Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar 8. ágúst 2025 07:32 Kallaðu mig risaeðlu, mér hugnast sjálfstæðisstefnan af gamla skólanum. Hvers vegna? Aðallega vegna þess að einn angi stefnunnar er trú á manninn og að farsælast sé fyrir samfélagið að skapa jarðveg fyrir frelsi einstaklingsins. Þannig geti hver og einn geti leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Frá sjónarhóli sjálfstæðisstefnunnar er frelsið ekki eingöngu efnahagslegt heldur einnig andlegt, eða eins og Birgir Kjaran, þáverandi alþingismaður, orðaði það í grein frá árinu 1959: „Í krafti trúarinnar á manninn telja Sjálfstæðismenn, að einstaklingurinn skuli njóta mannhelgi, og frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi.“ Samkvæmt sömu grein Birgis sprettur sjálfstæðisstefnan upp úr íslenskum veruleika og einn af kostum sjálfstæðisstefnunnar sé „að mæta viðfangsefnum nýrra tíma með fordómalausu raunsæi“ - blind trú geri engum gagn. Nálgunin á pólitísk úrlausnarefni á því að miðast við að leita lausna, án fordóma, á grundvelli raka og gagna – vera málefnalegur. Takmarkanir á frelsinu Frelsi án ábyrgðar leiðir jafnan af sér helsi. Hamingjuleit einstaklings á grundvelli frelsis er því ekki án skilyrða, sem dæmi verður að taka verður tillit til hagsmuna annarra, þar með talið til hagsmuna barna. Samfélag hvers tíma setur hamingjuleit einstaklingsins því ávallt skorður. Frelsið er ekki sjálfsagt. Víða er það fótum troðið. Sem dæmi er tjáningarfrelsi nauðsynlegur hornsteinn í lýðræðisríki. Í lýðræðisríkjum nútímans mega hugsanarlöggur í formi ríkisvalds, fjölmiðla og hagsmunasamtaka ekki takmarka tjáningarfrelsið um of. Sjálfritskoðun er án efa algeng hér á landi. Það skýrist að hluta til af því að í vandmeðförnum og viðkvæmum málum er algengt á samfélagsmiðlum að etja fólki saman saman með stimplunartaktík, upphrópunum og sleggjudómum. Slík tilhneiging fælir hæft fólk frá því að taka þátt í þjóðfélagsumræðu. Teflum fram hugmyndum og lausnum Þessa dagana er margt skrítið í heiminum en sjálfstæðisstefnan sem slík stendur hins vegar vel fyrir sínu. Hófsöm mannúðarstefna í anda þess sem best hefur tekist til í sögu Sjálfstæðisflokksins hefur ennþá burði til að veita íslensku samfélagi innblástur. En sem stjórnmálaafl verður Sjálfstæðisflokkurinn að tefla fram hugmyndum, hafa skýra sýn og stefnu en ekki festast í hjörum hagsmuna og hjals um hluti sem skiptir almenning takmörkuðu máli. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kallaðu mig risaeðlu, mér hugnast sjálfstæðisstefnan af gamla skólanum. Hvers vegna? Aðallega vegna þess að einn angi stefnunnar er trú á manninn og að farsælast sé fyrir samfélagið að skapa jarðveg fyrir frelsi einstaklingsins. Þannig geti hver og einn geti leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Frá sjónarhóli sjálfstæðisstefnunnar er frelsið ekki eingöngu efnahagslegt heldur einnig andlegt, eða eins og Birgir Kjaran, þáverandi alþingismaður, orðaði það í grein frá árinu 1959: „Í krafti trúarinnar á manninn telja Sjálfstæðismenn, að einstaklingurinn skuli njóta mannhelgi, og frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi.“ Samkvæmt sömu grein Birgis sprettur sjálfstæðisstefnan upp úr íslenskum veruleika og einn af kostum sjálfstæðisstefnunnar sé „að mæta viðfangsefnum nýrra tíma með fordómalausu raunsæi“ - blind trú geri engum gagn. Nálgunin á pólitísk úrlausnarefni á því að miðast við að leita lausna, án fordóma, á grundvelli raka og gagna – vera málefnalegur. Takmarkanir á frelsinu Frelsi án ábyrgðar leiðir jafnan af sér helsi. Hamingjuleit einstaklings á grundvelli frelsis er því ekki án skilyrða, sem dæmi verður að taka verður tillit til hagsmuna annarra, þar með talið til hagsmuna barna. Samfélag hvers tíma setur hamingjuleit einstaklingsins því ávallt skorður. Frelsið er ekki sjálfsagt. Víða er það fótum troðið. Sem dæmi er tjáningarfrelsi nauðsynlegur hornsteinn í lýðræðisríki. Í lýðræðisríkjum nútímans mega hugsanarlöggur í formi ríkisvalds, fjölmiðla og hagsmunasamtaka ekki takmarka tjáningarfrelsið um of. Sjálfritskoðun er án efa algeng hér á landi. Það skýrist að hluta til af því að í vandmeðförnum og viðkvæmum málum er algengt á samfélagsmiðlum að etja fólki saman saman með stimplunartaktík, upphrópunum og sleggjudómum. Slík tilhneiging fælir hæft fólk frá því að taka þátt í þjóðfélagsumræðu. Teflum fram hugmyndum og lausnum Þessa dagana er margt skrítið í heiminum en sjálfstæðisstefnan sem slík stendur hins vegar vel fyrir sínu. Hófsöm mannúðarstefna í anda þess sem best hefur tekist til í sögu Sjálfstæðisflokksins hefur ennþá burði til að veita íslensku samfélagi innblástur. En sem stjórnmálaafl verður Sjálfstæðisflokkurinn að tefla fram hugmyndum, hafa skýra sýn og stefnu en ekki festast í hjörum hagsmuna og hjals um hluti sem skiptir almenning takmörkuðu máli. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun