„Pabbi minn gaf okkur saman“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. september 2025 17:03 Ásgerður og Sólon eru búin að vera saman í sjö ár og eiga saman einn dreng. Ljósmynd/ Irja Gröndal „Frá fyrsta kvöldinu sem við hittumst náðum við strax ótrúlega vel saman. Mér finnst dýrmætt að hafa fundið bæði framtíðar eiginmann minn og besta vin þetta kvöld,“ segir hin nýgifta Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sólon Breka Leifsson, fyrrverandi knattspyrnumanni og eiganda Sólbón, í byrjun ágústmánaðar. Ásgerður og Sólon eru búin að vera saman í sjö ár og trúlofuðu sig á Spáni eftir aðeins níu mánaða samband. „Það hljómar kannski fljótt þegar maður lítur til baka, en á þeim tímapunkti var það fullkomlega eðlilegt fyrir okkur. Þetta meikaði bara sens. Ég veit að Sólon bað um hönd mína hjá mömmu og pabba og að fjölskyldan var ótrúlega spennt þar sem Sólon small fullkomlega inn í fjölskylduna mína,“ segir Ásgerður. Ljósmynd/ Irja Gröndal Ásgerður og Sólon giftu sig 8. ágúst síðastliðinn í návist nánustu fjölskyldu í blíðskaparveðri. Brúðkaupið fór fram í litlu bátaskýli á Kársnesinu í Kópavogi þar sem faðir Ásgerðar gaf þau saman. Hún segir að dagurinn hafi verið dásamlegur í alla staði og alveg í þeirra anda. Blaðamaður ræddi við Ásgerði Diljá um þennan ógleymanlega og fallega dag í lífi þeirra hjóna. Demantshringar og smekklegheit Fór langur tími í að undirbúa stóra daginn? Nei, alls ekki. Við ákváðum að gifta okkur hjá sýslumanni og halda litla, persónulega veislu með nánustu fjölskyldu. Við sáum að dagsetningin 08.08.25 var laus og fannst okkur hún fullkomin. Trúlofunarhringurinn minn er úr Aurum og við fórum strax í að hanna giftingarhringa fyrir okkur þaðan. Við erum bæði mjög mikið fyrir demanta og ákváðum að taka sitt hvort demants-bandið. Ferlið gekk ótrúlega vel og við erum ástfangin af hringunum. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já, við vorum mjög sammála. Ég elska að skipuleggja og undirbúa viðburði, þannig að ég var aðeins meira með puttana í þessu, en ég er líka heppin að eiga mjög smekklegan mann sem hafði góðar hugmyndir – þetta varð því gekk því eins og í sögu. Ljósmynd/ Irja Gröndal Fenguði aðstoð brúðkaupsskipuleggjanda? Nei, við sáum um þetta sjálf með hjálp fjölskyldunnar. Mamma mín og tengdamamma eru báðar miklar smekkskonur og hjálpuðu mikið. Veislan var haldin í bátaskýli við hliðina á „Litla Sauna-húsinu“ sem tengdamamma mín á, og hún hafði gert skýlið fallegt og fullkomið fyrir daginn. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var mjög notalegur og persónulegur – nákvæmlega eins og við vildum hafa hann. Við áttum daginn með nánustu fjölskyldu, og Rúrik Blær sonur okkar var með okkur allan tímann, sem gerði allt ennþá skemmtilegra. Um kvöldið fórum við síðan út að borða með bestu vinum okkar. Hver gaf ykkur saman? Pabbi minn gaf okkur saman og sagði falleg orð í athöfninni. Mér þykir það ótrúlega vænt um það og hann stóð sig frábærlega! Processed with VSCO with a6 presetLjósmynd/ Irja Gröndal Stærri veisla haldin síðar Hvaðan fenguði innblástur? Ég sótti mestan innblástur af Pinterest. Við vorum þó nokkurn veginn búin að sjá þetta fyrir okkur, og útkoman var nákvæmlega eins og við höfðum vonast eftir. Þetta var mjög mikið við. Voru einhver skemmtiatriði eða veislustjórar? Nei, við héldum þessu einföldu þar sem þetta var lítil og róleg veisla með fjölskyldunni. En við stefnum á að halda stærri veislu með vinum og ættingjum seinna og hver veit nema þá verði bæði skemmtiatriði og veislustjórar! Hvað voru margir gestir? Við vorum fimmtán, bara nánasta fjölskylda. Það var svo notalegt að sitja öll saman við eitt langborð, spjalla og njóta eftir athöfnina. Það er ekki sjálfgefið að geta átt svona gæðastund með öllum í einu rými, en það gerði daginn mjög persónulegan. Ljósmynd/ Irja Gröndal Ljósbleikur brúðarkjóll í hennar anda Hvernig gekk að velja brúðarkjólinn og varstu með fataskipti? Ég var strax búin að ákveða að vera ekki í hvítum kjól - ég vil geyma það fyrir stóru veisluna sem við ætlum að halda síðar. Ég klæddist ljósbleikum kjól sem var mjög mikið ég, og mér fannst það bæði persónulegt og skemmtilegt. Um kvöldið fórum við út að borða með bestu vinum okkar, og þá skipti ég yfir í annan kjól. Hvað stendur upp úr? Það að fá að deila þessum degi með fólkinu okkar. Við erum ótrúlega þakklát fyrir allt þetta góða fólk í kringum okkur. Var eitthvað sem kom mest á óvart? Ekki beint - nema kannski hvað þetta var afslappað og hvað við gátum notið dagsins vel. Ljósmynd/ Irja Gröndal Eruð þið með eitthvað gullið ráð fyrir komandi brúðhjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Fylgið hjartanu og gerið þetta á ykkar eigin forsendum. Ekki ofhugsa hvernig hlutirnir „eiga“ að vera. Dagurinn á að endurspegla ykkur, ekki væntingar annarra. Og munið að njóta! Ætlið þið í brúðkaupsferð? Eruði búin að ákveða hvert? Við erum ekki búin að ákveða stóru brúðkaupsferðina ennþá, en við fórum til Danmerkur í lok ágúst sem var okkar fyrsta foreldrafrí erlendis síðan við eignuðumst Rúrik Blæ. Þar sem við eigum eftir að halda veislu með vinum og fjölskyldu síðar, hugsum við að stóra brúðkaupsferðin fylgi í kjölfarið. Ástin og lífið Brúðkaup Tímamót Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Ásgerður og Sólon eru búin að vera saman í sjö ár og trúlofuðu sig á Spáni eftir aðeins níu mánaða samband. „Það hljómar kannski fljótt þegar maður lítur til baka, en á þeim tímapunkti var það fullkomlega eðlilegt fyrir okkur. Þetta meikaði bara sens. Ég veit að Sólon bað um hönd mína hjá mömmu og pabba og að fjölskyldan var ótrúlega spennt þar sem Sólon small fullkomlega inn í fjölskylduna mína,“ segir Ásgerður. Ljósmynd/ Irja Gröndal Ásgerður og Sólon giftu sig 8. ágúst síðastliðinn í návist nánustu fjölskyldu í blíðskaparveðri. Brúðkaupið fór fram í litlu bátaskýli á Kársnesinu í Kópavogi þar sem faðir Ásgerðar gaf þau saman. Hún segir að dagurinn hafi verið dásamlegur í alla staði og alveg í þeirra anda. Blaðamaður ræddi við Ásgerði Diljá um þennan ógleymanlega og fallega dag í lífi þeirra hjóna. Demantshringar og smekklegheit Fór langur tími í að undirbúa stóra daginn? Nei, alls ekki. Við ákváðum að gifta okkur hjá sýslumanni og halda litla, persónulega veislu með nánustu fjölskyldu. Við sáum að dagsetningin 08.08.25 var laus og fannst okkur hún fullkomin. Trúlofunarhringurinn minn er úr Aurum og við fórum strax í að hanna giftingarhringa fyrir okkur þaðan. Við erum bæði mjög mikið fyrir demanta og ákváðum að taka sitt hvort demants-bandið. Ferlið gekk ótrúlega vel og við erum ástfangin af hringunum. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já, við vorum mjög sammála. Ég elska að skipuleggja og undirbúa viðburði, þannig að ég var aðeins meira með puttana í þessu, en ég er líka heppin að eiga mjög smekklegan mann sem hafði góðar hugmyndir – þetta varð því gekk því eins og í sögu. Ljósmynd/ Irja Gröndal Fenguði aðstoð brúðkaupsskipuleggjanda? Nei, við sáum um þetta sjálf með hjálp fjölskyldunnar. Mamma mín og tengdamamma eru báðar miklar smekkskonur og hjálpuðu mikið. Veislan var haldin í bátaskýli við hliðina á „Litla Sauna-húsinu“ sem tengdamamma mín á, og hún hafði gert skýlið fallegt og fullkomið fyrir daginn. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var mjög notalegur og persónulegur – nákvæmlega eins og við vildum hafa hann. Við áttum daginn með nánustu fjölskyldu, og Rúrik Blær sonur okkar var með okkur allan tímann, sem gerði allt ennþá skemmtilegra. Um kvöldið fórum við síðan út að borða með bestu vinum okkar. Hver gaf ykkur saman? Pabbi minn gaf okkur saman og sagði falleg orð í athöfninni. Mér þykir það ótrúlega vænt um það og hann stóð sig frábærlega! Processed with VSCO with a6 presetLjósmynd/ Irja Gröndal Stærri veisla haldin síðar Hvaðan fenguði innblástur? Ég sótti mestan innblástur af Pinterest. Við vorum þó nokkurn veginn búin að sjá þetta fyrir okkur, og útkoman var nákvæmlega eins og við höfðum vonast eftir. Þetta var mjög mikið við. Voru einhver skemmtiatriði eða veislustjórar? Nei, við héldum þessu einföldu þar sem þetta var lítil og róleg veisla með fjölskyldunni. En við stefnum á að halda stærri veislu með vinum og ættingjum seinna og hver veit nema þá verði bæði skemmtiatriði og veislustjórar! Hvað voru margir gestir? Við vorum fimmtán, bara nánasta fjölskylda. Það var svo notalegt að sitja öll saman við eitt langborð, spjalla og njóta eftir athöfnina. Það er ekki sjálfgefið að geta átt svona gæðastund með öllum í einu rými, en það gerði daginn mjög persónulegan. Ljósmynd/ Irja Gröndal Ljósbleikur brúðarkjóll í hennar anda Hvernig gekk að velja brúðarkjólinn og varstu með fataskipti? Ég var strax búin að ákveða að vera ekki í hvítum kjól - ég vil geyma það fyrir stóru veisluna sem við ætlum að halda síðar. Ég klæddist ljósbleikum kjól sem var mjög mikið ég, og mér fannst það bæði persónulegt og skemmtilegt. Um kvöldið fórum við út að borða með bestu vinum okkar, og þá skipti ég yfir í annan kjól. Hvað stendur upp úr? Það að fá að deila þessum degi með fólkinu okkar. Við erum ótrúlega þakklát fyrir allt þetta góða fólk í kringum okkur. Var eitthvað sem kom mest á óvart? Ekki beint - nema kannski hvað þetta var afslappað og hvað við gátum notið dagsins vel. Ljósmynd/ Irja Gröndal Eruð þið með eitthvað gullið ráð fyrir komandi brúðhjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Fylgið hjartanu og gerið þetta á ykkar eigin forsendum. Ekki ofhugsa hvernig hlutirnir „eiga“ að vera. Dagurinn á að endurspegla ykkur, ekki væntingar annarra. Og munið að njóta! Ætlið þið í brúðkaupsferð? Eruði búin að ákveða hvert? Við erum ekki búin að ákveða stóru brúðkaupsferðina ennþá, en við fórum til Danmerkur í lok ágúst sem var okkar fyrsta foreldrafrí erlendis síðan við eignuðumst Rúrik Blæ. Þar sem við eigum eftir að halda veislu með vinum og fjölskyldu síðar, hugsum við að stóra brúðkaupsferðin fylgi í kjölfarið.
Ástin og lífið Brúðkaup Tímamót Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira