„Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. ágúst 2025 22:53 Jökull I. Elísabetarson var ánægður með margt við spilamennsku Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Diego Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði andanum í Stjörnuliðinu og hversu vel liðið brást við mótlæti og þeim aðstæðum sem upp komu í sigri liðsins gegn Víkingi í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. „Það var gríðarlegur kraftur í Stjörnuliðinu í kvöld og við díluðum vel við þær aðstæður sem þessi leikur bauð upp á. Við vorum í smá tíma að ná takti í uppspilið hjá okkur en þegar það tókst þá spiluðum við bara ljómandi vel og skoruðum tvö fín mörk,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Svo þurfum við að breyta upplegginu eftir að við verðum einum manni færri en mér fannst við bara verjast vel manni færri og gefa fá færi á okkur. Það var mikið spirit í liðinu og ég mér fannst mun meiri orka í okkur en í leiknum við Fram í síðustu umferð til að mynda. Ég er sáttur við það,“ sagði Jökull þar að auki. „Við höfum ekki verið nógu stöðugir í spilamennsku okkar á þessu tímabili og kannski ekki náð að meitla leikstíl okkar nógu vel í stein. Við þurfum að nýta þann byr sem þessi sigur veitir okkur. Auk þess þurfum við að ná meiri stöðugleika í frammistöður okkar á sama tíma og við bætum stigasöfnunina,“ sagði hann um stöðu mála hjá Stjörnunni. „Ég verð líka að nefna að mér fannst við höndla það vel að fá á okkur marga vafasama dóma sem hölluðu á okkur. Varamannabekkur Víkings gerir vel í að setja gríðarlega pressu á dómarateymið allan leikinn. Dómarar eru bara mannlegir og mér fannst dómarateymið bogna undir ágangi frá bekknum hjá Víkingi að þessu sinni. Við vorum spjaldaðir í gríð og erg og það hallaði á okkur í stórum atvikum í báðum vítateigum. Á meðan aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur ekki á þessu þá heldur þetta bara áfram og þeir geta sett dómarana undir pressu með aggresívum hætti,“ sagði Jökull. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
„Það var gríðarlegur kraftur í Stjörnuliðinu í kvöld og við díluðum vel við þær aðstæður sem þessi leikur bauð upp á. Við vorum í smá tíma að ná takti í uppspilið hjá okkur en þegar það tókst þá spiluðum við bara ljómandi vel og skoruðum tvö fín mörk,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Svo þurfum við að breyta upplegginu eftir að við verðum einum manni færri en mér fannst við bara verjast vel manni færri og gefa fá færi á okkur. Það var mikið spirit í liðinu og ég mér fannst mun meiri orka í okkur en í leiknum við Fram í síðustu umferð til að mynda. Ég er sáttur við það,“ sagði Jökull þar að auki. „Við höfum ekki verið nógu stöðugir í spilamennsku okkar á þessu tímabili og kannski ekki náð að meitla leikstíl okkar nógu vel í stein. Við þurfum að nýta þann byr sem þessi sigur veitir okkur. Auk þess þurfum við að ná meiri stöðugleika í frammistöður okkar á sama tíma og við bætum stigasöfnunina,“ sagði hann um stöðu mála hjá Stjörnunni. „Ég verð líka að nefna að mér fannst við höndla það vel að fá á okkur marga vafasama dóma sem hölluðu á okkur. Varamannabekkur Víkings gerir vel í að setja gríðarlega pressu á dómarateymið allan leikinn. Dómarar eru bara mannlegir og mér fannst dómarateymið bogna undir ágangi frá bekknum hjá Víkingi að þessu sinni. Við vorum spjaldaðir í gríð og erg og það hallaði á okkur í stórum atvikum í báðum vítateigum. Á meðan aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur ekki á þessu þá heldur þetta bara áfram og þeir geta sett dómarana undir pressu með aggresívum hætti,“ sagði Jökull.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira