„Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2025 09:55 Sigtryggur Arnar er bjartsýnn um að komast í lokahópinn. Vísir/Ívar Hart er barist um sæti í landsliðshópi Íslands fyrir komandi Evrópumót karla í körfubolta sem hefst eftir þrjár vikur. Sigtryggur Arnar Björnsson er vongóður um sæti og ekki skemmdi stórleikur hans um síðustu helgi fyrir. Íslenska liðið hefur æft saman í um tvær vikur og hefur æfingahópurinn þegar verið skorinn niður úr 22 leikmönnum í 14 sem fóru til Ítalíu að spila æfingaleiki síðustu helgi. Aðeins tólf fara á lokamótið og hart barist á æfingum. „Það er alltaf gott tempo og vel barist. Það er svipað og í leikjum, ef þú æfir vel þá spilarðu vel líka. Við höfum sloppið slagsmálin, sem betur fer. Það er alltaf einhver kítingur og kemur smá hiti. Það er eins og það á að vera. Við erum alltaf vinir á eftir,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur er á meðal leikmanna sem taldir eru vera að berjast fyrir sæti á meðal þeirra tólf sem fara á lokamótið. Hann skoraði átta þriggja stiga körfur í naumu tapi fyrir Pólverjum á sunnudaginn var og var stigahæstur Íslendinga með 25 stig. „Ég hitti úr skotunum mínum og það getur alltaf hjálpað liðinu. Ef maður getur hjálpað er maður ánægður,“ segir Sigtryggur um leik helgarinnar. „Þetta eru 14 gæða leikmenn eins og er. Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn. Það kemur svo bara í ljós hvernig þetta fer,“ en hvernig kemst maður í hópinn? Ef til vill með frammistöðum eins og gegn Póllandi? „Ég held það myndi hjálpa. Það er svo bara að vera einbeittur á æfingum og í æfingaleikjunum. Svo er bara að vona það besta,“ segir Sigtryggur sem er bjartsýnn. „Maður verður bara að vera það. Ég er bjartsýnn en þetta kemur í ljós.“ Eftir helgi fer íslenska liðið aftur út og mætir liðum Portúgals og Svíþjóðar í æfingaleikjum þar sem menn fá enn frekar tækifæri til að sanna sig fyrir þjálfurunum. „Það væri gaman að vinna og fá tilfinninguna að vinna þessar stærri þjóðir. Það væri helst að koma út úr þessu með tvo sigra og stíganda í frammistöðu,“ Og setja allt niður? „Já, bara hitta úr öllu,“ segir Sigtryggur og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ Almar Orri Atlason, leikmaður Bradley-háskóla í Bandaríkjunum, er bjartsýnn þegar kemur að sæti í lokahóp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Hann ræddi við Val Pál Eiríksson um landsliðsæfingar síðustu daga. 1. ágúst 2025 21:16 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ „Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar. 1. ágúst 2025 13:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06 Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Íslenska liðið hefur æft saman í um tvær vikur og hefur æfingahópurinn þegar verið skorinn niður úr 22 leikmönnum í 14 sem fóru til Ítalíu að spila æfingaleiki síðustu helgi. Aðeins tólf fara á lokamótið og hart barist á æfingum. „Það er alltaf gott tempo og vel barist. Það er svipað og í leikjum, ef þú æfir vel þá spilarðu vel líka. Við höfum sloppið slagsmálin, sem betur fer. Það er alltaf einhver kítingur og kemur smá hiti. Það er eins og það á að vera. Við erum alltaf vinir á eftir,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur er á meðal leikmanna sem taldir eru vera að berjast fyrir sæti á meðal þeirra tólf sem fara á lokamótið. Hann skoraði átta þriggja stiga körfur í naumu tapi fyrir Pólverjum á sunnudaginn var og var stigahæstur Íslendinga með 25 stig. „Ég hitti úr skotunum mínum og það getur alltaf hjálpað liðinu. Ef maður getur hjálpað er maður ánægður,“ segir Sigtryggur um leik helgarinnar. „Þetta eru 14 gæða leikmenn eins og er. Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn. Það kemur svo bara í ljós hvernig þetta fer,“ en hvernig kemst maður í hópinn? Ef til vill með frammistöðum eins og gegn Póllandi? „Ég held það myndi hjálpa. Það er svo bara að vera einbeittur á æfingum og í æfingaleikjunum. Svo er bara að vona það besta,“ segir Sigtryggur sem er bjartsýnn. „Maður verður bara að vera það. Ég er bjartsýnn en þetta kemur í ljós.“ Eftir helgi fer íslenska liðið aftur út og mætir liðum Portúgals og Svíþjóðar í æfingaleikjum þar sem menn fá enn frekar tækifæri til að sanna sig fyrir þjálfurunum. „Það væri gaman að vinna og fá tilfinninguna að vinna þessar stærri þjóðir. Það væri helst að koma út úr þessu með tvo sigra og stíganda í frammistöðu,“ Og setja allt niður? „Já, bara hitta úr öllu,“ segir Sigtryggur og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ Almar Orri Atlason, leikmaður Bradley-háskóla í Bandaríkjunum, er bjartsýnn þegar kemur að sæti í lokahóp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Hann ræddi við Val Pál Eiríksson um landsliðsæfingar síðustu daga. 1. ágúst 2025 21:16 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ „Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar. 1. ágúst 2025 13:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06 Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Sýna að maður eigi það skilið“ Almar Orri Atlason, leikmaður Bradley-háskóla í Bandaríkjunum, er bjartsýnn þegar kemur að sæti í lokahóp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Hann ræddi við Val Pál Eiríksson um landsliðsæfingar síðustu daga. 1. ágúst 2025 21:16
„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ „Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar. 1. ágúst 2025 13:31
Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06
Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn