„Sagt að mér gæti blætt út“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 10:30 Bandaríska tenniskonan Venus Williams sést hér á sjúkrabeði og með systur sinni Serenu sem kom til að styðja við bakið á henni. @venuswilliams Það stefnir í eina af bestu endurkomusögu ársins í íþróttaheiminum en um leið fengum við að sorgarsögu af læknamistökum sem þýddu að tennisgoðsögn glímdi við mikla verki og erfiðleika alltof lengi. Bandaríska tenniskonan Venus Williams, eldri systir Serenu, sagði frá heilsuvandamálum sínum síðustu ár en hún komst loksins í aðgerð sem breytti lífi hennar mikið. Venus er nú 45 ára gömul segir á samfélagsmiðlum frá læknamistökum sem gerðu henni lífið leitt á síðustu árum. Hún sneri aftur inn á tennisvöllinn á dögunum eftir að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. Árin á undan leit það ekki út fyrir að hún gæti spilað íþrótt sína aftur. Nú hefur hún sett stefnuna á Opna bandaríska meistaramótið sem fer fram í New York seinna í þessum mánuði. „Fyrir ári síðan þá fór ég í aðgerð til að fjarlægja vefjafrumur í leginu og legslímukirtil í vöðvahjúp legsins,“ skrifaði Venus Williams og sýndi mynd af sér á sjúkrahúsinu. „Þvílíkur munur á einu ári. Ég var að klára mitt fyrsta mót í sextán mánuði og er nú tilbúin að taka þátt i Opna bandaríska meistaramótinu. Ég fæ því sem betur fer að upplifa góðan endi,“ skrifaði Williams. „Þau sögðu að ég gæti ekki farið í aðgerð. Mér var sagt að mér gæti blætt út á skurðarborðinu. Þau sögðu mér líka að fá aðra konu til að ganga með börnin mín því ég gæti gleymt þeirri hugmynd,“ skrifaði Williams. „Ég fékk bara vitlausa greiningu. Ég fékk því ekki rétta greiningu í mörg ár en það er bara svo mikilvægt að þú berjast alltaf áfram fyrir heilsu þinni,“ skrifaði Williams. „Ég glímdi við mikla kviðverki, það blæddi mikið og ég fékk tíðir óeðlilega oft. Þetta hafði áhrif á tennisinn minn og hvernig tennisferill minn þróaðist,“ skrifaði Williams „Ég vildi segja mína sögu svo að aðrar konur þurfi ekki að ganga í gegnum þetta heldur geti náð betri heilsu fyrr,“ skrifaði Williams eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Venus Williams (@venuswilliams) Tennis Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Venus Williams, eldri systir Serenu, sagði frá heilsuvandamálum sínum síðustu ár en hún komst loksins í aðgerð sem breytti lífi hennar mikið. Venus er nú 45 ára gömul segir á samfélagsmiðlum frá læknamistökum sem gerðu henni lífið leitt á síðustu árum. Hún sneri aftur inn á tennisvöllinn á dögunum eftir að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. Árin á undan leit það ekki út fyrir að hún gæti spilað íþrótt sína aftur. Nú hefur hún sett stefnuna á Opna bandaríska meistaramótið sem fer fram í New York seinna í þessum mánuði. „Fyrir ári síðan þá fór ég í aðgerð til að fjarlægja vefjafrumur í leginu og legslímukirtil í vöðvahjúp legsins,“ skrifaði Venus Williams og sýndi mynd af sér á sjúkrahúsinu. „Þvílíkur munur á einu ári. Ég var að klára mitt fyrsta mót í sextán mánuði og er nú tilbúin að taka þátt i Opna bandaríska meistaramótinu. Ég fæ því sem betur fer að upplifa góðan endi,“ skrifaði Williams. „Þau sögðu að ég gæti ekki farið í aðgerð. Mér var sagt að mér gæti blætt út á skurðarborðinu. Þau sögðu mér líka að fá aðra konu til að ganga með börnin mín því ég gæti gleymt þeirri hugmynd,“ skrifaði Williams. „Ég fékk bara vitlausa greiningu. Ég fékk því ekki rétta greiningu í mörg ár en það er bara svo mikilvægt að þú berjast alltaf áfram fyrir heilsu þinni,“ skrifaði Williams. „Ég glímdi við mikla kviðverki, það blæddi mikið og ég fékk tíðir óeðlilega oft. Þetta hafði áhrif á tennisinn minn og hvernig tennisferill minn þróaðist,“ skrifaði Williams „Ég vildi segja mína sögu svo að aðrar konur þurfi ekki að ganga í gegnum þetta heldur geti náð betri heilsu fyrr,“ skrifaði Williams eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Venus Williams (@venuswilliams)
Tennis Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira