Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 15:31 Katie Ledecky vann HM í sjöunda sinn en þurfti að hafa mun meira fyrir því en vanalega. Sarah Stier/Getty Images Skriðsundsdrottningin Katie Ledecky lenti í vandræðum og var nálægt því að missa af gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í 800 metra skriðsundi í fyrsta sinn. Hún var önnur þegar aðeins hundrað metrar voru eftir en barðist til baka og hélt krúnunni. Átján ára ungstirni ógnaði drottningunni. Katie Ledecky er sigursælasta sundkona allra tíma og sú langbesta til að hafa nokkurn tímann synt 800 metra skriðsund. Hún hefur unnið gullverðlaun í greininni á HM alls sjö sinnum, eða í hvert einasta skipti sem hún hefur tekið þátt síðan árið 2013, þá sextán ára gömul. Meira að segja þegar hún glímdi við veikindi á HM 2019 stakk hún sér í 800 metra skriðsundið og vann gullið. Í nótt lenti hún hins vegar í mikilli áskorun frá hinni átján ára gömlu Summer McIntosh. Hin átján ára gamla Summer McIntosh er ein efnilegasta sundkona heims um þessar mundir. Lintao Zhang/Getty Images Eftirvæntingin var mikil fyrirfram enda hafði McIntosh unnið gullverðlaun í þremur öðrum greinum á mótinu og þótti líklegust til að steypa Ledecky úr stóli. Þegar hundrað metrar voru eftir af sundinu var McIntosh með forystuna en þá var orkan á þrotum og ungstirnið dróst aftur úr. Ledecky átti hins vegar aukakraftinn sem þurfti og fagnaði sigri á HM í sjöunda sinn. HM gullverðlaunin væru líklega átta, en Ledecky sleppti HM í fyrra til að einbeita sér að Ólympíuleikunum, þar sem hún vann gull. McIntosh endaði svo í þriðja sæti, á eftir hinni áströlsku Lani Pallister, sem synti frábæran endasprett og tók fram úr henni til að hirða silfrið. Þrátt fyrir að hafa klárað orkuna og þurft að sætta sig við þriðja sætið getur hin átján ára gamla McIntosh gengið sátt frá mótinu, með þrjú önnur gullverðlaun í farteskinu. Tímabilið er nú á enda, McIntosh þykir enn langlíklegust til að binda enda á yfirráð Ledecky í 800 metra skriðsundinu, en verður að bíða með það þar til á næsta ári. Sund Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Sjá meira
Katie Ledecky er sigursælasta sundkona allra tíma og sú langbesta til að hafa nokkurn tímann synt 800 metra skriðsund. Hún hefur unnið gullverðlaun í greininni á HM alls sjö sinnum, eða í hvert einasta skipti sem hún hefur tekið þátt síðan árið 2013, þá sextán ára gömul. Meira að segja þegar hún glímdi við veikindi á HM 2019 stakk hún sér í 800 metra skriðsundið og vann gullið. Í nótt lenti hún hins vegar í mikilli áskorun frá hinni átján ára gömlu Summer McIntosh. Hin átján ára gamla Summer McIntosh er ein efnilegasta sundkona heims um þessar mundir. Lintao Zhang/Getty Images Eftirvæntingin var mikil fyrirfram enda hafði McIntosh unnið gullverðlaun í þremur öðrum greinum á mótinu og þótti líklegust til að steypa Ledecky úr stóli. Þegar hundrað metrar voru eftir af sundinu var McIntosh með forystuna en þá var orkan á þrotum og ungstirnið dróst aftur úr. Ledecky átti hins vegar aukakraftinn sem þurfti og fagnaði sigri á HM í sjöunda sinn. HM gullverðlaunin væru líklega átta, en Ledecky sleppti HM í fyrra til að einbeita sér að Ólympíuleikunum, þar sem hún vann gull. McIntosh endaði svo í þriðja sæti, á eftir hinni áströlsku Lani Pallister, sem synti frábæran endasprett og tók fram úr henni til að hirða silfrið. Þrátt fyrir að hafa klárað orkuna og þurft að sætta sig við þriðja sætið getur hin átján ára gamla McIntosh gengið sátt frá mótinu, með þrjú önnur gullverðlaun í farteskinu. Tímabilið er nú á enda, McIntosh þykir enn langlíklegust til að binda enda á yfirráð Ledecky í 800 metra skriðsundinu, en verður að bíða með það þar til á næsta ári.
Sund Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Sjá meira