„Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. ágúst 2025 20:47 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var ánægður með að liðið hafi klárað leikinn einum færri síðustu átján mínúturnar. „Varnarleikurinn var fínn það var gott skipulag þegar við vorum búnar að jafna okkur á því að hafa lent einum færri. Við vorum með tvær fjögurra manna línur og ein fremst og vorum ekkert að æða mikið út úr stöðum en það komu fyrirgjafir og við erum með fínan markmann. Þetta var ákveðin seigla,“ sagði Ólafur eftir leik. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk beint rautt spjald þar sem hún togaði í hárið á Lindu Líf Boama. „Ég sá þetta ekki. Ef það er rifið í hár þá er það hárrétt en ég held að Sóley hafi ekki verið að toga hana niður og ég set spurningarmerki við að vera með slegið hár hvort það eigi ekki að vera með tagl eða eitthvað svoleiðis. Þetta var slysalegt og ef hún reif í hárið á henni þá er það rautt spjald.“ Aðspurður út í hvort Ólafur hafi leitað eftir viðbrögðum frá sínum leikmanni eða Marit Skurdal, dómara leiksins, sem er frá Noregi sagðist Ólafur bara hafa talað við Sóleyju. „Ég er búin að tala við Sóley og hún var svekkt að hafa verið rekin út af. Þú þarft að hrista svona af þér og það er bara áfram gakk. Dómarinn bara dæmir þetta og tekur sínar ákvarðanir og við lifum með því. Ég þarf ekkert að ræða við hana enda norskan farin að ryðga.“ Víkingur byrjaði leikinn betur en Þróttur gekk á lagið eftir því sem leið á fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. „Víkingur er með fínt lið og þær eru að berjast fyrir lífi sínu og komu grimmar inn í leikinn. Mér fannst við ná ágætis tökum á þessu þegar við fengum ró á boltann og fórum út í breiddina,“ sagði Ólafur að lokum og bætti við að þetta hafi ekki verið fallegasti fótboltaleikurinn en að þetta hafi verið seigla. Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fleiri fréttir Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
„Varnarleikurinn var fínn það var gott skipulag þegar við vorum búnar að jafna okkur á því að hafa lent einum færri. Við vorum með tvær fjögurra manna línur og ein fremst og vorum ekkert að æða mikið út úr stöðum en það komu fyrirgjafir og við erum með fínan markmann. Þetta var ákveðin seigla,“ sagði Ólafur eftir leik. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk beint rautt spjald þar sem hún togaði í hárið á Lindu Líf Boama. „Ég sá þetta ekki. Ef það er rifið í hár þá er það hárrétt en ég held að Sóley hafi ekki verið að toga hana niður og ég set spurningarmerki við að vera með slegið hár hvort það eigi ekki að vera með tagl eða eitthvað svoleiðis. Þetta var slysalegt og ef hún reif í hárið á henni þá er það rautt spjald.“ Aðspurður út í hvort Ólafur hafi leitað eftir viðbrögðum frá sínum leikmanni eða Marit Skurdal, dómara leiksins, sem er frá Noregi sagðist Ólafur bara hafa talað við Sóleyju. „Ég er búin að tala við Sóley og hún var svekkt að hafa verið rekin út af. Þú þarft að hrista svona af þér og það er bara áfram gakk. Dómarinn bara dæmir þetta og tekur sínar ákvarðanir og við lifum með því. Ég þarf ekkert að ræða við hana enda norskan farin að ryðga.“ Víkingur byrjaði leikinn betur en Þróttur gekk á lagið eftir því sem leið á fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. „Víkingur er með fínt lið og þær eru að berjast fyrir lífi sínu og komu grimmar inn í leikinn. Mér fannst við ná ágætis tökum á þessu þegar við fengum ró á boltann og fórum út í breiddina,“ sagði Ólafur að lokum og bætti við að þetta hafi ekki verið fallegasti fótboltaleikurinn en að þetta hafi verið seigla.
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fleiri fréttir Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira