Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Jón Þór Stefánsson skrifar 12. ágúst 2025 23:08 Aimee Betro meðan hún verslaði á Bretlandi. Lögreglan í Bretlandi Bandarísk kona hefur verið sakfelld í Bretlandi fyrir að taka þátt í ráðabruggi sem snerist um að verða manni að bana. Rannsókn leiddi í ljós að konan, sem var í hlutverki leigumorðingja, þætti ósköp eðlileg og virtist ekki vera með nein tengsl við undirheima. Konan, sem heitir Aimee Betro og er frá Wisconsin-ríki, mun hafa verið klædd andlitsslæðu þegar hún reyndi að verða Sikander Ali, breskum karlmanni, að bana í Birmingham í september árið 2019. Hún er sögð hafa miðað skammbyssu að Ali, en þegar hún hafi hleypt af hafi byssan staðið á sér. Ali hafi hlaupið í burtu og komst því lífs af. Betro var framseld frá Armeníu, þar sem hún hafði dvalið síðan, fyrr á þessu ári til að svara til saka í Bretlandi. Það mun hafa reynst lögreglu og saksóknurum erfitt að fá hana aftur til Bretlands Málið má rekja til deilna tveggja fjölskyldna. Samkvæmt BBC höfðu feðgarnir Mohammed Aslam og Mohammed Nabil Nazir meiðst í slagsmálum í verslun sem faðir áðurnefnds Ali átti. Í kjölfarið hafi hatrammar deilur hafist milli fjölskyldanna tveggja sem hafi orðið til þess að feðgarnir ákváðu að fá einhvern til að ráða Ali af dögum. Þeir hafi einhverra hluta vegna leitað til Betro. Haft er eftir lögreglumanninum Alastair Orencas að tengsl hennar við undirheima virðist lítil sem engin. „Á yfirborðinu virðist hún vera venjulegur einstaklingur. En hún er síðan tilbúin að fremja svívirðilegt og bíræfið morð.“ Þess má geta að feðgarnir, Aslam og Nazir, hlutu báðir fjörutíu ára fangelsisdóm í fyrra fyrir sinn þátt í morðtilræðinu. Betro er sögð hafa kynnst Nazir, syninum, á stefnumótaforriti. Þau hafi hist í London og sofið saman þegar hún heimsótti Bretlands um áramótin 2018 til 2019. Þó virðist ekki liggja fyrir hvernig hún varð fyrir valinu sem leigumorðingi. Erlend sakamál Bretland Bandaríkin Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Konan, sem heitir Aimee Betro og er frá Wisconsin-ríki, mun hafa verið klædd andlitsslæðu þegar hún reyndi að verða Sikander Ali, breskum karlmanni, að bana í Birmingham í september árið 2019. Hún er sögð hafa miðað skammbyssu að Ali, en þegar hún hafi hleypt af hafi byssan staðið á sér. Ali hafi hlaupið í burtu og komst því lífs af. Betro var framseld frá Armeníu, þar sem hún hafði dvalið síðan, fyrr á þessu ári til að svara til saka í Bretlandi. Það mun hafa reynst lögreglu og saksóknurum erfitt að fá hana aftur til Bretlands Málið má rekja til deilna tveggja fjölskyldna. Samkvæmt BBC höfðu feðgarnir Mohammed Aslam og Mohammed Nabil Nazir meiðst í slagsmálum í verslun sem faðir áðurnefnds Ali átti. Í kjölfarið hafi hatrammar deilur hafist milli fjölskyldanna tveggja sem hafi orðið til þess að feðgarnir ákváðu að fá einhvern til að ráða Ali af dögum. Þeir hafi einhverra hluta vegna leitað til Betro. Haft er eftir lögreglumanninum Alastair Orencas að tengsl hennar við undirheima virðist lítil sem engin. „Á yfirborðinu virðist hún vera venjulegur einstaklingur. En hún er síðan tilbúin að fremja svívirðilegt og bíræfið morð.“ Þess má geta að feðgarnir, Aslam og Nazir, hlutu báðir fjörutíu ára fangelsisdóm í fyrra fyrir sinn þátt í morðtilræðinu. Betro er sögð hafa kynnst Nazir, syninum, á stefnumótaforriti. Þau hafi hist í London og sofið saman þegar hún heimsótti Bretlands um áramótin 2018 til 2019. Þó virðist ekki liggja fyrir hvernig hún varð fyrir valinu sem leigumorðingi.
Erlend sakamál Bretland Bandaríkin Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“