Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2025 12:00 Íslensku stelpurnar sýndu rosalegan karakter í leiknum í gær og það var því full ástæða til að fagna vel sögulegum sigri í leikslok. FIBA Basketball Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í körfubolta náði sögulegum árangri í gærkvöldi með því að vinna Holland í sextán liða úrslitum A-deildar Evrópukeppninnar. Stelpurnar voru þegar búnar að skrifa söguna með því að vera fyrsta íslenska kvennaliðið sem tekur þátt í A-deild. Með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum og þar með sæti meðal átta efstu þjóðanna þá hafa þær náð að jafna besta árangur íslensks landsliðs á Eurobasket frá upphafi, hvort sem það er hjá körlum, konum, unglingum eða fullorðnum. Íslenska liðið vann ekki leik í riðlinum og útlitið var ekki bjart í þessum leik á móti Hollandi. Ísland var tólf stigum undir, 62-50, fyrir lokaleikhlutann en stelpurnar unnu hann 27-12 og tryggðu sér magnaðan 77-74 sigur. Ása Lind Wolfram, leikmaður Aþenu, átti algjöran stórleik en hún var með 18 stig, 78 prósent skotnýtingu og 5 fráköst á 20 mínútum sem íslenska liðið vann með fjórtán stigum. Jana Falsdóttir (í námi í Bandaríkjunum) skoraði 16 stig, Rebekka Rut Steingrímsdóttir (KR) var með 11 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Dzana Crnac, annar leikmaður Aþenu, skoraði 12 stig, og einn helsti leiðtogi liðsins Kolbrún María Ármannsdóttir var með 9 stig og 5 stolna bolta. Þá má ekki gleyma varnarleik og fráköstum Söru Líf Boama sem var með 11 fráköst, mest allra á vellinum og Ísland vann þær mínútur sem hún spilaði með tólf stigum. Íslenski hópurinn fagnar sigrinum í gær.FIBA Basketball Næst á dagskrá er leikur á móti Litháen í átta liða úrslitunum í kvöld. Íslensku stelpurnar eru þegar öruggar með metárangur. Besti árangur íslensks liðs er áttunda sætið sem tuttugu ára landslið karla náði í A-deild Evrópumótsins sumarið 2017. Íslenska liðið datt þá á endanum úr á móti Ísrael (vann silfur) í átta liða úrslitum og tapaði síðan báðum leikjum sínum um 5. til 8. sæti. Ísland átti þá ein af stjörnum mótsins því miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var valinn í úrvalslið keppninnar. Tryggvi var með hæsta framlag allra leikmanna (28,3), með flest varin skot í leik (3,3) og í þriðja sæti í fráköstum (12,2). Stigahæstu menn íslenska liðsins voru Tryggvi (16,1), Kristinn Pálsson (8,0), Þórir Þorbjarnarson (7,1) Halldór Garðar Hermannsson (6,9) og Kári Jónsson (6,2). Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna.FIBA Basketball Besti árangur íslenskra körfuboltalandsliða í A-deild Eurobasket: 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið kvenna 2025 8. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2017 9. sæti - Sextán ára landslið karla 1993 12. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2023 13. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2024 - A-landslið karla Eurobasket 2015: 24. sæti Eurobasket 2017: 24. sæti - Tuttugu ára landslið kvenna EM 2025: Verða í 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið karla EM 2017: 8. sæti EM 2023: 12. sæti EM 2024: 13. sæti EM 2025: 14. sæti EM 2018: 15. sæti - Átján ára landslið karla EM 2006: 15. sæti - Sextán ára landslið karla EM 1993: 9. sæti EM 2005: 14. sæti EM 2006: 16. sæti EM 1975: 16. sæti Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Stelpurnar voru þegar búnar að skrifa söguna með því að vera fyrsta íslenska kvennaliðið sem tekur þátt í A-deild. Með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum og þar með sæti meðal átta efstu þjóðanna þá hafa þær náð að jafna besta árangur íslensks landsliðs á Eurobasket frá upphafi, hvort sem það er hjá körlum, konum, unglingum eða fullorðnum. Íslenska liðið vann ekki leik í riðlinum og útlitið var ekki bjart í þessum leik á móti Hollandi. Ísland var tólf stigum undir, 62-50, fyrir lokaleikhlutann en stelpurnar unnu hann 27-12 og tryggðu sér magnaðan 77-74 sigur. Ása Lind Wolfram, leikmaður Aþenu, átti algjöran stórleik en hún var með 18 stig, 78 prósent skotnýtingu og 5 fráköst á 20 mínútum sem íslenska liðið vann með fjórtán stigum. Jana Falsdóttir (í námi í Bandaríkjunum) skoraði 16 stig, Rebekka Rut Steingrímsdóttir (KR) var með 11 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Dzana Crnac, annar leikmaður Aþenu, skoraði 12 stig, og einn helsti leiðtogi liðsins Kolbrún María Ármannsdóttir var með 9 stig og 5 stolna bolta. Þá má ekki gleyma varnarleik og fráköstum Söru Líf Boama sem var með 11 fráköst, mest allra á vellinum og Ísland vann þær mínútur sem hún spilaði með tólf stigum. Íslenski hópurinn fagnar sigrinum í gær.FIBA Basketball Næst á dagskrá er leikur á móti Litháen í átta liða úrslitunum í kvöld. Íslensku stelpurnar eru þegar öruggar með metárangur. Besti árangur íslensks liðs er áttunda sætið sem tuttugu ára landslið karla náði í A-deild Evrópumótsins sumarið 2017. Íslenska liðið datt þá á endanum úr á móti Ísrael (vann silfur) í átta liða úrslitum og tapaði síðan báðum leikjum sínum um 5. til 8. sæti. Ísland átti þá ein af stjörnum mótsins því miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var valinn í úrvalslið keppninnar. Tryggvi var með hæsta framlag allra leikmanna (28,3), með flest varin skot í leik (3,3) og í þriðja sæti í fráköstum (12,2). Stigahæstu menn íslenska liðsins voru Tryggvi (16,1), Kristinn Pálsson (8,0), Þórir Þorbjarnarson (7,1) Halldór Garðar Hermannsson (6,9) og Kári Jónsson (6,2). Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna.FIBA Basketball Besti árangur íslenskra körfuboltalandsliða í A-deild Eurobasket: 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið kvenna 2025 8. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2017 9. sæti - Sextán ára landslið karla 1993 12. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2023 13. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2024 - A-landslið karla Eurobasket 2015: 24. sæti Eurobasket 2017: 24. sæti - Tuttugu ára landslið kvenna EM 2025: Verða í 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið karla EM 2017: 8. sæti EM 2023: 12. sæti EM 2024: 13. sæti EM 2025: 14. sæti EM 2018: 15. sæti - Átján ára landslið karla EM 2006: 15. sæti - Sextán ára landslið karla EM 1993: 9. sæti EM 2005: 14. sæti EM 2006: 16. sæti EM 1975: 16. sæti
Besti árangur íslenskra körfuboltalandsliða í A-deild Eurobasket: 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið kvenna 2025 8. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2017 9. sæti - Sextán ára landslið karla 1993 12. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2023 13. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2024 - A-landslið karla Eurobasket 2015: 24. sæti Eurobasket 2017: 24. sæti - Tuttugu ára landslið kvenna EM 2025: Verða í 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið karla EM 2017: 8. sæti EM 2023: 12. sæti EM 2024: 13. sæti EM 2025: 14. sæti EM 2018: 15. sæti - Átján ára landslið karla EM 2006: 15. sæti - Sextán ára landslið karla EM 1993: 9. sæti EM 2005: 14. sæti EM 2006: 16. sæti EM 1975: 16. sæti
Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn