Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 10:37 Stofnun vinnumarkaðstölfræði í Bandaríkjunum heyrir undir vinnumálaráðuneytið. Trump sakaði fyrri yfirmann hennar um að hafa hagrætt tölum um fjölgun starfa, án nokkurra sannanna. AP/J. Scott Applewhite Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“. Donald Trump Bandaríkjaforseti rak yfirmann Vinnumarkaðstölfræðistofnunar Bandaríkjanna í byrjun þessa mánaðar eftir að honum mislíkaði nýjustu tölur hennar um ný störf. Tölurnar bentu til niðursveiflu í hagkerfinu. Í staðinn tilnefndi forsetinn E.J. Antoni, aðalhagfræðing Heritage Foundation. Það er íhaldssöm hugveita sem mótaði meðal annars svonefnt „Verkefni 2025“ (e. Project 2025) um algera uppstokkun alríkisstjórnarinnar til þess að tryggja íhaldsmönnum frekari völd og áhrif. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Antoni þessi hafi verið í mannfjöldanum fyrir utan bandaríska þinghúsið þegar hópur stuðningsmanna Trump réðst þangað inn til þess að reyna að koma í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna 2020 yrðu staðfest 6. janúar árið 2021. Antoni sjáist meðal annars þar á myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum um klukkutíma eftir að múgurinn ruddi sér leið í gegnum varnargirðingar lögreglu. Hann sést ganga í burt þegar aðrir í hópnum streymdu inn í þinghúsið. Með herskip nasista í öndvegi Hvíta húsið segir að Antoni hafi aðeins verið sjónarvottur að atburðunum við þinghúsið. Hann hafi ekki gert nokkuð óviðeigandi eða ólögleg. Antonti vildi ekki sjálfur tjá sig við NBC. Um 1.500 manns voru ákærðir fyrir ýmis brot í tengslum við árásin á þinghúsið sem Trump æsti stuðningsmenn sína til með lygum um að kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör. Hann náðaði þá nær alla og mildaði dóma annarra á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Athygli hefur einnig vakið að Antoni hefur stoltur komið fram í viðtölum í ýmsum fjölmiðlum með málverk af þýska orrustuskipinu Bismarck sem nasistar notuðu meðal annars til þess að sökkva breska herskinu HMS Hood utan við strendur Íslands árið 1941. „Þetta er Bismarck, já, í allri sinni dýrð,“ sagði Antoni þegar hlaðvarpsstjórandi spurði hann út í málverkið, að sögn The Guardian. Í spilaranum hér fyrir neðan sést málverkið fyrir aftan Antoni þar sem hann er í viðtali í hlaðvarpsþætti. Frekar íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur fræðimaður Efasemdir hafa komið fram um hæfni Antoni til að gegna embættinu sem hann er tilnefndur til. AP-fréttastofan segir að hann komi frekar fram sem íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur hagfræðingur. Hann hafi meðal annars haldið því ranglega fram að efnahagslægð hafi ríkt í Bandaríkjunum frá kjörtímabili Joes Biden og haldið því fram að verðbólga væri mun meiri en hún raunverulega var. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan Antoni í embættið en þar fer Repúblikanaflokkur Trump með meirihluta. Antoni hefur gert að því skóna að stofnunin gæti hætt að birta mánaðarlegar tölur um þróun vinnumarkaðarins og birt þær í staðan ársfjórðungslegar á meðan unnið væri að því að gera þær „nákvæmari“. Trump hélt því fram án nokkurs rökstuðnings að fyrri yfirmaður stofnunarinnar hefði hagrætt tölunum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti rak yfirmann Vinnumarkaðstölfræðistofnunar Bandaríkjanna í byrjun þessa mánaðar eftir að honum mislíkaði nýjustu tölur hennar um ný störf. Tölurnar bentu til niðursveiflu í hagkerfinu. Í staðinn tilnefndi forsetinn E.J. Antoni, aðalhagfræðing Heritage Foundation. Það er íhaldssöm hugveita sem mótaði meðal annars svonefnt „Verkefni 2025“ (e. Project 2025) um algera uppstokkun alríkisstjórnarinnar til þess að tryggja íhaldsmönnum frekari völd og áhrif. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Antoni þessi hafi verið í mannfjöldanum fyrir utan bandaríska þinghúsið þegar hópur stuðningsmanna Trump réðst þangað inn til þess að reyna að koma í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna 2020 yrðu staðfest 6. janúar árið 2021. Antoni sjáist meðal annars þar á myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum um klukkutíma eftir að múgurinn ruddi sér leið í gegnum varnargirðingar lögreglu. Hann sést ganga í burt þegar aðrir í hópnum streymdu inn í þinghúsið. Með herskip nasista í öndvegi Hvíta húsið segir að Antoni hafi aðeins verið sjónarvottur að atburðunum við þinghúsið. Hann hafi ekki gert nokkuð óviðeigandi eða ólögleg. Antonti vildi ekki sjálfur tjá sig við NBC. Um 1.500 manns voru ákærðir fyrir ýmis brot í tengslum við árásin á þinghúsið sem Trump æsti stuðningsmenn sína til með lygum um að kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör. Hann náðaði þá nær alla og mildaði dóma annarra á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Athygli hefur einnig vakið að Antoni hefur stoltur komið fram í viðtölum í ýmsum fjölmiðlum með málverk af þýska orrustuskipinu Bismarck sem nasistar notuðu meðal annars til þess að sökkva breska herskinu HMS Hood utan við strendur Íslands árið 1941. „Þetta er Bismarck, já, í allri sinni dýrð,“ sagði Antoni þegar hlaðvarpsstjórandi spurði hann út í málverkið, að sögn The Guardian. Í spilaranum hér fyrir neðan sést málverkið fyrir aftan Antoni þar sem hann er í viðtali í hlaðvarpsþætti. Frekar íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur fræðimaður Efasemdir hafa komið fram um hæfni Antoni til að gegna embættinu sem hann er tilnefndur til. AP-fréttastofan segir að hann komi frekar fram sem íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur hagfræðingur. Hann hafi meðal annars haldið því ranglega fram að efnahagslægð hafi ríkt í Bandaríkjunum frá kjörtímabili Joes Biden og haldið því fram að verðbólga væri mun meiri en hún raunverulega var. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan Antoni í embættið en þar fer Repúblikanaflokkur Trump með meirihluta. Antoni hefur gert að því skóna að stofnunin gæti hætt að birta mánaðarlegar tölur um þróun vinnumarkaðarins og birt þær í staðan ársfjórðungslegar á meðan unnið væri að því að gera þær „nákvæmari“. Trump hélt því fram án nokkurs rökstuðnings að fyrri yfirmaður stofnunarinnar hefði hagrætt tölunum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira