Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2025 23:15 Stálverksmiðjan er nokkuð stór en ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni í dag. AP/Gene J. Puskar Að minnsta kosti einn er látinn, tíu eru slasaðir og eins er saknað eftir stóra sprengingu í stálverksmiðju í Bandaríkjunum í dag. Sprengingin náðist á myndband og virðist hafa verið mjög umfangsmikil. Nánar tiltekið varð sprengingin í verksmiðju í Clairton í Pennsylvaníu. Enn er verið að leita í brakinu, samkvæmt AP fréttaveitunni, en einum var bjargað þaðan fyrr í kvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en henni fylgdi þó nokkrar minni sprengingar og kviknaði einnig eldur í verksmiðjunni. Höggbylgjan vegna hennar mun hafa fundist um stórt svæði. AP hefur eftir konu sem býr í meira en kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni að húsið hennar hafi nötrað vegna höggbylgjunnar. Æðsti yfirmaður verksmiðjunnar, Scott Buckiso, sagði á blaðamannafundi í kvöld að starfsmenn hefðu staðið sig einkar vel við erfiðar aðstæður. Þeir hefðu bjargað öðrum slösuðum starfsmönnum, slökkt á gasflæði og tryggt að verksmiðjan væri örugg. Verksmiðjan er í eigu japanska fyrirtækisins Nippon Steel Corp. en þar hafa áður orðið sprengingar í gegnum árin. Einn dó í sprengingu árið 2009 og margir slösuðust í sprengingu ári seinna. Þá brann starfsmaður til bana árið 2014. Verksmiðjan er talin sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Ameríku og þar starfa um 1.400 manns. Þar er framleitt mikilvægt hráefni við framleiðslu stáls sem á ensku kallast „coke“. Það er framleitt með því að baka kol í ofnum við gífurlegan hita en við það myndast einnig baneitrað gas sem íbúar í Clairton hafa kvartað yfir í gegnum árin. Bandaríkin Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Nánar tiltekið varð sprengingin í verksmiðju í Clairton í Pennsylvaníu. Enn er verið að leita í brakinu, samkvæmt AP fréttaveitunni, en einum var bjargað þaðan fyrr í kvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en henni fylgdi þó nokkrar minni sprengingar og kviknaði einnig eldur í verksmiðjunni. Höggbylgjan vegna hennar mun hafa fundist um stórt svæði. AP hefur eftir konu sem býr í meira en kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni að húsið hennar hafi nötrað vegna höggbylgjunnar. Æðsti yfirmaður verksmiðjunnar, Scott Buckiso, sagði á blaðamannafundi í kvöld að starfsmenn hefðu staðið sig einkar vel við erfiðar aðstæður. Þeir hefðu bjargað öðrum slösuðum starfsmönnum, slökkt á gasflæði og tryggt að verksmiðjan væri örugg. Verksmiðjan er í eigu japanska fyrirtækisins Nippon Steel Corp. en þar hafa áður orðið sprengingar í gegnum árin. Einn dó í sprengingu árið 2009 og margir slösuðust í sprengingu ári seinna. Þá brann starfsmaður til bana árið 2014. Verksmiðjan er talin sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Ameríku og þar starfa um 1.400 manns. Þar er framleitt mikilvægt hráefni við framleiðslu stáls sem á ensku kallast „coke“. Það er framleitt með því að baka kol í ofnum við gífurlegan hita en við það myndast einnig baneitrað gas sem íbúar í Clairton hafa kvartað yfir í gegnum árin.
Bandaríkin Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira