Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2025 23:15 Stálverksmiðjan er nokkuð stór en ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni í dag. AP/Gene J. Puskar Að minnsta kosti einn er látinn, tíu eru slasaðir og eins er saknað eftir stóra sprengingu í stálverksmiðju í Bandaríkjunum í dag. Sprengingin náðist á myndband og virðist hafa verið mjög umfangsmikil. Nánar tiltekið varð sprengingin í verksmiðju í Clairton í Pennsylvaníu. Enn er verið að leita í brakinu, samkvæmt AP fréttaveitunni, en einum var bjargað þaðan fyrr í kvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en henni fylgdi þó nokkrar minni sprengingar og kviknaði einnig eldur í verksmiðjunni. Höggbylgjan vegna hennar mun hafa fundist um stórt svæði. AP hefur eftir konu sem býr í meira en kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni að húsið hennar hafi nötrað vegna höggbylgjunnar. Æðsti yfirmaður verksmiðjunnar, Scott Buckiso, sagði á blaðamannafundi í kvöld að starfsmenn hefðu staðið sig einkar vel við erfiðar aðstæður. Þeir hefðu bjargað öðrum slösuðum starfsmönnum, slökkt á gasflæði og tryggt að verksmiðjan væri örugg. Verksmiðjan er í eigu japanska fyrirtækisins Nippon Steel Corp. en þar hafa áður orðið sprengingar í gegnum árin. Einn dó í sprengingu árið 2009 og margir slösuðust í sprengingu ári seinna. Þá brann starfsmaður til bana árið 2014. Verksmiðjan er talin sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Ameríku og þar starfa um 1.400 manns. Þar er framleitt mikilvægt hráefni við framleiðslu stáls sem á ensku kallast „coke“. Það er framleitt með því að baka kol í ofnum við gífurlegan hita en við það myndast einnig baneitrað gas sem íbúar í Clairton hafa kvartað yfir í gegnum árin. Bandaríkin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Nánar tiltekið varð sprengingin í verksmiðju í Clairton í Pennsylvaníu. Enn er verið að leita í brakinu, samkvæmt AP fréttaveitunni, en einum var bjargað þaðan fyrr í kvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en henni fylgdi þó nokkrar minni sprengingar og kviknaði einnig eldur í verksmiðjunni. Höggbylgjan vegna hennar mun hafa fundist um stórt svæði. AP hefur eftir konu sem býr í meira en kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni að húsið hennar hafi nötrað vegna höggbylgjunnar. Æðsti yfirmaður verksmiðjunnar, Scott Buckiso, sagði á blaðamannafundi í kvöld að starfsmenn hefðu staðið sig einkar vel við erfiðar aðstæður. Þeir hefðu bjargað öðrum slösuðum starfsmönnum, slökkt á gasflæði og tryggt að verksmiðjan væri örugg. Verksmiðjan er í eigu japanska fyrirtækisins Nippon Steel Corp. en þar hafa áður orðið sprengingar í gegnum árin. Einn dó í sprengingu árið 2009 og margir slösuðust í sprengingu ári seinna. Þá brann starfsmaður til bana árið 2014. Verksmiðjan er talin sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Ameríku og þar starfa um 1.400 manns. Þar er framleitt mikilvægt hráefni við framleiðslu stáls sem á ensku kallast „coke“. Það er framleitt með því að baka kol í ofnum við gífurlegan hita en við það myndast einnig baneitrað gas sem íbúar í Clairton hafa kvartað yfir í gegnum árin.
Bandaríkin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira