WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2025 12:53 Kristinn Hrafnsson og Julian Assange ásamt Jennifer Robinson á leið í dómshús í Lundúnum árið 2011 eftir að Assange var ákærður fyrir kynferðisbrot. Vísir/EPA Á hráslagalegum vetri árið 2009 í djúpri efnahagskreppu varð Reykjavík óvæntur vettvangur einnar umtöluðustu uppljóstrunar 21. aldar. Í Skuggavaldinu, hlaðvarpi í umsjá prófessoranna Eiríks Bergmanns og Huldu Þórisdóttur, er kafað í mál WikiLeaks og Julian Assange, í fjögurra þátta syrpu, þar sem nýjar upplýsingar koma fram, meðal annars um atburðina hér á Íslandi. Eftir að WikiLeaks birti trúnaðargögn um lánveitingar Kaupþings skömmu eftir bankahrunið ákvað Félag um stafrænt frelsi undir forystu Smára McCarthy, síðar þingmanns Pírata, að bjóða Julian Assange og samstarfsmanni hans, Daniel Domscheit-Berg, til Íslands. Sjá einnig: Fulltrúar Wikileaks á Íslandi Á þessum tíma reið efnahagskreppa yfir Ísland og þjóðin sveiflaðist milli vantrúar og reiði. Assange og félagar tóku þátt í ráðstefnu 1. desember 2009, þar sem Birgitta Jónsdóttir, þáverandi þingmaður Hreyfingarinnar, var einnig meðal ræðumanna. Þar hófst samstarf sem síðar leiddi til þingsályktunartillögu um að gera Ísland að öruggu skjóli fyrir uppljóstrara og blaðamenn – svonefndu IMMI-frumkvæði. Lítið varð úr IMMI-verkefninu, en fljótlega bárust WikiLeaks umfangsmikil gögn frá óþekktum bandarískum hermanni í Írak, sem síðar varð þekktur sem Chelsea Manning (áður Bradley Manning). Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Unnið að uppljóstrun á Grettisgötunni Assange leigði lítið bárujárnshús við Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem hópur gagnafrelsissinna sat þessa dimmu vetrardaga við greiningu og undirbúning birtingar gagnanna. Íslenskir forritarar hönnuðu kerfi til að fletta upp í gögnunum og unnu þar að einni stærstu uppljóstrun aldarinnar. Meðal efnis var myndband sem síðar varð þekkt sem „Collateral Murder“ – upptaka úr árásarþyrlu bandaríska hersins í Bagdad árið 2007 þar sem fjöldi óbreyttra borgara var myrtur, þar á meðal starfsmenn Reuters. Myndbandið var unnið á Íslandi, og Kristinn Hrafnsson, fréttamaður RÚV, starfaði með WikiLeaks að málinu. RÚV varð fyrsti fjölmiðill heims til að birta fréttina með ítarlegri greiningu 5. apríl 2010. Samstarfi WikiLeaks og RÚV lauk þar. Kristinn pakkaði sagði hins vegar starfi sínu lausu til að vinna áfram með Assange og félögum – óafvitandi um þá æsilegu atburðarás sem beið hans. Fréttin um „Collateral Murder“ vakti heimsathygli og setti Assange og WikiLeaks samstundis í fremstu víglínu alþjóðlegra frétta. Í kjölfarið fylgdu fleiri stórfelldir gagnalekar: stríðsskrár Bandaríkjahers frá Afganistan og Írak, og síðar diplómataskjölin þar sem bandarískir sendimenn létu óhikað í ljós óheflað mat sitt á heimsleiðtogum. Stórveldi heimsins stóðu í fyrstu ráðþrota gagnvart þessari nýju, nafnlausu leið uppljóstrara til að koma efni á framfæri. Viljinn var því víða mikill að koma böndum á Assange og víða var lagt á ráðin um það líkt og rakið er í Skuggavaldinu. Ásakanir, fangelsun og frelsi Óvænt tækifæri gafst svo í ágúst 2010 þegar tvær konur í Svíþjóð sökuðu Julian Assange um kynferðisbrot. Í næsta þætti verður farið rækilega ofan í það mál og hvernig stjórnvöld nýttu sér það til að setja hömlur á hann og WikiLeaks. Skuggavaldið tekur málið í heild til kostanna þar sem Hulda og Eiríkur ræða fjölmargar samsæriskenningar í kringum það, og greina jafnframt hvernig stórveldi beita sér á bak við tjöldin til að ná fram vilja sínum og koma fjötrum á þá sem þau telja sér óþægilega. Fyrsti þáttur í fjögurra hluta syrpu er þegar kominn í hlaðvarpsveitur en Eiríkur og Hulda ræddu um seríuna í Bítinu í morgun: Í síðari þáttum verður meðal annars birt ítarlegt viðtal við Kristinn Hrafnsson þar sem fram koma nýjar og áhugaverðar upplýsingar, ekki síst um þá dramatísku atburðarás þegar Julian Assange var loksins látinn laus í fyrra eftir fimmtán ár í stofufangelsi. Hlusta má á fyrsta þáttinn hér að neðan: Skuggavaldið WikiLeaks Mál Julians Assange Bandaríkin Bretland Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira
Í Skuggavaldinu, hlaðvarpi í umsjá prófessoranna Eiríks Bergmanns og Huldu Þórisdóttur, er kafað í mál WikiLeaks og Julian Assange, í fjögurra þátta syrpu, þar sem nýjar upplýsingar koma fram, meðal annars um atburðina hér á Íslandi. Eftir að WikiLeaks birti trúnaðargögn um lánveitingar Kaupþings skömmu eftir bankahrunið ákvað Félag um stafrænt frelsi undir forystu Smára McCarthy, síðar þingmanns Pírata, að bjóða Julian Assange og samstarfsmanni hans, Daniel Domscheit-Berg, til Íslands. Sjá einnig: Fulltrúar Wikileaks á Íslandi Á þessum tíma reið efnahagskreppa yfir Ísland og þjóðin sveiflaðist milli vantrúar og reiði. Assange og félagar tóku þátt í ráðstefnu 1. desember 2009, þar sem Birgitta Jónsdóttir, þáverandi þingmaður Hreyfingarinnar, var einnig meðal ræðumanna. Þar hófst samstarf sem síðar leiddi til þingsályktunartillögu um að gera Ísland að öruggu skjóli fyrir uppljóstrara og blaðamenn – svonefndu IMMI-frumkvæði. Lítið varð úr IMMI-verkefninu, en fljótlega bárust WikiLeaks umfangsmikil gögn frá óþekktum bandarískum hermanni í Írak, sem síðar varð þekktur sem Chelsea Manning (áður Bradley Manning). Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Unnið að uppljóstrun á Grettisgötunni Assange leigði lítið bárujárnshús við Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem hópur gagnafrelsissinna sat þessa dimmu vetrardaga við greiningu og undirbúning birtingar gagnanna. Íslenskir forritarar hönnuðu kerfi til að fletta upp í gögnunum og unnu þar að einni stærstu uppljóstrun aldarinnar. Meðal efnis var myndband sem síðar varð þekkt sem „Collateral Murder“ – upptaka úr árásarþyrlu bandaríska hersins í Bagdad árið 2007 þar sem fjöldi óbreyttra borgara var myrtur, þar á meðal starfsmenn Reuters. Myndbandið var unnið á Íslandi, og Kristinn Hrafnsson, fréttamaður RÚV, starfaði með WikiLeaks að málinu. RÚV varð fyrsti fjölmiðill heims til að birta fréttina með ítarlegri greiningu 5. apríl 2010. Samstarfi WikiLeaks og RÚV lauk þar. Kristinn pakkaði sagði hins vegar starfi sínu lausu til að vinna áfram með Assange og félögum – óafvitandi um þá æsilegu atburðarás sem beið hans. Fréttin um „Collateral Murder“ vakti heimsathygli og setti Assange og WikiLeaks samstundis í fremstu víglínu alþjóðlegra frétta. Í kjölfarið fylgdu fleiri stórfelldir gagnalekar: stríðsskrár Bandaríkjahers frá Afganistan og Írak, og síðar diplómataskjölin þar sem bandarískir sendimenn létu óhikað í ljós óheflað mat sitt á heimsleiðtogum. Stórveldi heimsins stóðu í fyrstu ráðþrota gagnvart þessari nýju, nafnlausu leið uppljóstrara til að koma efni á framfæri. Viljinn var því víða mikill að koma böndum á Assange og víða var lagt á ráðin um það líkt og rakið er í Skuggavaldinu. Ásakanir, fangelsun og frelsi Óvænt tækifæri gafst svo í ágúst 2010 þegar tvær konur í Svíþjóð sökuðu Julian Assange um kynferðisbrot. Í næsta þætti verður farið rækilega ofan í það mál og hvernig stjórnvöld nýttu sér það til að setja hömlur á hann og WikiLeaks. Skuggavaldið tekur málið í heild til kostanna þar sem Hulda og Eiríkur ræða fjölmargar samsæriskenningar í kringum það, og greina jafnframt hvernig stórveldi beita sér á bak við tjöldin til að ná fram vilja sínum og koma fjötrum á þá sem þau telja sér óþægilega. Fyrsti þáttur í fjögurra hluta syrpu er þegar kominn í hlaðvarpsveitur en Eiríkur og Hulda ræddu um seríuna í Bítinu í morgun: Í síðari þáttum verður meðal annars birt ítarlegt viðtal við Kristinn Hrafnsson þar sem fram koma nýjar og áhugaverðar upplýsingar, ekki síst um þá dramatísku atburðarás þegar Julian Assange var loksins látinn laus í fyrra eftir fimmtán ár í stofufangelsi. Hlusta má á fyrsta þáttinn hér að neðan:
Skuggavaldið WikiLeaks Mál Julians Assange Bandaríkin Bretland Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira