla og orkumikla. Í því tilfelli er gott að vita ekki of mikið um andstæðinginn heldur einblína bara á okkur sjálfa,“ segir Höskuldur en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
„Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti