Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2025 08:01 Kristjana átti erfitt með sig í Kop-stúkunni sem trylltur Manchester United stuðningsmaður. Jerzy Dudek gerði agaleg mistök sem veitti Diego Forlán sigurmark á silfurfati. Vísir/Getty Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kristjana Arnarsdóttir fór í eftirminnilega ferð á Anfield veturinn 2002. Kristjana er dóttir Arnars Björnssonar, íþróttafréttamanns á Sýn til fjölda ára, og er sá gallharður Leedsari. Erfitt var að keppa við ást dótturinnar á David Beckham og er Kristjana stuðningsmaður Manchester United. Kristjana þurfti að renna adidas-jakkanum upp í háls og fela United-treyjuna í Kop-stúkunni á Anfield. Sagan af höfuðfatinu fylgdi ekki með.Aðsend „Það eru ótrúlega mörg augnablik sem koma upp í hugann þegar velja á eitt eftirminnilegt augnablik. Ég hef alla tíð verið stuðningsmaður Manchester United, pabbi heldur með Leeds og mamma með Tottenham. Þetta hefur gert það að verkum að við höfum farið á ótal fótboltaleiki saman og upplifað ansi margt!“ Ein ferð stendur upp úr þegar Kristjana fór með föður sínum í gin ljóns; á Anfield í Liverpool, til að sjá leik við Manchester United. Þá þurfti United-stuðningsmaðurinn að fara varlega. „En ég held ég verði að draga fram leik Liverpool og Manchester United á Anfield í desember 2002. Við pabbi fórum þá saman á völlinn en miðarnir voru í Kop,“ „Hann þurfti því að eiga við mig smá samtal áður en við fórum á völlinn og biðja mig um tvennt; renna upp úlpunni (því United-treyjan átti ekki beint heima í þessum sætum) og að fagna ekki mikið ef United skyldi nú skora,“ segir Kristjana. Klippa: Enska augnablikið: Agaleg mistök Dudek „Ég hlýddi þessu að sjálfsögðu. Ég held ég hafi lært 200 ný blótsyrði á þessum eina leik því mistök Jerzy Dudek í marki Liverpool í fyrri hálfleik féllu ekki sérlega vel í kramið hjá sessunautunum. Geggjaður 2-1 sigur niðurstaðan, Diego Forlán var aðal maðurinn og ég var svo bara úlpulaus það sem eftir lifði ferðarinnar.“ Mark Forláns sem réði úrslitum má sjá í spilaranum. Kristjana mun stýra Stóra leiknum á Sýn Sport í vetur þar sem sérstakar útsendingar verða í kringum stærstu leiki vetrarins, til að mynda milli Manchester United og Liverpool. Fyrsti leikur í ensku úrvalsdeildinni er á föstudaginn kemur þegar Liverpool fær Bournemouth í heimsókn. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi. 9. ágúst 2025 15:02 Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Kristjana er dóttir Arnars Björnssonar, íþróttafréttamanns á Sýn til fjölda ára, og er sá gallharður Leedsari. Erfitt var að keppa við ást dótturinnar á David Beckham og er Kristjana stuðningsmaður Manchester United. Kristjana þurfti að renna adidas-jakkanum upp í háls og fela United-treyjuna í Kop-stúkunni á Anfield. Sagan af höfuðfatinu fylgdi ekki með.Aðsend „Það eru ótrúlega mörg augnablik sem koma upp í hugann þegar velja á eitt eftirminnilegt augnablik. Ég hef alla tíð verið stuðningsmaður Manchester United, pabbi heldur með Leeds og mamma með Tottenham. Þetta hefur gert það að verkum að við höfum farið á ótal fótboltaleiki saman og upplifað ansi margt!“ Ein ferð stendur upp úr þegar Kristjana fór með föður sínum í gin ljóns; á Anfield í Liverpool, til að sjá leik við Manchester United. Þá þurfti United-stuðningsmaðurinn að fara varlega. „En ég held ég verði að draga fram leik Liverpool og Manchester United á Anfield í desember 2002. Við pabbi fórum þá saman á völlinn en miðarnir voru í Kop,“ „Hann þurfti því að eiga við mig smá samtal áður en við fórum á völlinn og biðja mig um tvennt; renna upp úlpunni (því United-treyjan átti ekki beint heima í þessum sætum) og að fagna ekki mikið ef United skyldi nú skora,“ segir Kristjana. Klippa: Enska augnablikið: Agaleg mistök Dudek „Ég hlýddi þessu að sjálfsögðu. Ég held ég hafi lært 200 ný blótsyrði á þessum eina leik því mistök Jerzy Dudek í marki Liverpool í fyrri hálfleik féllu ekki sérlega vel í kramið hjá sessunautunum. Geggjaður 2-1 sigur niðurstaðan, Diego Forlán var aðal maðurinn og ég var svo bara úlpulaus það sem eftir lifði ferðarinnar.“ Mark Forláns sem réði úrslitum má sjá í spilaranum. Kristjana mun stýra Stóra leiknum á Sýn Sport í vetur þar sem sérstakar útsendingar verða í kringum stærstu leiki vetrarins, til að mynda milli Manchester United og Liverpool. Fyrsti leikur í ensku úrvalsdeildinni er á föstudaginn kemur þegar Liverpool fær Bournemouth í heimsókn. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi. 9. ágúst 2025 15:02 Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi. 9. ágúst 2025 15:02
Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02
Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00
Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01