Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2025 16:20 Biskup Íslands vígði kirkjuna í dag. Grétar Einarsson Ný Miðgarðakirkja í Grímsey var vígð í dag af Guðrúnu Karls Helgudóttur biskupi Íslands. Við það tilefni voru tvær nýjar kirkjuklukkur helgaðar og formlega afhentar Miðgarðakirkjusókn, í stað þeirra sem bráðnuðu í kirkjubrunanum 21. september 2021. Miðgarðakirkja í Grímsey brann til kaldra kola 21. september 2021. Tekin var ákvörðun um að endurbyggja kirkjuna, og hófst smíðin vorið 2022. Eldurinn var svo mikill að ekki aðeins kirkjan brann heldur bráðnuðu krikjuklukkurnar. Þær voru merktar árunum 1799 og 1852, og voru úr bronsi. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hafði forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í kirkjuna, en klukkurnar voru steyptar hjá Royal Eijsbouts í Asten í Hollandi, sömu konunglegu klukkusteypunni og steypti klukkur Hallgrímskirkju. Í fréttatilkynningu í dag segir að klukkurnar séu gjöf frá Hallg´rimskirkjusöfnuði í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og velunnurum, og hún marki táknræna brú milli söfnuða, svæða og kynslóða. Klukkurnar séu úr hágæða bjöllubronsi, með kólfi úr stáli, og hljómi í tónunum Dís3 og F3. Þvermál þeirra er 37 og 32 cm og þyngd um 35 og 32 kg – sömu stærðar og klukkurnar sem bráðnuðu. Nýju klukkurnar komnar upp.Grétar Einarsson Á klukkurnar eru letruð fjögur ártöl: 1779 og 1852, til minningar um eldri klukkur 2021, í minningu brunans 2023, steypuár nýju klukknanna „Auk þess prýða þær þessi orð: HLJÓMAR FRÁ HEIMSKAUTSBAUGI– sem undirstrika að í þúsund ár hefur hljómur kristinna klukkna borist yfir Grímsey, og nú mun sá hljómur heyrast áfram um ókomin ár.“ Jafnframt segir að gjöfin sé þakkargjörð fyrir klukku sem Grímseyingar gáfu Hallgrímskirkju árið 1971. „Við afhendingu klukknanna fylgdu orð Hallgrímssafnaðar:„Megi blessun fylgja hljómum klukkna Miðgarðakirkju í Grímsey.“ Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Þjóðkirkjan Akureyri Tengdar fréttir Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. 11. apríl 2023 15:35 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Miðgarðakirkja í Grímsey brann til kaldra kola 21. september 2021. Tekin var ákvörðun um að endurbyggja kirkjuna, og hófst smíðin vorið 2022. Eldurinn var svo mikill að ekki aðeins kirkjan brann heldur bráðnuðu krikjuklukkurnar. Þær voru merktar árunum 1799 og 1852, og voru úr bronsi. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hafði forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í kirkjuna, en klukkurnar voru steyptar hjá Royal Eijsbouts í Asten í Hollandi, sömu konunglegu klukkusteypunni og steypti klukkur Hallgrímskirkju. Í fréttatilkynningu í dag segir að klukkurnar séu gjöf frá Hallg´rimskirkjusöfnuði í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og velunnurum, og hún marki táknræna brú milli söfnuða, svæða og kynslóða. Klukkurnar séu úr hágæða bjöllubronsi, með kólfi úr stáli, og hljómi í tónunum Dís3 og F3. Þvermál þeirra er 37 og 32 cm og þyngd um 35 og 32 kg – sömu stærðar og klukkurnar sem bráðnuðu. Nýju klukkurnar komnar upp.Grétar Einarsson Á klukkurnar eru letruð fjögur ártöl: 1779 og 1852, til minningar um eldri klukkur 2021, í minningu brunans 2023, steypuár nýju klukknanna „Auk þess prýða þær þessi orð: HLJÓMAR FRÁ HEIMSKAUTSBAUGI– sem undirstrika að í þúsund ár hefur hljómur kristinna klukkna borist yfir Grímsey, og nú mun sá hljómur heyrast áfram um ókomin ár.“ Jafnframt segir að gjöfin sé þakkargjörð fyrir klukku sem Grímseyingar gáfu Hallgrímskirkju árið 1971. „Við afhendingu klukknanna fylgdu orð Hallgrímssafnaðar:„Megi blessun fylgja hljómum klukkna Miðgarðakirkju í Grímsey.“
Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Þjóðkirkjan Akureyri Tengdar fréttir Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. 11. apríl 2023 15:35 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. 11. apríl 2023 15:35