Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. ágúst 2025 10:21 Chris Pratt og Robert Kennedy yngri hittast reglulega í matarboðum Kennedy-fjölskyldunnar. Getty Bandaríski leikarinn Chris Pratt segist reglulega hitta frænda eiginkonu sinnar, heilbrigðisráðherrann Robert F. Kennedy yngri, í matarboðum. Þeir tali lítið saman um stjórnmál saman en komi vel saman og sagðist Pratt elska Kennedy. Chris Pratt, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Jurassic World-myndunum og þríleiknum um Verndara vetrarbrautarinnar, ræddi við Bill Maher, sjónvarpsmann og grínista, í hlaðvarpinu Club Random á mánudag. „Ég hef eytt þó nokkrum stundum að hanga með honum í eingöngu fjölskyldukvöldverðar-stemmingu og mér kemur mjög vel saman með honum. Mér finnst hann frábær. Hann er fyndinn, hann er dásamlegur. Ég elskahann,“ sagði Pratt í viðtalinu. Pratt giftist Katherine Schwarzenegger árið 2019. Tengdamóðir hans er því Maria Shriver, fyrrverandi eiginkona Arnold Schwarzenegger og dóttir Eunice Kennedy sem var systir bæði John F. Kennedy og Robert F. Kennedy eldri, sem tengir Pratt við RFK yngri. „Ég ætla ekki að spyrja hann spjörunum úr“ „Það er ekki eins og ég sitji með Bobby og segi: ,Hey, við skulum tala um þetta, við skulum tala um hitt',“ sagði Pratt um Kennedy. „Við erum bara að spila á spil, í varúlfi, að skemmta okkur eða borða kvöldverð saman. Ég ætla ekki að spyrja hann spjörunum úr um það hvort þessir hlutir séu sannir,“ sagði Pratt um yfirlýsingar heilbrigðismálaráðherrans um umdeild málefni á borð við bólusetningar, Covid og HIV. „Ég veit ekki hverju á að trúa,“ sagði Pratt við Maher. Þá sagðist Pratt fagna ákveðnum aðgerðum sem væri greinilegt að allir styddu, þvert á flokkslínur, svosem hluta herferðarinnar „Make America Healthy Again“ sem gengur út á að fækka ofurunnum matvælum og draga úr notkun gervisykurs í mat. „Ég myndi hata að vera svo fastur í hatri mínu á forsetanum að öll velgengni ríkisstjórnar hans sé eitthvað sem ég fengi ofnæmisviðbrögð við,“ sagði Pratt í viðtalinu. Pratt hefur notið gríðarlegrar velgengni í Hollywood á síðustu tíu árum: gert það gott sem Stjörnuhersir í Marvel-myndum, lék í þremur Jurassic World-risaeðlumyndum og talað fyrir bæði píparann Mario og köttinn Gretti í samnefndnum myndum. Á sama tíma hefur hann verið á milli tannanna á fólki vegna tengsla hans við Hillsong-kirkjuna, sem hefur verið gagnrýnd fyrir neikvæða afstöðu í garð samkynhneigðra og ásakana í garð stjórnenda um misnotkun og fjárdrátt, og meints stuðnings hans við Repúblikana en fyrir forsetakosningarnar 2024 tók hann hvorki afstöðu með Trump né Harris en birti skoðanagrein á kosningadag um að fólk ætti að einblína á það sem sameinaði það frekar en sundraði. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. 12. apríl 2025 00:01 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Chris Pratt, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Jurassic World-myndunum og þríleiknum um Verndara vetrarbrautarinnar, ræddi við Bill Maher, sjónvarpsmann og grínista, í hlaðvarpinu Club Random á mánudag. „Ég hef eytt þó nokkrum stundum að hanga með honum í eingöngu fjölskyldukvöldverðar-stemmingu og mér kemur mjög vel saman með honum. Mér finnst hann frábær. Hann er fyndinn, hann er dásamlegur. Ég elskahann,“ sagði Pratt í viðtalinu. Pratt giftist Katherine Schwarzenegger árið 2019. Tengdamóðir hans er því Maria Shriver, fyrrverandi eiginkona Arnold Schwarzenegger og dóttir Eunice Kennedy sem var systir bæði John F. Kennedy og Robert F. Kennedy eldri, sem tengir Pratt við RFK yngri. „Ég ætla ekki að spyrja hann spjörunum úr“ „Það er ekki eins og ég sitji með Bobby og segi: ,Hey, við skulum tala um þetta, við skulum tala um hitt',“ sagði Pratt um Kennedy. „Við erum bara að spila á spil, í varúlfi, að skemmta okkur eða borða kvöldverð saman. Ég ætla ekki að spyrja hann spjörunum úr um það hvort þessir hlutir séu sannir,“ sagði Pratt um yfirlýsingar heilbrigðismálaráðherrans um umdeild málefni á borð við bólusetningar, Covid og HIV. „Ég veit ekki hverju á að trúa,“ sagði Pratt við Maher. Þá sagðist Pratt fagna ákveðnum aðgerðum sem væri greinilegt að allir styddu, þvert á flokkslínur, svosem hluta herferðarinnar „Make America Healthy Again“ sem gengur út á að fækka ofurunnum matvælum og draga úr notkun gervisykurs í mat. „Ég myndi hata að vera svo fastur í hatri mínu á forsetanum að öll velgengni ríkisstjórnar hans sé eitthvað sem ég fengi ofnæmisviðbrögð við,“ sagði Pratt í viðtalinu. Pratt hefur notið gríðarlegrar velgengni í Hollywood á síðustu tíu árum: gert það gott sem Stjörnuhersir í Marvel-myndum, lék í þremur Jurassic World-risaeðlumyndum og talað fyrir bæði píparann Mario og köttinn Gretti í samnefndnum myndum. Á sama tíma hefur hann verið á milli tannanna á fólki vegna tengsla hans við Hillsong-kirkjuna, sem hefur verið gagnrýnd fyrir neikvæða afstöðu í garð samkynhneigðra og ásakana í garð stjórnenda um misnotkun og fjárdrátt, og meints stuðnings hans við Repúblikana en fyrir forsetakosningarnar 2024 tók hann hvorki afstöðu með Trump né Harris en birti skoðanagrein á kosningadag um að fólk ætti að einblína á það sem sameinaði það frekar en sundraði.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. 12. apríl 2025 00:01 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30
Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. 12. apríl 2025 00:01