Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. ágúst 2025 13:16 Donnarumma yrði sá fyrsti til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald Persaflóaríkjanna. EPA/FRANCK FIFE / POOL MAXPPP OUT Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er á förum frá PSG og mögulega á leið til Manchester City. Hann yrði fyrsti leikmaðurinn til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald tveggja óvinveittra ríkja við Persaflóann. Þjálfari PSG staðfesti í gær að Donnarumma væri á förum frá félaginu og franski miðillinn L‘equipe slær því föstu að Donnarumma sé búinn að ganga frá samkomulagi við Manchester City. Donnarumma yrði sá fyrsti í rúmlega tuttugu ár til að skipta milli þessara félaga en enginn hefur gert það síðan þau voru keypt af ríkissjóðum Katar (PSG) og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (City). Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og þyrfti því að vera keyptur en mið-austurlensku ríkin eiga almennt ekki gott samband, viðskiptalega eða stjórnmálalega. Milliríkjadeilur smituðu út frá sér Milliríkjaerjurnar stóðu sem hæst frá árinu 2017 til 2021. Katar var þá beitt viðskiptaþvingunum af öðrum Persaflóaríkjum, Sameinuðu arabísku furstadæmunum þeirra á meðal. Á sama tíma myndaðist mikil togstreita milli City og PSG. Bæði lið höfðu verið í vandræðum með FFP fjármálareglurnar en PSG tókst samt að ganga frá kaupum á Neymar og Kylian Mbappé fyrir metfé sumarið 2017. City mótmælti kaupunum mikið, sérstaklega í ljósi þess að á svipuðum tíma var City dæmt út úr Evrópukeppnum UEFA fyrir að brjóta fjármálareglur (ákvörðun sem var síðan felld niður). Erjurnar áttu eftir að breiðast enn frekar út árið 2021 þegar City samþykkti að vera hluti af Ofurdeildinni umdeildu, sem PSG var harðlega á móti. Síðar sama ár gekk Lionel Messi svo til liðs við PSG og eyðilagði drauma þjálfarans Pep Guardiola um endurfundi við einn besta fótboltamann sögunnar. Vinir og óvinir UEFA PSG og City hafa líka verið með sitt hvora stefnuna í nálgun sinni við knattspyrnuyfirvöld. PSG er mikill vinur UEFA en City hefur gagnrýnt sambandið harðlega. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort Donnarumma verði maðurinn sem grefur stríðsöxina milli félaganna, eða hvort enn frekari átök bakvið tjöldin brjótist út. Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Þjálfari PSG staðfesti í gær að Donnarumma væri á förum frá félaginu og franski miðillinn L‘equipe slær því föstu að Donnarumma sé búinn að ganga frá samkomulagi við Manchester City. Donnarumma yrði sá fyrsti í rúmlega tuttugu ár til að skipta milli þessara félaga en enginn hefur gert það síðan þau voru keypt af ríkissjóðum Katar (PSG) og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (City). Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og þyrfti því að vera keyptur en mið-austurlensku ríkin eiga almennt ekki gott samband, viðskiptalega eða stjórnmálalega. Milliríkjadeilur smituðu út frá sér Milliríkjaerjurnar stóðu sem hæst frá árinu 2017 til 2021. Katar var þá beitt viðskiptaþvingunum af öðrum Persaflóaríkjum, Sameinuðu arabísku furstadæmunum þeirra á meðal. Á sama tíma myndaðist mikil togstreita milli City og PSG. Bæði lið höfðu verið í vandræðum með FFP fjármálareglurnar en PSG tókst samt að ganga frá kaupum á Neymar og Kylian Mbappé fyrir metfé sumarið 2017. City mótmælti kaupunum mikið, sérstaklega í ljósi þess að á svipuðum tíma var City dæmt út úr Evrópukeppnum UEFA fyrir að brjóta fjármálareglur (ákvörðun sem var síðan felld niður). Erjurnar áttu eftir að breiðast enn frekar út árið 2021 þegar City samþykkti að vera hluti af Ofurdeildinni umdeildu, sem PSG var harðlega á móti. Síðar sama ár gekk Lionel Messi svo til liðs við PSG og eyðilagði drauma þjálfarans Pep Guardiola um endurfundi við einn besta fótboltamann sögunnar. Vinir og óvinir UEFA PSG og City hafa líka verið með sitt hvora stefnuna í nálgun sinni við knattspyrnuyfirvöld. PSG er mikill vinur UEFA en City hefur gagnrýnt sambandið harðlega. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort Donnarumma verði maðurinn sem grefur stríðsöxina milli félaganna, eða hvort enn frekari átök bakvið tjöldin brjótist út.
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira