Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2025 12:18 Grunnskólanemendum með íslenskt ríkisfang fækkaði um 737 á milli áranna 2023 og 2024, en á sama tíma fjölgaði nemendum með erlent ríkisfang um tæplega 400. Vísir/Vilhelm Nemendur í einkareknum grunnskólum á landinu hafa aldrei verið fleiri. Í leið hafa grunnskólanemar með erlent móðurmál og erlent ríkisfang aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Hagstofu Íslands. em þar kemur fram að nemendur í grunnskólum hafi verið 47.162 haustið 2024 og fækkað um 345 frá haustinu 2023. Alls störfuðu 174 grunnskólar á landinu skólaárið 2024-2025 sem er fækkun um einn skóla frá fyrra ári. Einkareknir grunnskólar voru 13 talsins með tæplega 1.560 nemendur og hafa nemendur í einkaskólum á grunnskólastigi ekki verið fleiri. Í sérskólum reknum af opinberum aðilum, sem eru þrír talsins, stunduðu 186 nemendur nám. Þá hefur fámennum grunnskólum farið fækkandi og minni skólum ýmist verið lokað eða þeir orðið deildir í stærri grunnskólum. Haustið 2004 voru 19 skólar með færri en 25 nemendur en haustið 2014 hafði þessum fámennustu skólum fækkað niður í 14. Þeir voru 10 haustið 2024. Nemendum með erlent ríkisfang flöglar en íslenskt fækkar Í tilkynningunni segir að nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hafi fjölgað ár frá ári. Haustið 2024 hefðu 7.661 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 16,2% nemenda. Hlutfallið hafi aldrei verið hærra. Vakin er athygli á að hluti þessara nemenda hefur einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum sé pólska sem sé töluð af rúmlega 2.200 nemendum. Næstalgengasta erlenda tungumálið sé spænska, sem rúmlega sex hundruð börn hafi sem móðurmál. Tæplega 600 börn tali arabísku og lítið eitt færri hafi ensku sem móðurmál. Grunnskólanemendum með erlent ríkisfang hafi einnig fjölgað frá fyrra ári og hafa aldrei verið fleiri. Þeir hafi verið 5.368 haustið 2024 og fjölgað um tæplega fjögur hundruð (7,9%) frá árinu áður. Nemendum með íslenskt ríkisfang hafi fækkað um 737 á milli áranna 2023 og 2024. Grunnskólar Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Hagstofu Íslands. em þar kemur fram að nemendur í grunnskólum hafi verið 47.162 haustið 2024 og fækkað um 345 frá haustinu 2023. Alls störfuðu 174 grunnskólar á landinu skólaárið 2024-2025 sem er fækkun um einn skóla frá fyrra ári. Einkareknir grunnskólar voru 13 talsins með tæplega 1.560 nemendur og hafa nemendur í einkaskólum á grunnskólastigi ekki verið fleiri. Í sérskólum reknum af opinberum aðilum, sem eru þrír talsins, stunduðu 186 nemendur nám. Þá hefur fámennum grunnskólum farið fækkandi og minni skólum ýmist verið lokað eða þeir orðið deildir í stærri grunnskólum. Haustið 2004 voru 19 skólar með færri en 25 nemendur en haustið 2014 hafði þessum fámennustu skólum fækkað niður í 14. Þeir voru 10 haustið 2024. Nemendum með erlent ríkisfang flöglar en íslenskt fækkar Í tilkynningunni segir að nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hafi fjölgað ár frá ári. Haustið 2024 hefðu 7.661 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 16,2% nemenda. Hlutfallið hafi aldrei verið hærra. Vakin er athygli á að hluti þessara nemenda hefur einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum sé pólska sem sé töluð af rúmlega 2.200 nemendum. Næstalgengasta erlenda tungumálið sé spænska, sem rúmlega sex hundruð börn hafi sem móðurmál. Tæplega 600 börn tali arabísku og lítið eitt færri hafi ensku sem móðurmál. Grunnskólanemendum með erlent ríkisfang hafi einnig fjölgað frá fyrra ári og hafa aldrei verið fleiri. Þeir hafi verið 5.368 haustið 2024 og fjölgað um tæplega fjögur hundruð (7,9%) frá árinu áður. Nemendum með íslenskt ríkisfang hafi fækkað um 737 á milli áranna 2023 og 2024.
Grunnskólar Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent