Innlent

Evrópa verði að hætta að stóla á Banda­ríkin og ó­lög­leg bílastæðagjöld

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi endi á átökin í Úkraínu. Hingað til hafi Evrópa hallað sér um of að Bandaríkjunum. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Formaður Neytendasamtakanna segir að leiða megi líkur að því að fyrirtæki, sem rukki bílastæðagjöld fyrir þriðja aðila, hafi ekki tilskilin leyfi. Það gangi ekki að hér sé stunduð starfsemi sem sniðgangi lög.

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál og finnst ráðherrann ala á ótta. 

Það er stórslagur framundan í enska boltanum dag og fjölmargir leikir á dagskrá Bestu deildar karla sömuleiðis. Við förum yfir þetta í íþróttapakkanum. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 17. ágúst 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×