„Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2025 14:58 Bílar á vegum björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Mynd tengist frétt því ekki beint. Björgunarsveitir hjálpuðu þremur ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í nótt. Fólkið var orðið blautt, skalf af kulda og var varla gangfært. Einnig þurfti að aðstoða ferðamenn sem festu bíl í Stóru-Laxá í nótt og hafa björgunarsveitir sinnt tveimur útköllum á Snæfellsnesi í dag. Björgunarsveitir voru kallaðar út tvívegis fyrr í dag á Snæfellsnesi, annars vegar vegna báts sem slóst utan í bryggju og hins vegar vegna þaks sem hafði fokið á Hellissandi. „Fyrir utan lætin í Vestmannaeyjum í gærkvöldi voru tvær beiðnir sem bárust björgunarsveitunum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu „Blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra“ „Annars vegar frá ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í Stóru-Laxá inni á Hálendinu. Þangað fóru tvær björgunarsveitir og leystu það mál tiltölulega hratt og örugglega þó það væri erfitt að komast að þeim.“ „Síðan barst beiðni frá þremur ferðamönnum sem höfðu ætlað að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum yfir í Þórsmörk, höfðu með sér tjald og höfðu hugsað sér að gista í tjaldi á leiðinni,“ sagði hann. „Veður var orðið þannig að það var ekki gerlegt og þau náðu ekki að hemja tjaldið til þess að tjalda því, voru orðin blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra.“ Varla gangfær og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir fóru annars vegar gangandi upp úr Þórsmörk, Kattarhryggina og inn á Morinsheiði og hins vegar með því að keyra inn á Fimmvörðuhálsinn frá Skógum og voru komin að þeim um tvö í nótt. „Þá var ástandið orðið þannig að þau voru varla gangfær en með því að hlúa aðeins að þeim og nota hitateppi til að koma aðeins hita í þau aftur þá treystu þau sér til þess að ganga niður með björgunarsveitarmönnum,“ segir Jón Þór. „Þessu lauk nú ekki fyrr en á sjöunda tímanum í morgun,“ bætir hann við. Þau hafi verið köld, hrakin og illa á sig komin og heppin að ekki fór verr. „Ég held að þarna hafi verið aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir það þegar fólk verður úti. Þau voru blaut, þeim var kalt og skulfu eins og hríslur. Ég held þau hafi verið þessari aðstoð fegin,“ segir hann. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út tvívegis fyrr í dag á Snæfellsnesi, annars vegar vegna báts sem slóst utan í bryggju og hins vegar vegna þaks sem hafði fokið á Hellissandi. „Fyrir utan lætin í Vestmannaeyjum í gærkvöldi voru tvær beiðnir sem bárust björgunarsveitunum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu „Blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra“ „Annars vegar frá ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í Stóru-Laxá inni á Hálendinu. Þangað fóru tvær björgunarsveitir og leystu það mál tiltölulega hratt og örugglega þó það væri erfitt að komast að þeim.“ „Síðan barst beiðni frá þremur ferðamönnum sem höfðu ætlað að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum yfir í Þórsmörk, höfðu með sér tjald og höfðu hugsað sér að gista í tjaldi á leiðinni,“ sagði hann. „Veður var orðið þannig að það var ekki gerlegt og þau náðu ekki að hemja tjaldið til þess að tjalda því, voru orðin blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra.“ Varla gangfær og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir fóru annars vegar gangandi upp úr Þórsmörk, Kattarhryggina og inn á Morinsheiði og hins vegar með því að keyra inn á Fimmvörðuhálsinn frá Skógum og voru komin að þeim um tvö í nótt. „Þá var ástandið orðið þannig að þau voru varla gangfær en með því að hlúa aðeins að þeim og nota hitateppi til að koma aðeins hita í þau aftur þá treystu þau sér til þess að ganga niður með björgunarsveitarmönnum,“ segir Jón Þór. „Þessu lauk nú ekki fyrr en á sjöunda tímanum í morgun,“ bætir hann við. Þau hafi verið köld, hrakin og illa á sig komin og heppin að ekki fór verr. „Ég held að þarna hafi verið aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir það þegar fólk verður úti. Þau voru blaut, þeim var kalt og skulfu eins og hríslur. Ég held þau hafi verið þessari aðstoð fegin,“ segir hann.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira