Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 19:13 Vísir/Samsett Hið svokallaða fyrsta bankarán á Íslandi árið 1975 sem fjallað var um í dag vegna þess að ræninginn gaf sig fram við lögregluna á liðnu sumri, reynist ekki vera fyrsta bankarán landsins. Hið raunverulega fyrsta bankarán landsins gæti hafa verið framið í nóvember ársins 1972 af óprúttnum tíu ára húsvarðarsyni. Húsvarðarsonurinn og tveir félagar hans á aldrinum tíu til þrettán ára brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu á Borgarnesi og höfðu á brott 25 þúsund króna virði af ólögleglum 25 króna seðlum. Það jafngildir tæpum 300 þúsund krónum í dag. Snjáð bankaránsþýfi í snjónum Ellý Hauksdóttir, uppalinn Borgfirðingur, var tíu ára þegar umrætt rán var framið og þekkti sökudólganna. Ekki nóg með það heldur á hún enn hluta þýfisins. Hún segist hafa verið að leika sér í snjónum við Héríhöllina frægu þegar hún rak augun í snjáða 25 króna seðil í snjónum. Eftir að hafa kembt svæðið fann hún nokkra til viðbótar. Héríhöllin fræga í miðbæ Borgarness.Héraðsskjalasafn Borgfirðinga Samkvæmt fréttabúti sem birtist í Morgunblaðinu þann sextánda nóvember 1972 var komist upp um þrjá pilta, á aldrinum tíu til þrettán ára, sem brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi og stálu ólöglegum 25 króna seðlum að andvirði 25 þúsunda króna. Seðlarnir höfðu verið teknir úr umferð og að því er Ellý segir höfðu piltarnir auðvelt aðgengi að þeim. Höfuðpaur piltanna hafi nefnilega verið sonur húsvarðar sparisjóðsins og hefði haft af föður sínum lyklakippuna á meðan hann svaf. Eitt kvöldið tóku piltarnir sig saman og brutust inn í kjallarann þar sem þeir vissu að þýfið biði þeirra. Eftir að hafa komist undan með þýfið, þó nokkrir seðlar hefðu orðið eftir í snjónum á flóttanum, deildu þeir því með jafnöldrum sínum. Reyndi að kaupa sér helling af nammi og kom upp um sig „Þeir bara þrömmuðu þarna inn í banka og náðu sér í 25 þúsund krónur. virði. Sem er alveg slatti fyrir 10-13 ára stráka,“ segir Ellý en nánar tiltekið nemur það 295.919 krónum í dag. „Þeir fóru með peningana og krumpuðu þá og gerðu þá skítuga. Svo notuðu þeir þá. Svo gáfu þeir vinum sínum og þá var einhver sem hafði þá bara slétta. Hann fór í sjoppuna og keypti sér fullt af nammi í bensínstöðinni. Hann fór þangað og ætlaði að kaupa sér fullt af nammi en þá kveikti afgreiðslumaðurinn á því hvað var í gangi,“ segir hún. Þar með var úti um ævintýri þessa ungu drengja en afleiðingarnar urðu ekki alvarlegri en þær en að fá strangt tiltal frá húsverði Sparisjóðs Mýrasýslu, að því er Ellý man. Enn í dag geymir hún seðlana sem hún fann í snjónum þennan sögulega dag. Hún hefur raðað þeim í númeraröð í frímerkjabók. Hún segist vona að Sparisjóður Mýrasýslu fari ekki að gera tilkall til þeirra og því hefur það líklega verið léttir þegar félagið var afskráð árið 2011. Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Borgarbyggð Einu sinni var... Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Húsvarðarsonurinn og tveir félagar hans á aldrinum tíu til þrettán ára brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu á Borgarnesi og höfðu á brott 25 þúsund króna virði af ólögleglum 25 króna seðlum. Það jafngildir tæpum 300 þúsund krónum í dag. Snjáð bankaránsþýfi í snjónum Ellý Hauksdóttir, uppalinn Borgfirðingur, var tíu ára þegar umrætt rán var framið og þekkti sökudólganna. Ekki nóg með það heldur á hún enn hluta þýfisins. Hún segist hafa verið að leika sér í snjónum við Héríhöllina frægu þegar hún rak augun í snjáða 25 króna seðil í snjónum. Eftir að hafa kembt svæðið fann hún nokkra til viðbótar. Héríhöllin fræga í miðbæ Borgarness.Héraðsskjalasafn Borgfirðinga Samkvæmt fréttabúti sem birtist í Morgunblaðinu þann sextánda nóvember 1972 var komist upp um þrjá pilta, á aldrinum tíu til þrettán ára, sem brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi og stálu ólöglegum 25 króna seðlum að andvirði 25 þúsunda króna. Seðlarnir höfðu verið teknir úr umferð og að því er Ellý segir höfðu piltarnir auðvelt aðgengi að þeim. Höfuðpaur piltanna hafi nefnilega verið sonur húsvarðar sparisjóðsins og hefði haft af föður sínum lyklakippuna á meðan hann svaf. Eitt kvöldið tóku piltarnir sig saman og brutust inn í kjallarann þar sem þeir vissu að þýfið biði þeirra. Eftir að hafa komist undan með þýfið, þó nokkrir seðlar hefðu orðið eftir í snjónum á flóttanum, deildu þeir því með jafnöldrum sínum. Reyndi að kaupa sér helling af nammi og kom upp um sig „Þeir bara þrömmuðu þarna inn í banka og náðu sér í 25 þúsund krónur. virði. Sem er alveg slatti fyrir 10-13 ára stráka,“ segir Ellý en nánar tiltekið nemur það 295.919 krónum í dag. „Þeir fóru með peningana og krumpuðu þá og gerðu þá skítuga. Svo notuðu þeir þá. Svo gáfu þeir vinum sínum og þá var einhver sem hafði þá bara slétta. Hann fór í sjoppuna og keypti sér fullt af nammi í bensínstöðinni. Hann fór þangað og ætlaði að kaupa sér fullt af nammi en þá kveikti afgreiðslumaðurinn á því hvað var í gangi,“ segir hún. Þar með var úti um ævintýri þessa ungu drengja en afleiðingarnar urðu ekki alvarlegri en þær en að fá strangt tiltal frá húsverði Sparisjóðs Mýrasýslu, að því er Ellý man. Enn í dag geymir hún seðlana sem hún fann í snjónum þennan sögulega dag. Hún hefur raðað þeim í númeraröð í frímerkjabók. Hún segist vona að Sparisjóður Mýrasýslu fari ekki að gera tilkall til þeirra og því hefur það líklega verið léttir þegar félagið var afskráð árið 2011. Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is.
Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Borgarbyggð Einu sinni var... Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent