Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 09:01 Gylfi Þór Sigurðsson tekur aukaspyrnu í fyrri leiknum en Bröndby menn gera allt til að verjast henni. Vísir/Diego Víkingar eru í mjög góðri stöðu til að skrifa í kvöld nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. 3-0 yfir eftir fyrri leikinn á móti Bröndby og mega tapa með tveimur mörkum á Bröndby leikvanginum. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei unnið Danmörku hjá A-landsliðum (í 25 tilraunum) og íslenskt félag hefur aldrei slegið danskt félag út úr Evrópukeppni. Víkingar geta breytt annarri þessari staðreynd í kvöld. Í boði er sæti í umspili Sambandsdeildarinnar. Þetta er í tíunda skiptið sem íslensk og dönsk félög mætast í Evrópukeppni og íslensk lið hafa hingað til aldrei komist áfram. Tvisvar hafa íslensku liðin fallið úr leik á útivallarmörkum og einu sinni í framlengingu. Nú síðast sló Silkeborg KA-menn út úr Sambandsdeildinni fyrr í sumar eftir framlengdan leik á Akureyri. Fyrst mætti íslenskt lið dönsku liði í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1980. Framarar töpuðu þá fyrri leiknum á móti Hvidovre 1-0 á útivelli og voru því alls ekki í slæmri stöðu. Hvidovre mætti hins vegar í Laugardalinn og vann seinni leikinn 2-0. Það liðu síðan tuttugu ár síðan íslensk og dönsk félög drógust aftur saman en það var þegar Bröndby mætti KR í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2000. Bröndby vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og markalaust jafntefli varð í seinni leiknum sem var spilaður á Laugardalsvellinum. Síðan hafa Skagamenn, Valsmenn, Keflvíkingar, Stjörnumenn og Blikar reynt fyrir sér á móti Dönum en án árangurs. Minnstu munaði hjá Skagamönnum 2006 og hjá Keflvíkingum 2007. Skagamenn unnu seinni leikinn á móti Randers en féllu út á útivallarmörkum og sömu sögu er að segja af Keflvíkingum á móti Midtjylland 2008. Keflavík vann fyrri leikinn 3-2 en tapaði 2-1 í leiknum úti í Danmörku. Bröndby er að mæta íslensku liði í fjórða sinn og hafði fyrir leikinn í Víkinni í síðustu viku aldrei tapað leik á móti íslensku liðu. Fjórir sigrar, tvö jafntefli og þrettán mörk í plús í markatölu (16-3). Fyrir níu árum slógu Bröndby menn Valsara út 10-1 samanlagt eftir 6-0 sigur í seinni leiknum. Nú er sem betur fer öldin önnur og íslensku félögin hafa brúað bilið. Víkingar náðu í þennan fyrsta sigur með glæsibrag og nú er komið að því í kvöld að henda dönsku liði út úr keppni í fyrsta sinn í sögunni. Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei unnið Danmörku hjá A-landsliðum (í 25 tilraunum) og íslenskt félag hefur aldrei slegið danskt félag út úr Evrópukeppni. Víkingar geta breytt annarri þessari staðreynd í kvöld. Í boði er sæti í umspili Sambandsdeildarinnar. Þetta er í tíunda skiptið sem íslensk og dönsk félög mætast í Evrópukeppni og íslensk lið hafa hingað til aldrei komist áfram. Tvisvar hafa íslensku liðin fallið úr leik á útivallarmörkum og einu sinni í framlengingu. Nú síðast sló Silkeborg KA-menn út úr Sambandsdeildinni fyrr í sumar eftir framlengdan leik á Akureyri. Fyrst mætti íslenskt lið dönsku liði í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1980. Framarar töpuðu þá fyrri leiknum á móti Hvidovre 1-0 á útivelli og voru því alls ekki í slæmri stöðu. Hvidovre mætti hins vegar í Laugardalinn og vann seinni leikinn 2-0. Það liðu síðan tuttugu ár síðan íslensk og dönsk félög drógust aftur saman en það var þegar Bröndby mætti KR í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2000. Bröndby vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og markalaust jafntefli varð í seinni leiknum sem var spilaður á Laugardalsvellinum. Síðan hafa Skagamenn, Valsmenn, Keflvíkingar, Stjörnumenn og Blikar reynt fyrir sér á móti Dönum en án árangurs. Minnstu munaði hjá Skagamönnum 2006 og hjá Keflvíkingum 2007. Skagamenn unnu seinni leikinn á móti Randers en féllu út á útivallarmörkum og sömu sögu er að segja af Keflvíkingum á móti Midtjylland 2008. Keflavík vann fyrri leikinn 3-2 en tapaði 2-1 í leiknum úti í Danmörku. Bröndby er að mæta íslensku liði í fjórða sinn og hafði fyrir leikinn í Víkinni í síðustu viku aldrei tapað leik á móti íslensku liðu. Fjórir sigrar, tvö jafntefli og þrettán mörk í plús í markatölu (16-3). Fyrir níu árum slógu Bröndby menn Valsara út 10-1 samanlagt eftir 6-0 sigur í seinni leiknum. Nú er sem betur fer öldin önnur og íslensku félögin hafa brúað bilið. Víkingar náðu í þennan fyrsta sigur með glæsibrag og nú er komið að því í kvöld að henda dönsku liði út úr keppni í fyrsta sinn í sögunni.
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjá meira