Fótbolti

Norska sam­bandið vill banna fót­bolta­leiki innan­húss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðsins konan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga og lék allar níutíu mínúturnar í leiknum fræga
Íslenska landsliðsins konan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga og lék allar níutíu mínúturnar í leiknum fræga Getty/Marius Simensen/Piaras Ó Mídheach

Hættulega gúmmíkurlið í Lilleström fótboltahöllinni gæti séð til þess að Norðmenn hætti hreinlega að spila fótboltaleiki innanhúss.

Norska knattspyrnusambandið hefur lagt það til að banna hér eftir fótboltaleiki innanhúss. Liðin mega æfa inni í höllunum sínum en ekki spila leiki sína þar. Norska ríkisútvarpið segir frá.

Málið er komið til vegna þess að fjölmargir leikmenn í norsku kvennadeildinni féllu á lyfjaprófi eftir að hafa spilað leik í fótboltahöll Lilleström. 

Leikmenn Lilleström og Valerenga fóru í lyfjapróf eftir leikinn og átta þeirra féllu á lyfjaprófi.

Enginn skildi neitt í einu en eftir mikla rannsókn kom það í ljós að leikmennirnir höfðu fengið í sig ólöglegt efni í gegnum gúmmíkurlið á gervigrasvellinum. 

Rannsókn málsins er ekki lokið en ástæðurnar fyrir fallinu á lyfjaprófinu eru samt staðfestar og leikmönnunum verður ekki refsað.

Lilleström höllinni var lokað enda hræðilegt fyrir íþróttafólk að eiga á hættu að falla á lyfjaprófi vegna undirlagsins sem leikmennirnir spila á.

Þær fótboltahallir sem eru með sama gúmmíkurl í grasinu og í gervigrashöll Lilleström mega ekki lengur hýsa fótboltaleiki fái norska knattspyrnusambandið þetta í gegn.

Hér má lesa meira um málið á norsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×