Veður

Norð­læg átt og víðast hvar væta

Atli Ísleifsson skrifar
Hlýtt hefur verið víða á landinu síðustu daga. Um næstu helgi taka við lægðir með hvössu og vætusömu veðri.
Hlýtt hefur verið víða á landinu síðustu daga. Um næstu helgi taka við lægðir með hvössu og vætusömu veðri. Vísir/Anton

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Líkur eru á dálítilli rigningu eða súld á norðanverðu landinu, en að styttir upp síðdegis.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði þurrt að kalla sunnanlands framan af degi, en dálítil væta þar síðdegis.

Hiti verður á bilinu níu til sextán stig og hlýjast suðvestantil.

Næstu daga stýrir víðáttumikil hæð veðrinu með hægum vindum, úrkomulítlu og mildu veðri, en á föstudag taka lægðar við valdataumunum með hvössu og vætusömu veðri.

Á morgun verður vestlæg át 3-8 m/s. Skýjað og dálíti væta á víð og dreif, en þurrt að mestu fyrir austan. Hiti 12 til 17 stig.

Spákort fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Hæg suðvestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar væta. Hiti 12 til 19 stig, hlýjast norðaustantil.

Á miðvikudag: Norðvestan 5-10 m/s með norðausturströndinni, en annars hægviðri. Yfirleitt léttskýjað, en sums staðar þokubakkar við sjávarsíðuna. Hita 12 til 18 stig.

Á fimmtudag: Hægviðri, skýjað og dálítil væta á víð og dreif, en bjart að mestu fyrir austan. Hiti 12 til 17 stig.

Á föstudag: Ákveðin suðaustanátt og rigning á sunnan- og vestanverðu landinu, en hægari og þurrt að kalla norðan- og austantil. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil rigning eða súld, en bjart að mestu norðanlands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á sunnudag: Útlit fyrir suðaustanátt. Rigning víða um land, einkum sunnantil, en léttskýjað norðaustantil. Hlýtt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×