Fótbolti

„Full­kominn skandall, Brönd­by niður­lægt á Ís­landi“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Örlygur Andrason kom inn af bekknum og skoraði þriðja mark Víkinga.
Viktor Örlygur Andrason kom inn af bekknum og skoraði þriðja mark Víkinga. Vísir/Diego

Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins.

Stutt er síðan Silkeborg fékk að finna fyrir því í dönskum fjölmiðlum eftir að slá KA út í framlengdum leik í sömu keppni. Nú er komið að Bröndby en liðið sá aldrei til sólar í Víkinni.

Á vef fótboltavefnum Bold.dk má finna þó nokkrar fréttir um leik kvöldsins. Fyrir utan hefðbundna textalýsingu má fyrirsagnir á borð við:

Fyrirsögnin hjá TV2 hefur breyst. Um tíma stóð: „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ en þegar þessi frétt er skrifuð hefur henni verði breytt í „Auðmýkingin er algjör – Bröndby tapar stórt á Íslandi.“

Tipsbladet tekur í sama streng og talar um að lið Bröndby hafi verið niðurlægt. Þar kemur jafnframt fram að sparka eigi þjálfaranum Frederik Birk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×