„Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. ágúst 2025 22:28 Þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen gefur skipanir. Vísir/Diego Sölvi Geir Ottesen var að mörgu leyti sáttur við spilamennsku Víkings þrátt fyrir tap liðsins gegn Stjörnunni í Bestu-deild karla í fótbolta í Víkinni í kvöld. Sölvi Geir hefur þó áhyggjur af rýrri uppskeru í deildinni upp á síðkastið og fannst vanta upp á einbeitingu í báðum vítateigum í leiknum í kvöld. „Mér fannst koma flottir inn í þennan leik og orkustigið bara fínt í liðinu allan leikinn. Þetta var að mínu mati furðulegur fótboltaleikur. Við vorum að komast í góðar stöður og fá færi áður en þeir skora,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. „Það vantaði svolítið fókus hjá okkur í báðum vítateigunum í dag og þeir komast í 2-0 án þess að ná að skapa mörg færi á okkur. Við herjuðum á þá en það dugði ekki til og stigasöfnunin okkar í deildinni undanfarið er áhyggjuefni,“ sagði Sölvi en Víkingur hefur fengið þrjú stig í síðustu fimm deildarleikjum sínum. „Kannski erum við þjálfarateymið of kröfuharðir að láta liðið spila af jafn mikilli ákefð og raun ber vitni. Við þurfum að skoða það hvort að það sé of mikið á leikmenn lagt að pressa eins hátt og mikið og við gerum og spila jafn orkufrekan fótbolta og við erum að spila í þeirri törn sem við erum í þessa stundina,“ sagði hann. „Við erum ennþá í öðru sæti í deildinni og fimm stigum frá toppnum þrátt fyrir rýra stigasöfnunin í síðustu leikjum okkar. Það er nóg eftir af stigum í pottinum og við þurfum bara að fara að bæta stigasöfnun okkar. Það er ekki langur tími til þess að pæla í þessu tapi sem er í raun bara fínt. Næst er það hörku verkefni gegn Bröndby og við setjum fullan fókus á það núna,“ sagði þjálfari Víkings um framhaldið. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
„Mér fannst koma flottir inn í þennan leik og orkustigið bara fínt í liðinu allan leikinn. Þetta var að mínu mati furðulegur fótboltaleikur. Við vorum að komast í góðar stöður og fá færi áður en þeir skora,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. „Það vantaði svolítið fókus hjá okkur í báðum vítateigunum í dag og þeir komast í 2-0 án þess að ná að skapa mörg færi á okkur. Við herjuðum á þá en það dugði ekki til og stigasöfnunin okkar í deildinni undanfarið er áhyggjuefni,“ sagði Sölvi en Víkingur hefur fengið þrjú stig í síðustu fimm deildarleikjum sínum. „Kannski erum við þjálfarateymið of kröfuharðir að láta liðið spila af jafn mikilli ákefð og raun ber vitni. Við þurfum að skoða það hvort að það sé of mikið á leikmenn lagt að pressa eins hátt og mikið og við gerum og spila jafn orkufrekan fótbolta og við erum að spila í þeirri törn sem við erum í þessa stundina,“ sagði hann. „Við erum ennþá í öðru sæti í deildinni og fimm stigum frá toppnum þrátt fyrir rýra stigasöfnunin í síðustu leikjum okkar. Það er nóg eftir af stigum í pottinum og við þurfum bara að fara að bæta stigasöfnun okkar. Það er ekki langur tími til þess að pæla í þessu tapi sem er í raun bara fínt. Næst er það hörku verkefni gegn Bröndby og við setjum fullan fókus á það núna,“ sagði þjálfari Víkings um framhaldið.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira