Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2025 09:19 Konan hugðist bera klútinn í mótmælaskyni en var settur stóllinn fyrir dyrnar af dómstólum. Getty Dómstóll í Þýringalandi í Þýskalandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Buchenwald útrýmingarbúðunum sé heimilt að neita þeim inngöngu sem bera svokallaðan keffiyeh klút. Keffiyeh er hefðbundinn höfuðbúnaður karlmanna í sumum ríkjum Mið-Austurlanda en er einnig tákn stuðningsmanna Palestínu. Það var kona sem fór með málið fyrir dómstóla eftir að henni var neitað um aðgengi að safninu í vor, þar sem hún bar klútinn. Hafði hún í hyggju að sækja viðburð sem efnt var til vegna þess að 80 ár eru liðin frá því að búðirnar voru frelsaðar. Konan fór fram á að dómstólar staðfestu að hún mætti mæta á annan viðburð í þessari viku, með klútinn, en dómstóllinn tók afstöðu með safninu. Stjórnendur safnsins voru sagðir í fullum rétti við ákvarðanatökuna, ekki síst í ljósi yfirlýstra markmiða konunnar, sem vildi bera klútinn til að senda pólitísk skilaboð gegn „einhliða stuðningi safnsyfirvalda við stefnu ísraelskra stjórnvalda“. Safnið hefur sætt gagnrýni eftir að gögnum var lekið þar sem keffiyeh klúturinn var sagður nátengdur tilraunum til að útrýma Ísraelsríki. Framkvæmdastjórinn Jens-Christian Wagner sagði að um mistök væri að ræða. Klúturinn væri ekki tákn einn og sér, heldur þyrfti að horfa á samhengið. Um það bil 340 þúsund manns voru hýstir í Buchenwald, þar af létust 56 þúsund. Sumir voru teknir af lífi, á meðan aðrir létust af völdum vannæringar eða í kjölfar vinnuþrælkunar. Þýskaland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Keffiyeh er hefðbundinn höfuðbúnaður karlmanna í sumum ríkjum Mið-Austurlanda en er einnig tákn stuðningsmanna Palestínu. Það var kona sem fór með málið fyrir dómstóla eftir að henni var neitað um aðgengi að safninu í vor, þar sem hún bar klútinn. Hafði hún í hyggju að sækja viðburð sem efnt var til vegna þess að 80 ár eru liðin frá því að búðirnar voru frelsaðar. Konan fór fram á að dómstólar staðfestu að hún mætti mæta á annan viðburð í þessari viku, með klútinn, en dómstóllinn tók afstöðu með safninu. Stjórnendur safnsins voru sagðir í fullum rétti við ákvarðanatökuna, ekki síst í ljósi yfirlýstra markmiða konunnar, sem vildi bera klútinn til að senda pólitísk skilaboð gegn „einhliða stuðningi safnsyfirvalda við stefnu ísraelskra stjórnvalda“. Safnið hefur sætt gagnrýni eftir að gögnum var lekið þar sem keffiyeh klúturinn var sagður nátengdur tilraunum til að útrýma Ísraelsríki. Framkvæmdastjórinn Jens-Christian Wagner sagði að um mistök væri að ræða. Klúturinn væri ekki tákn einn og sér, heldur þyrfti að horfa á samhengið. Um það bil 340 þúsund manns voru hýstir í Buchenwald, þar af létust 56 þúsund. Sumir voru teknir af lífi, á meðan aðrir létust af völdum vannæringar eða í kjölfar vinnuþrælkunar.
Þýskaland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira