Lífið

Marín Manda og Hannes Frí­mann trú­lofuð

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Marín Manda sagði já við Hannes. Spurning hvenær brúðkaupið verður.
Marín Manda sagði já við Hannes. Spurning hvenær brúðkaupið verður.

Marín Manda Magnúsdóttir, nútímafræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, eru trúlofuð.

Parið greindi frá fréttunum á Instagram í gær.

Skötuhjúin hafa verið saman í fimm ár og eiga saman dótturina Thelmu Hrönn en auk þess eiga þau bæði börn úr fyrri samböndum.

Marín Manda varð landsþekkt söngkona og fyrirsæta á táningsaldri en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við.

Á síðustu árum hefur hún starfað sem þáttastjórnandi í sjónvarpi með Útliti og Spegilmyndinni og heldur úti hlaðvarpinu Spegilmyndin sem fjallar um fegrunartrend og ýmis mál er snúa að kvenheilsu.

Hannes Frímann hefur starfað hjá Kviku-samstæðunni frá 2012, lengst af sem forstjóri Virðingar og Auðar Capital.

Sjá einnig: Hannes Frímann tekur við eignastýringu Kviku banka

Fyrir þann tíma var Hannes framkvæmdastjóri og einn stofnenda Tinda verðbréfa og einnig aðstoðarframkvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta hjá Arion banka og Kaupþingi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.