Enski boltinn

Liverpool búið að sam­þykkja til­boð en nú veltur allt á Darwin Nunez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darwin Nunez fagnar marki fyrir Liverpool á móti Athletic Club Bilbao í æfingarleik á Anfield um helgina en þetta er væntanlega síðasta mark hans fyrir félagið.
Darwin Nunez fagnar marki fyrir Liverpool á móti Athletic Club Bilbao í æfingarleik á Anfield um helgina en þetta er væntanlega síðasta mark hans fyrir félagið. Getty/Liverpool FC

Úrúgvæmaðurinn Darwin Nunez er einu skrefi nær því að yfirgefa Liverpool eftir að ensku meistararnir náðu samkomulagi um sölu á framherjanum.

Fabrizio Romano segir frá því að Liverpool og Al Hilal séu búin að ná munnlegu samkomulagi um kaup sádi-arabíska félagsins á leikmanninum.

Al Hilal er nú að ræða við Nunez sjálfan um kaup og kjör.

Núna er það því undir Nunez komið hvort hann stökkvi á þetta og gerist leikmaður Al Hilal.

Simone Inzaghi, þjálfari Al Hilal, vill fá Úrúgvæmanninn og það þykir afar líklegt að Nunez segi já.

Nunez er 26 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool síðan 2022.

Hann hefur skorað 25 mörk í 95 leikjum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og alls 40 mörk í 143 leikjum í öllum keppnum.

Miðað við öll dauðafærin sem Nunez hefur klúðrað þá áttu þessi mörk að vera miklu fleiri og það var fljótlega ljóst í sumar að Nunez væri líklegast á förum kæmi í hann gott tilboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×