Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 16:17 Andri Ólafsson er upplýsingafulltrúi Landspítalans. Samsett Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. Það var um miðjan júní þegar starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi spítalans með skúrningabúnað meðferðis. Slíkt tæki hefur segulsvið þrjú hundruð til sex hundruð sterkara en ísskápasegull og dró skúringabúnaðinn að sér. Segulómtækið var óstarfhæft í einn mánuð en komst í lag þann 13. júlí. Tækið var aftur tekið í notkun daginn eftir, 14. júlí, samkvæmt skriflegu svari Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans. Kostnaður, eins og staðan sé núna, við viðgerðina sé um tólf milljónir króna. Það sem tók lengstan tíma var sending á þúsund lítrum af helíni sem þurfti að panta að utan. Helínið er notað til að laga slík tæki en til þess að slökkva á segulómtæki er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. „Skúringavélin var losuð af segulómtækinu nokkrum dögum eftir atvikið og svo tveimur dögum eftir að helín kom til landsins var tækið komið í lag. Segulómtækið skemmdist ekki og hefur allt gengið ljómandi vel eftir að tækið og starfsemin komst í samt lag.“ Geislafræðingar settir á kvöldvaktir og sjúklingar fluttir á milli Landspítalinn hefur alls þrjú segulómtæki til afnota á höfuðborgarsvæðinu, tvö þeirra á Landspítalanum í Fossvogi og það umrædda sem er á Hringbraut. Andri segir að fresta þurfti ákveðnum rannsóknum á meðan viðgerðinni stóð þar sem ekki var hægt að framkvæma þær rannsóknir á segulómtækjunum í Fossvogi. „Allar bráðarannsóknir og rannsóknir sem hægt var að framkvæma í Fossvogi voru framkvæmdar á kvöldvöktum í Fossvogi. Þannig náðist að koma í veg fyrir að atvikið hefði veruleg áhrif á biðlistana,“ segir hann. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan tækið var óvirkt, til að mynda á vöktum starfsfólks og innliggjandi sjúklingum. Geislafræðingar sem áttu að vinna dagvaktir á Hringbraut voru færðir á kvöldvaktir á spítalanum í Fossvogi. Þá þurfti að flytja sjúklinga sem lágu inni á Hringbraut yfir í Fossvog til að framkvæma rannsóknir og tímasetja þær vandlega svo allar tímabókanir gengju upp. „Þetta ástand skapaði álag til dæmis skjólstæðinga, geislafræðinga á segulómtækjunum, móttökuritara Myndgreiningardeildarinnar og hjá sjúkraflutningunum. Við erum mjög þakklát fyrir að flest allir höfðu skilning á öllu raskinu sem varð,“ segir Andri. Hann segir mikilvægt að þegar slík atvik komi upp að fara yfir alla verkferla sem koma að segulómtækjum Landspítalans. Nú séu það einungis geislafræðingar sem hafa leyfi til að aflæsa hurðinni inn í rannsóknarherbergið og þurfa fræðingarnir að bíða þar til búið er að þrífa herbergið. Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Það var um miðjan júní þegar starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi spítalans með skúrningabúnað meðferðis. Slíkt tæki hefur segulsvið þrjú hundruð til sex hundruð sterkara en ísskápasegull og dró skúringabúnaðinn að sér. Segulómtækið var óstarfhæft í einn mánuð en komst í lag þann 13. júlí. Tækið var aftur tekið í notkun daginn eftir, 14. júlí, samkvæmt skriflegu svari Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans. Kostnaður, eins og staðan sé núna, við viðgerðina sé um tólf milljónir króna. Það sem tók lengstan tíma var sending á þúsund lítrum af helíni sem þurfti að panta að utan. Helínið er notað til að laga slík tæki en til þess að slökkva á segulómtæki er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. „Skúringavélin var losuð af segulómtækinu nokkrum dögum eftir atvikið og svo tveimur dögum eftir að helín kom til landsins var tækið komið í lag. Segulómtækið skemmdist ekki og hefur allt gengið ljómandi vel eftir að tækið og starfsemin komst í samt lag.“ Geislafræðingar settir á kvöldvaktir og sjúklingar fluttir á milli Landspítalinn hefur alls þrjú segulómtæki til afnota á höfuðborgarsvæðinu, tvö þeirra á Landspítalanum í Fossvogi og það umrædda sem er á Hringbraut. Andri segir að fresta þurfti ákveðnum rannsóknum á meðan viðgerðinni stóð þar sem ekki var hægt að framkvæma þær rannsóknir á segulómtækjunum í Fossvogi. „Allar bráðarannsóknir og rannsóknir sem hægt var að framkvæma í Fossvogi voru framkvæmdar á kvöldvöktum í Fossvogi. Þannig náðist að koma í veg fyrir að atvikið hefði veruleg áhrif á biðlistana,“ segir hann. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan tækið var óvirkt, til að mynda á vöktum starfsfólks og innliggjandi sjúklingum. Geislafræðingar sem áttu að vinna dagvaktir á Hringbraut voru færðir á kvöldvaktir á spítalanum í Fossvogi. Þá þurfti að flytja sjúklinga sem lágu inni á Hringbraut yfir í Fossvog til að framkvæma rannsóknir og tímasetja þær vandlega svo allar tímabókanir gengju upp. „Þetta ástand skapaði álag til dæmis skjólstæðinga, geislafræðinga á segulómtækjunum, móttökuritara Myndgreiningardeildarinnar og hjá sjúkraflutningunum. Við erum mjög þakklát fyrir að flest allir höfðu skilning á öllu raskinu sem varð,“ segir Andri. Hann segir mikilvægt að þegar slík atvik komi upp að fara yfir alla verkferla sem koma að segulómtækjum Landspítalans. Nú séu það einungis geislafræðingar sem hafa leyfi til að aflæsa hurðinni inn í rannsóknarherbergið og þurfa fræðingarnir að bíða þar til búið er að þrífa herbergið.
Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30
Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22
Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24