Íslenski boltinn

„Vona að við séum búnar að læra nægi­lega mikið og förum að vinna“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Agla er fyrirliði Blika og mjög reynslumikill leikmaður.
Agla er fyrirliði Blika og mjög reynslumikill leikmaður.

„Spennan hefur verið að magnast jafnt og þétt,“ segir Agla María Albertsdóttir fyrirliði Blika, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH sem fram fer á Laugardalsvelli í dag klukkan fjögur.

Þetta er fimmta árið í röð sem Blikar komast í úrslitaleikinn en liðið hefur tapað síðustu þremur úrslitaleikjum. FH hefur aldrei tekið þátt í leiknum.

„Spennustigið hefur mjög mikið að gera með það hvernig leikurinn fer. Ég vona að það verði í lagi hjá okkur og flestar hafa verið hérna áður. Vonandi nýtist reynslan okkur.“

Hún segir að leikmenn liðsins hafi lært mikið af tapinu á síðasta tímabili.

„Við nýttum það til dæmis inn í Íslandsmótið og ég vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×