Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 15:31 Katie Ledecky vann HM í sjöunda sinn en þurfti að hafa mun meira fyrir því en vanalega. Sarah Stier/Getty Images Skriðsundsdrottningin Katie Ledecky lenti í vandræðum og var nálægt því að missa af gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í 800 metra skriðsundi í fyrsta sinn. Hún var önnur þegar aðeins hundrað metrar voru eftir en barðist til baka og hélt krúnunni. Átján ára ungstirni ógnaði drottningunni. Katie Ledecky er sigursælasta sundkona allra tíma og sú langbesta til að hafa nokkurn tímann synt 800 metra skriðsund. Hún hefur unnið gullverðlaun í greininni á HM alls sjö sinnum, eða í hvert einasta skipti sem hún hefur tekið þátt síðan árið 2013, þá sextán ára gömul. Meira að segja þegar hún glímdi við veikindi á HM 2019 stakk hún sér í 800 metra skriðsundið og vann gullið. Í nótt lenti hún hins vegar í mikilli áskorun frá hinni átján ára gömlu Summer McIntosh. Hin átján ára gamla Summer McIntosh er ein efnilegasta sundkona heims um þessar mundir. Lintao Zhang/Getty Images Eftirvæntingin var mikil fyrirfram enda hafði McIntosh unnið gullverðlaun í þremur öðrum greinum á mótinu og þótti líklegust til að steypa Ledecky úr stóli. Þegar hundrað metrar voru eftir af sundinu var McIntosh með forystuna en þá var orkan á þrotum og ungstirnið dróst aftur úr. Ledecky átti hins vegar aukakraftinn sem þurfti og fagnaði sigri á HM í sjöunda sinn. HM gullverðlaunin væru líklega átta, en Ledecky sleppti HM í fyrra til að einbeita sér að Ólympíuleikunum, þar sem hún vann gull. McIntosh endaði svo í þriðja sæti, á eftir hinni áströlsku Lani Pallister, sem synti frábæran endasprett og tók fram úr henni til að hirða silfrið. Þrátt fyrir að hafa klárað orkuna og þurft að sætta sig við þriðja sætið getur hin átján ára gamla McIntosh gengið sátt frá mótinu, með þrjú önnur gullverðlaun í farteskinu. Tímabilið er nú á enda, McIntosh þykir enn langlíklegust til að binda enda á yfirráð Ledecky í 800 metra skriðsundinu, en verður að bíða með það þar til á næsta ári. Sund Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Katie Ledecky er sigursælasta sundkona allra tíma og sú langbesta til að hafa nokkurn tímann synt 800 metra skriðsund. Hún hefur unnið gullverðlaun í greininni á HM alls sjö sinnum, eða í hvert einasta skipti sem hún hefur tekið þátt síðan árið 2013, þá sextán ára gömul. Meira að segja þegar hún glímdi við veikindi á HM 2019 stakk hún sér í 800 metra skriðsundið og vann gullið. Í nótt lenti hún hins vegar í mikilli áskorun frá hinni átján ára gömlu Summer McIntosh. Hin átján ára gamla Summer McIntosh er ein efnilegasta sundkona heims um þessar mundir. Lintao Zhang/Getty Images Eftirvæntingin var mikil fyrirfram enda hafði McIntosh unnið gullverðlaun í þremur öðrum greinum á mótinu og þótti líklegust til að steypa Ledecky úr stóli. Þegar hundrað metrar voru eftir af sundinu var McIntosh með forystuna en þá var orkan á þrotum og ungstirnið dróst aftur úr. Ledecky átti hins vegar aukakraftinn sem þurfti og fagnaði sigri á HM í sjöunda sinn. HM gullverðlaunin væru líklega átta, en Ledecky sleppti HM í fyrra til að einbeita sér að Ólympíuleikunum, þar sem hún vann gull. McIntosh endaði svo í þriðja sæti, á eftir hinni áströlsku Lani Pallister, sem synti frábæran endasprett og tók fram úr henni til að hirða silfrið. Þrátt fyrir að hafa klárað orkuna og þurft að sætta sig við þriðja sætið getur hin átján ára gamla McIntosh gengið sátt frá mótinu, með þrjú önnur gullverðlaun í farteskinu. Tímabilið er nú á enda, McIntosh þykir enn langlíklegust til að binda enda á yfirráð Ledecky í 800 metra skriðsundinu, en verður að bíða með það þar til á næsta ári.
Sund Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira