Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Stefán Árni Pálsson skrifar 18. ágúst 2025 09:03 Diddú ásamt bróðir sínum Páli Óskari með pestóið fræga. Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú, virðist vera algjör snilldar kokkur og margir segja að hún búi til besta pestó og pastasósur í heimi. Þetta kom fram í spjalli hennar við Völu Matt í Íslandi í dag í síðustu viku. Diddú hefur búið á Ítalíu við söngnám og þar lærði hún ítalska matargerð sem hún heillar sína gesti með. Þessi magnaða söngkona býr í Mosfellsdalnum í mjög fallegu gömlu húsi sem hún hefur innréttað á einstakan hátt. Sjálf segir hún að það sé eins og að búa í Góða hirðinum að hafa aðsetur heima hjá sér en hún kaupir aldrei neitt nýtt á heimilið heldur er allt gamalt og klassískt heima hjá henni. Söngkonan er um þessar mundir að undirbúa afmælistónleika í Hörpu þann 7. september og þar mun hún fá með sér nokkra leynigesti sem mikil spenna hefur myndast um. Vala Matt fór og heimsótti Diddú í þetta einstaka hús og fékk uppskriftir að dásamlegum pastasósum. Fer að anda öðruvísi „Það er svo dásamlegt að vera hérna, því maður sér ekki borgina, Reykjavík. Þegar maður keyrir hingað, þá súnkar allt niður og maður fer að anda öðruvísi,“ segir Diddú og bætir við að Þorkell, eiginmaður hennar, sé fæddur og uppalinn í Mosfellsdalnum. „Við vorum bara svo heppin að þetta var til sölu þegar við vorum á námsárunum okkar í London. Það var ekkert vatn, né rafmagn hérna og í raun hálfónýtur sumarbústaður.“ En að þessu vinsæla pestói, hvernig gerir hún það?„Ég splæsi þessu bara saman í mixer. Þetta er bara mjög klassískt. Það eru furuhnetur og fullt af basil sem Keli ræktar í litla gróðurhúsinu okkar. Svo er gott hafsalt og mjög góð og hrein olía og smá hvítlaukur. Svo set ég parmaost einnig,“ segir Diddú en spjallið við Völu Matt má sjá hér að neðan. Ísland í dag Matur Heilsa Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Diddú hefur búið á Ítalíu við söngnám og þar lærði hún ítalska matargerð sem hún heillar sína gesti með. Þessi magnaða söngkona býr í Mosfellsdalnum í mjög fallegu gömlu húsi sem hún hefur innréttað á einstakan hátt. Sjálf segir hún að það sé eins og að búa í Góða hirðinum að hafa aðsetur heima hjá sér en hún kaupir aldrei neitt nýtt á heimilið heldur er allt gamalt og klassískt heima hjá henni. Söngkonan er um þessar mundir að undirbúa afmælistónleika í Hörpu þann 7. september og þar mun hún fá með sér nokkra leynigesti sem mikil spenna hefur myndast um. Vala Matt fór og heimsótti Diddú í þetta einstaka hús og fékk uppskriftir að dásamlegum pastasósum. Fer að anda öðruvísi „Það er svo dásamlegt að vera hérna, því maður sér ekki borgina, Reykjavík. Þegar maður keyrir hingað, þá súnkar allt niður og maður fer að anda öðruvísi,“ segir Diddú og bætir við að Þorkell, eiginmaður hennar, sé fæddur og uppalinn í Mosfellsdalnum. „Við vorum bara svo heppin að þetta var til sölu þegar við vorum á námsárunum okkar í London. Það var ekkert vatn, né rafmagn hérna og í raun hálfónýtur sumarbústaður.“ En að þessu vinsæla pestói, hvernig gerir hún það?„Ég splæsi þessu bara saman í mixer. Þetta er bara mjög klassískt. Það eru furuhnetur og fullt af basil sem Keli ræktar í litla gróðurhúsinu okkar. Svo er gott hafsalt og mjög góð og hrein olía og smá hvítlaukur. Svo set ég parmaost einnig,“ segir Diddú en spjallið við Völu Matt má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Matur Heilsa Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira