Lífið

Robert Wilson er látinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Robert Wilson þótti ansi mikilvægur í framúrstefnuleikhúsinu.
Robert Wilson þótti ansi mikilvægur í framúrstefnuleikhúsinu. EPA

Bandaríski leikstjórinn og leikskáldið Robert Wilson er látinn 83 ára að aldri. Hann er sagður hafa látist eftir snörp veikindi.

Hans þekktasta verk er líklega Einstein on the Beach, sem hann samdi með tónlistarmanninum Philip Glass. Jafnframt starfaði Wilson mikið með Tom Waits.

Wilson kom hingað til lands á Listahátíð í Reykjavík árið 2018. Þar var verk hans Edda, sem hann skrifaði ásamt Nóbelsverðlaunahafanum Jon Fosse, sýnt í Borgarleikhúsinu. Verkið byggði á Eddukvæðum.

„Núna þegar ég er að koma með Eddu til Íslands þá finn ég fyrir þessu. Finnst ég á einhvern hátt vera að komast nær uppruna þessara kvæða, þessum framandi heimi sem er svo ótrúlega heillandi, og það felur í sér heilmikla áskorun. En ég veit það eitt að Waco í Texas er alveg rosalega langt frá Íslandi og heimi Eddunnar,“ sagði Wilson í viðtali við Vísi af þessu tilefni, en hann var frá Texas.

„Þetta er allt annar heimur en hann er líka þarna í minni fortíð og sögu á einhvern hátt og það var ein helsta ástæðan fyrir því að mig langaði til að gera þetta. En það skipti mig líka miklu máli hvað þetta fól í sér mikla áskorun.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.